Skissurnar upphaf sköpunar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 11:15 Hér sést Helga ásamt broti af þeim skissum sem hún hefur teiknað í gegnum árin. Vísir/GVA „Þetta er heilmikið safn, meðal annars frá ferli mínum í París, þegar ég var að vinna hjá tískuhúsi Louis Féraud,“ segir tískuhönnuðurinn Helga Björnsson. Í dag verður sýningin Un peu plus á fjölda teikninga og skissa eftir Helgu opnuð í Hönnunarsafni Íslands. Segja má að skissurnar séu upphaf hönnunarferlisins og Helga segir þær bæði skemmtilegan og mikilvægan hluta þess. „Mér finnst mjög gaman að skissa og svo tekur annað við, oft dettur eitthvað út eða lifnar við upp á nýtt þegar maður vinnur hugmyndina áfram.“ Nafn sýningarinnar kemur af gömlu minnisblaði sem fannst innan um teikningar og skissur Helgu. Á blaðið hafði hún skrifað niður nokkur stikkorð og þýða má Un peu plus sem „aðeins meira“. „Þeim fannst þetta vera svolítið upplagt, sumir eru svo duglegir að halda hlutunum hreinum, beinum og einföldum en einhvern veginn á ég svolítið bágt með það,“ segir Helga glöð í bragði, nafnið er því lýsandi fyrir verk Helgu sem eru allt í senn litrík, fjölbreytt og ævintýraleg. „Það er alveg svakalega erfitt,“ segir Helga og hlær þegar hún er spurð að því hvort hún sé ekki stressuð yfir því að opna skissubókina fyrir sýningargestum. Hún segir að skissurnar veki upp margar minningar, um atburði, tilfinningar og hugarástand. „Stundum dauðskammast maður sín fyrir eitthvað sem maður var að reyna að koma út úr sér og svo er annað sem maður er ánægður með. Maður er rosa mikið að opna sig, finnst bara eins og maður sé að opna inn til sín.“ Þegar hún vinnur skissurnar gefur hún ímyndunaraflinu lausan tauminn og segir auðveldara að byrja á fantasíunni. „Ég fór oft dálítið langt í skissunum, bætti við og gat ekki hætt.“ Helga notast enn við skissurnar en undanfarin ár hefur hún meðal annars hannað búninga fyrir leikhús og að vinna slæður með fyrirtæki sem heitir Saga Kakala. „Ég fór yfir í það að skissa í tölvu líka og hef gert það svolítið. En mér líður aldrei eins þegar ég geri það í tölvu og þegar ég geri það sjálf. Ég kemst ekki í jafn mikið stuð,“ segir hún og bætir við: „Höndin verður einhvern veginn að koma við blaðið og litina.“Un peu plus verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag klukkan fimm. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Þetta er heilmikið safn, meðal annars frá ferli mínum í París, þegar ég var að vinna hjá tískuhúsi Louis Féraud,“ segir tískuhönnuðurinn Helga Björnsson. Í dag verður sýningin Un peu plus á fjölda teikninga og skissa eftir Helgu opnuð í Hönnunarsafni Íslands. Segja má að skissurnar séu upphaf hönnunarferlisins og Helga segir þær bæði skemmtilegan og mikilvægan hluta þess. „Mér finnst mjög gaman að skissa og svo tekur annað við, oft dettur eitthvað út eða lifnar við upp á nýtt þegar maður vinnur hugmyndina áfram.“ Nafn sýningarinnar kemur af gömlu minnisblaði sem fannst innan um teikningar og skissur Helgu. Á blaðið hafði hún skrifað niður nokkur stikkorð og þýða má Un peu plus sem „aðeins meira“. „Þeim fannst þetta vera svolítið upplagt, sumir eru svo duglegir að halda hlutunum hreinum, beinum og einföldum en einhvern veginn á ég svolítið bágt með það,“ segir Helga glöð í bragði, nafnið er því lýsandi fyrir verk Helgu sem eru allt í senn litrík, fjölbreytt og ævintýraleg. „Það er alveg svakalega erfitt,“ segir Helga og hlær þegar hún er spurð að því hvort hún sé ekki stressuð yfir því að opna skissubókina fyrir sýningargestum. Hún segir að skissurnar veki upp margar minningar, um atburði, tilfinningar og hugarástand. „Stundum dauðskammast maður sín fyrir eitthvað sem maður var að reyna að koma út úr sér og svo er annað sem maður er ánægður með. Maður er rosa mikið að opna sig, finnst bara eins og maður sé að opna inn til sín.“ Þegar hún vinnur skissurnar gefur hún ímyndunaraflinu lausan tauminn og segir auðveldara að byrja á fantasíunni. „Ég fór oft dálítið langt í skissunum, bætti við og gat ekki hætt.“ Helga notast enn við skissurnar en undanfarin ár hefur hún meðal annars hannað búninga fyrir leikhús og að vinna slæður með fyrirtæki sem heitir Saga Kakala. „Ég fór yfir í það að skissa í tölvu líka og hef gert það svolítið. En mér líður aldrei eins þegar ég geri það í tölvu og þegar ég geri það sjálf. Ég kemst ekki í jafn mikið stuð,“ segir hún og bætir við: „Höndin verður einhvern veginn að koma við blaðið og litina.“Un peu plus verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag klukkan fimm.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira