Aldrei fór ég suður með breyttu sniði Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 08:00 Hljómsveitin Prins Póló er ein af þeim hljómsveitum sem hefur boðað komu sína á Aldrei fór ég suður. mynd/Matthías árni ingimarsson „Við erum búnir að vera í smá naflaskoðun því það hefur svo margt breyst á þessum tíma. Þetta er tólfta hátíðin,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn af aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Fyrirkomulag hátíðarinnar mun breytast í ár miðað við undanfarin ár en aðstandendur hátíðarinnar hafa meðal annars nýtt sér álit tónlistarmanna og gesta sem kynni hafa haft af hátíðinni til þess að betrumbæta hana að öllu leyti. „Að menn séu að koma vestur yfir heila helgi til þess að spila í korter, tuttugu mínútur er ekki alveg málið. Við ætlum að leyfa hljómsveitunum að fá rýmri tíma en þá munu mögulega færri listamenn koma fram,“ segir Mugison. Það hefur tíðkast að hljómsveitir spili ókeypis á hátíðinni en nú vilja aðstandendur hátíðarinnar reyna að koma til móts við listamennina. „Við ætlum að borga einhvers konar málamiðlunarpeninga, svo menn komi nú ekki út í mínus yfir helgina. Í ár verður öllum borgað eitthvað á einhvern hátt. Þetta var öðruvísi þegar við vorum að gera þetta í góðu flippi um páska en nú hefur þetta stækkað svo mikið og breyst.“Mugison kemur fram.vísir/stefánLokað hefur verið fyrir umsóknir til þess að koma fram á hátíðinni en Mugison segir að listinn sé afar langur og líti vel út. „Við erum komnir með of mikið af umsóknum, þannig að umsóknarfresturinn er liðinn. Það er kominn mikill valkvíði í okkur. Við erum svo ótrúlega rík af frábærum listamönnum.“ Dagskráin verður að öllum líkindum styttri á sjálfum tónleikastaðnum svo að fleiri á Ísafirði og nærsveitum fái tækifæri til að bjóða upp á tónlist og aðra skemmtun á kvöldin. „Við hættum líklega í kringum miðnætti í ár. Við viljum leyfa vertum og öðrum að njóta fólksins. Aldrei fór ég suður hefur alltaf verið stórt samfélagsverkefni hjá okkur fyrir vestan en mun snerta samfélagið mun meira í ár en nokkru sinni áður.“ Þá á að reyna að hafa meiri dagskrá yfir daginn og láta bæinn lifna enn meira við að deginum til. „Við höfum verið að hvetja verta og stuðbolta til að reyna að gera meira til dæmis yfir daginn. Sjálf erum við í Aldrei fór ég suður-teyminu að undirbúa stóran fund á laugardeginum þar sem við fáum poppara með örfyrirlestra og ræðum ýmis mál tengt tónlistarheiminum. Svo viljum við láta bæinn lifna enn þá meira við og hafa til dæmis þynnkutónleika sem gætu verið afbragðs lækningarleið fyrir fólk sem glímir við þynnkur,“ segir Mugison og hlær. Þegar hefur verið tryggt að hljómsveitirnar Prins Póló, Pink street boys, Mugison og Hemúllinn komi fram en frekari tíðinda er að vænta úr herbúðum Aldrei fór ég suður á næstu dögum. „Við erum að slá lokahönd á dagskrána og erum mega spennt að kynna Aldrei fór ég suður útgáfu 2.0 fyrir samstarfsfólki, styrktaraðilum, bæjarbúum og öllum landsmönnum. Það eru spennandi tímar í vændum.“ Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við erum búnir að vera í smá naflaskoðun því það hefur svo margt breyst á þessum tíma. Þetta er tólfta hátíðin,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn af aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Fyrirkomulag hátíðarinnar mun breytast í ár miðað við undanfarin ár en aðstandendur hátíðarinnar hafa meðal annars nýtt sér álit tónlistarmanna og gesta sem kynni hafa haft af hátíðinni til þess að betrumbæta hana að öllu leyti. „Að menn séu að koma vestur yfir heila helgi til þess að spila í korter, tuttugu mínútur er ekki alveg málið. Við ætlum að leyfa hljómsveitunum að fá rýmri tíma en þá munu mögulega færri listamenn koma fram,“ segir Mugison. Það hefur tíðkast að hljómsveitir spili ókeypis á hátíðinni en nú vilja aðstandendur hátíðarinnar reyna að koma til móts við listamennina. „Við ætlum að borga einhvers konar málamiðlunarpeninga, svo menn komi nú ekki út í mínus yfir helgina. Í ár verður öllum borgað eitthvað á einhvern hátt. Þetta var öðruvísi þegar við vorum að gera þetta í góðu flippi um páska en nú hefur þetta stækkað svo mikið og breyst.“Mugison kemur fram.vísir/stefánLokað hefur verið fyrir umsóknir til þess að koma fram á hátíðinni en Mugison segir að listinn sé afar langur og líti vel út. „Við erum komnir með of mikið af umsóknum, þannig að umsóknarfresturinn er liðinn. Það er kominn mikill valkvíði í okkur. Við erum svo ótrúlega rík af frábærum listamönnum.“ Dagskráin verður að öllum líkindum styttri á sjálfum tónleikastaðnum svo að fleiri á Ísafirði og nærsveitum fái tækifæri til að bjóða upp á tónlist og aðra skemmtun á kvöldin. „Við hættum líklega í kringum miðnætti í ár. Við viljum leyfa vertum og öðrum að njóta fólksins. Aldrei fór ég suður hefur alltaf verið stórt samfélagsverkefni hjá okkur fyrir vestan en mun snerta samfélagið mun meira í ár en nokkru sinni áður.“ Þá á að reyna að hafa meiri dagskrá yfir daginn og láta bæinn lifna enn meira við að deginum til. „Við höfum verið að hvetja verta og stuðbolta til að reyna að gera meira til dæmis yfir daginn. Sjálf erum við í Aldrei fór ég suður-teyminu að undirbúa stóran fund á laugardeginum þar sem við fáum poppara með örfyrirlestra og ræðum ýmis mál tengt tónlistarheiminum. Svo viljum við láta bæinn lifna enn þá meira við og hafa til dæmis þynnkutónleika sem gætu verið afbragðs lækningarleið fyrir fólk sem glímir við þynnkur,“ segir Mugison og hlær. Þegar hefur verið tryggt að hljómsveitirnar Prins Póló, Pink street boys, Mugison og Hemúllinn komi fram en frekari tíðinda er að vænta úr herbúðum Aldrei fór ég suður á næstu dögum. „Við erum að slá lokahönd á dagskrána og erum mega spennt að kynna Aldrei fór ég suður útgáfu 2.0 fyrir samstarfsfólki, styrktaraðilum, bæjarbúum og öllum landsmönnum. Það eru spennandi tímar í vændum.“
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“