Kvikmyndin Thelma og Louise fagnar tuttugu og fimm ára afmæli á þessu ári.
Aðalleikkonur myndarinnar Geena Davies og Susan Sarandon hafa í hyggju að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni afmælisins og voru uppi hugmyndir um að þær myndu keyra um Bandaríkin, líkt og þær gerðu í myndinni.
„Okkur þykir vænt um myndina og berum miklar tilfinningar til hennar og finnst við ættum að fagna afmælinu og gera eitthvað í „girl power“ í tilefni þess,“ segir Davis.
Myndin var á sínum tíma tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Thelma og Louise 25 ára
