Grikkir standa frammi fyrir erfiðum viðræðum guðsteinn bjarnason skrifar 5. febrúar 2015 07:15 Alexis Tsipras fékk góðar móttökur hjá Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. fréttablaðið/EPA Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samningum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni af Grikklandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti að leggja þar sitt af mörkum.Angela MerkelÞessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipras og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar hans, hafa undanfarna daga ferðast til margra helstu höfuðborga Evrópuríkja til að ræða við ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum. „Við erum að bíða eftir áþreifanlegum tillögum, og þá getum við spjallað betur saman,“ sagði Merkel. Ekki er reiknað með að hún hitti Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi Evrópusambandsins. „Við erum ekki komnir strax með samning, en við erum á góðri leið með að finna raunhæft samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“ Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn þeirri landlægu spillingu og kerfismisnotkun sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum: „Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við fáum ráðgjöf.“ Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxtagjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“ Svo kom hann með eina tillögu um það, hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar: „Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“ Grikkland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samningum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni af Grikklandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti að leggja þar sitt af mörkum.Angela MerkelÞessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipras og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar hans, hafa undanfarna daga ferðast til margra helstu höfuðborga Evrópuríkja til að ræða við ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum. „Við erum að bíða eftir áþreifanlegum tillögum, og þá getum við spjallað betur saman,“ sagði Merkel. Ekki er reiknað með að hún hitti Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi Evrópusambandsins. „Við erum ekki komnir strax með samning, en við erum á góðri leið með að finna raunhæft samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“ Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn þeirri landlægu spillingu og kerfismisnotkun sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum: „Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við fáum ráðgjöf.“ Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxtagjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“ Svo kom hann með eina tillögu um það, hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar: „Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“
Grikkland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira