Brjálning Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Margir ættingjar og fjölskylduvinir keyptu íbúðir og byggðu hús þegar ég var barn. Því fylgdi yfirleitt málningarvinna, sem var eiginlega bara aðeins sóðalegri útgáfa af ættarmóti. Börnunum í stórfjölskyldunni – sem á tímabili var bara ég – var plantað fyrir framan lítinn og tiltölulega auðveldan vegg sem erfitt var að skemma. Ég málaði og fannst ég gera gagn. Síðan þá hef ég staðið í þeirri trú að málningarvinna sé skemmtileg. En það er fjarri sannleikanum. Fyrir fullorðna er málningarvinna nefnilega álíka skemmtileg og að fylla út þrjátíu skattskýrslur í röð. Hún er seinleg, tekur líkamlega á og ef þú vandar þig ekki þarftu að þola mistökin beint fyrir framan þig til eilífðarnóns. Það kemur enginn fullorðinn að laga helgidaga og slettur. Ég er á fjórða degi í málningarvinnu og þegar ég skrifa þetta er ég með hvítar rendur undir nöglunum, harðsperrur, vöðvabólgu og vægar heilaskemmdir eftir málningargufurnar. Ég er búinn að fara þrjár umferðir á alla veggi og öll loft. Enn glittir í gamla litinn og ég þarf að fara fjórðu. Fyrri íbúar ákváðu að hafa veggina rjómahvíta með rauðbrúnum blæ – lit sem minnir helst á Skólajógúrt með súkkulaði og jarðarberjum. Hvað gengur fólki til? Er ekki hægt að setja löggjöf um liti á veggjum, rétt eins og liti í umferðarljósum og á brunahönum? Ofan á þetta er ég orðinn kolbrjálaður í skapinu og get ómögulega losnað við „Að innan ég prýði með Polytex“ af heilanum. Þrælgóð en villandi auglýsing, sem bendir til þess að málningarvinna sé auðveld og snyrtileg. Ég verð líklega að sætta mig við það að vera undir meðallagi góður málari. Ég er búinn að brjóta tvær rúllur og eyðileggja fötin mín. En gott og vel, þá verður bara illa málað heima hjá mér. Ég hengi þá bara upp fleiri myndir á veggina í staðinn. Pabbi ætlar samt að mæta til mín í kvöld til að laga helgidaga og slettur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Margir ættingjar og fjölskylduvinir keyptu íbúðir og byggðu hús þegar ég var barn. Því fylgdi yfirleitt málningarvinna, sem var eiginlega bara aðeins sóðalegri útgáfa af ættarmóti. Börnunum í stórfjölskyldunni – sem á tímabili var bara ég – var plantað fyrir framan lítinn og tiltölulega auðveldan vegg sem erfitt var að skemma. Ég málaði og fannst ég gera gagn. Síðan þá hef ég staðið í þeirri trú að málningarvinna sé skemmtileg. En það er fjarri sannleikanum. Fyrir fullorðna er málningarvinna nefnilega álíka skemmtileg og að fylla út þrjátíu skattskýrslur í röð. Hún er seinleg, tekur líkamlega á og ef þú vandar þig ekki þarftu að þola mistökin beint fyrir framan þig til eilífðarnóns. Það kemur enginn fullorðinn að laga helgidaga og slettur. Ég er á fjórða degi í málningarvinnu og þegar ég skrifa þetta er ég með hvítar rendur undir nöglunum, harðsperrur, vöðvabólgu og vægar heilaskemmdir eftir málningargufurnar. Ég er búinn að fara þrjár umferðir á alla veggi og öll loft. Enn glittir í gamla litinn og ég þarf að fara fjórðu. Fyrri íbúar ákváðu að hafa veggina rjómahvíta með rauðbrúnum blæ – lit sem minnir helst á Skólajógúrt með súkkulaði og jarðarberjum. Hvað gengur fólki til? Er ekki hægt að setja löggjöf um liti á veggjum, rétt eins og liti í umferðarljósum og á brunahönum? Ofan á þetta er ég orðinn kolbrjálaður í skapinu og get ómögulega losnað við „Að innan ég prýði með Polytex“ af heilanum. Þrælgóð en villandi auglýsing, sem bendir til þess að málningarvinna sé auðveld og snyrtileg. Ég verð líklega að sætta mig við það að vera undir meðallagi góður málari. Ég er búinn að brjóta tvær rúllur og eyðileggja fötin mín. En gott og vel, þá verður bara illa málað heima hjá mér. Ég hengi þá bara upp fleiri myndir á veggina í staðinn. Pabbi ætlar samt að mæta til mín í kvöld til að laga helgidaga og slettur.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun