Flexaði vöðvana í Talent og fékk fimmtíu vinabeiðnir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. febrúar 2015 08:30 Dagbjartur kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu og spjótkast á hug hans allan. vísir/valli Dagbjartur Daði Jónsson kom fram í þriðja þætti Ísland Got Talent en þar hermdi hann á frumlegan hátt eftir útgáfu Andy Serkis af Gollri úr Hringadróttinssögu. Vinabeiðnum hefur rignt yfir drenginn á Facebook síðan þátturinn var sýndur á sunnudaginn. „Facebook sprakk eiginlega hjá mér. Ég er kominn með einhverjar fimmtíu vinabeiðnir,“ segir hinn sautján ára gamli Dagbjartur. Nær allar vinabeiðnirnar komu frá stelpum. Eftir að dómarar höfðu gert upp hug sinn bauð Jón Jónsson honum upp á að nýta síðustu sekúndurnar á sviðinu til að hnykla vöðvana. Eftir þáttinn tísti Dagbjartur á Twitter að Jón Jónsson væri sennilega besti vængmaður sögunnar og hann ætti erfitt með svefn sökum truflana frá Facebook. „Jón á einhver verðlaun skilið fyrir þetta,“ segir Dagbjartur.@jonjonssonmusic Takk fyrir að vera mjög líklega besti wingman ever get varla sofið yfir facebook! #IGT2 — Dagbjartur Jónsson (@DagbjarturJnsso) February 8, 2015 Aðspurður segist hann hafi lengi getað hermt eftir Gollri. Hann hafi uppgötvað það í sjöunda bekk en stutt er síðan hann áttaði sig á því að það væru fáir sem byggju yfir þessum hæfileika. „Ég ákvað sjálfur að taka þátt. Það var engin utanaðkomandi pressa.“ Hann fékk þrjú nei frá dómurunum en Selma Björnsdóttir spurði hann hvort hann ætti til fleiri eftirhermur í pokahorninu. Dagbjartur neitaði því en sagði að hann væri búinn að undirbúa atriði ef hann kæmist áfram. „Ég hafði hugsað mér að láta Gollri og Smjagal taka „rappbattl“. Ég var byrjaður að undirbúa textann og ætlaði að hafa frumsaminn takt undir.“ Hann ætlaði ekki að láta þar við sitja heldur vera í fullum skrúða, aðeins íklæddur lendaskýlu og málaður sem Gollrir. Niðurstaða dómaranna þýðir að það atriði mun líklega ekki rata á skjái landsmanna. Dagbjartur stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi þegar hann er ekki upptekinn við að herma eftir persónu Tolkiens. Hann stundar einnig spjótkast af kappi en Dagbjartur kemur úr mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Móðir hans er hlaupadrottningin Martha Ernstsdóttir og hann og Aníta Hinriksdóttir eru systkinabörn. „Spjótkastið er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Dagbjartur. Í fyrra varð hann í fjórða sæti á Meistaramóti Íslands í spjótkasti fullorðinna auk þess að bera höfuð og herðar yfir keppendur í unglingaflokki. Hann keppti einnig í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í Bakú í Aserbaídsjan. „Ég veit ekki hvort þetta „flex“ mun skila einhverju en það væri gaman,“ segir hann. Ísland Got Talent Tengdar fréttir „Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40 Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52 Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33 Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Dagbjartur Daði Jónsson kom fram í þriðja þætti Ísland Got Talent en þar hermdi hann á frumlegan hátt eftir útgáfu Andy Serkis af Gollri úr Hringadróttinssögu. Vinabeiðnum hefur rignt yfir drenginn á Facebook síðan þátturinn var sýndur á sunnudaginn. „Facebook sprakk eiginlega hjá mér. Ég er kominn með einhverjar fimmtíu vinabeiðnir,“ segir hinn sautján ára gamli Dagbjartur. Nær allar vinabeiðnirnar komu frá stelpum. Eftir að dómarar höfðu gert upp hug sinn bauð Jón Jónsson honum upp á að nýta síðustu sekúndurnar á sviðinu til að hnykla vöðvana. Eftir þáttinn tísti Dagbjartur á Twitter að Jón Jónsson væri sennilega besti vængmaður sögunnar og hann ætti erfitt með svefn sökum truflana frá Facebook. „Jón á einhver verðlaun skilið fyrir þetta,“ segir Dagbjartur.@jonjonssonmusic Takk fyrir að vera mjög líklega besti wingman ever get varla sofið yfir facebook! #IGT2 — Dagbjartur Jónsson (@DagbjarturJnsso) February 8, 2015 Aðspurður segist hann hafi lengi getað hermt eftir Gollri. Hann hafi uppgötvað það í sjöunda bekk en stutt er síðan hann áttaði sig á því að það væru fáir sem byggju yfir þessum hæfileika. „Ég ákvað sjálfur að taka þátt. Það var engin utanaðkomandi pressa.“ Hann fékk þrjú nei frá dómurunum en Selma Björnsdóttir spurði hann hvort hann ætti til fleiri eftirhermur í pokahorninu. Dagbjartur neitaði því en sagði að hann væri búinn að undirbúa atriði ef hann kæmist áfram. „Ég hafði hugsað mér að láta Gollri og Smjagal taka „rappbattl“. Ég var byrjaður að undirbúa textann og ætlaði að hafa frumsaminn takt undir.“ Hann ætlaði ekki að láta þar við sitja heldur vera í fullum skrúða, aðeins íklæddur lendaskýlu og málaður sem Gollrir. Niðurstaða dómaranna þýðir að það atriði mun líklega ekki rata á skjái landsmanna. Dagbjartur stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi þegar hann er ekki upptekinn við að herma eftir persónu Tolkiens. Hann stundar einnig spjótkast af kappi en Dagbjartur kemur úr mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Móðir hans er hlaupadrottningin Martha Ernstsdóttir og hann og Aníta Hinriksdóttir eru systkinabörn. „Spjótkastið er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Dagbjartur. Í fyrra varð hann í fjórða sæti á Meistaramóti Íslands í spjótkasti fullorðinna auk þess að bera höfuð og herðar yfir keppendur í unglingaflokki. Hann keppti einnig í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í Bakú í Aserbaídsjan. „Ég veit ekki hvort þetta „flex“ mun skila einhverju en það væri gaman,“ segir hann.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir „Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40 Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52 Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33 Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
„Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40
Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52
Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33
Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16