Hönnun Reykjavík Letterpress hjá IKEA 3. mars 2015 09:29 Þær Ólöf og Hildur hjá Reykjavík Letterpress trúa því að þetta tækifæri opni fyrir þeim einhverjar dyr.Fréttablaðið/Ernir Vísir Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letterpress var fengið til þess að hanna línu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA. „Þetta er bara rosalega spennandi. Við gerðum okkur engan veginn grein fyrir hvaða þýðingu þetta myndi hafa,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi og hönnuður Reykjavík Letterpress ásamt Hildi Sigurðardóttur. „Hún Sigga Heimis, sem hefur verið hönnuður fyrir IKEA, vissi af okkur og benti á okkur,“ segir Ólöf. Verkefnið er hluti af nýrri hugmyndafræði hjá IKEA þar sem ætlunin er að vera með hliðarvörulínur til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Þemað í ár er matur og allt sem honum tengist og hvernig við getum gert fallegt hjá okkur í kringum matmálstíma,“ segir Ólöf. Línan sem þær hönnuðu samanstendur af límmiðum, merkimiðum, bréfpokum og slíku. „Okkar verkefni var að upphugsa alls kyns merkingar og lausnir fyrir fólk sem vill nýta árstíðabundna uppskeru og hvernig fallegt væri að geyma og merkja. Það er fátt gleðilegra en að fá heimalagað góðgæti í fallegu íláti og merkimiðarnir frá okkur auðvelda að skreyta heimaframleiðsluna,“ segir hún. Línan er væntanleg í allar verslanir IKEA í júlí eða ágúst á þessu ári. „Venjulega tekur svona hönnunar- og framleiðsluferli nýrrar vöru í kringum þrjú ár, en þessar nýju lífsstílsvörulínur eru með mun styttri framleiðslutíma og eru ekki í sölu í nema 4-6 vikur. Það verður því skemmtilegt fyrir viðskiptavinina að fá eitthvað nýtt og ferskt í bland við það sem hefur lifað af margra ára veru í búðunum,“ bætir Ólöf við. Hún segir tækifæri sem þetta vera ómetanlegt. „Vonandi eigum við eftir að vinna fleiri skemmtileg verkefni með þeim hjá IKEA. Við trúum því að þetta opni fyrir okkur einhverjar dyr.“ Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letterpress var fengið til þess að hanna línu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA. „Þetta er bara rosalega spennandi. Við gerðum okkur engan veginn grein fyrir hvaða þýðingu þetta myndi hafa,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi og hönnuður Reykjavík Letterpress ásamt Hildi Sigurðardóttur. „Hún Sigga Heimis, sem hefur verið hönnuður fyrir IKEA, vissi af okkur og benti á okkur,“ segir Ólöf. Verkefnið er hluti af nýrri hugmyndafræði hjá IKEA þar sem ætlunin er að vera með hliðarvörulínur til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Þemað í ár er matur og allt sem honum tengist og hvernig við getum gert fallegt hjá okkur í kringum matmálstíma,“ segir Ólöf. Línan sem þær hönnuðu samanstendur af límmiðum, merkimiðum, bréfpokum og slíku. „Okkar verkefni var að upphugsa alls kyns merkingar og lausnir fyrir fólk sem vill nýta árstíðabundna uppskeru og hvernig fallegt væri að geyma og merkja. Það er fátt gleðilegra en að fá heimalagað góðgæti í fallegu íláti og merkimiðarnir frá okkur auðvelda að skreyta heimaframleiðsluna,“ segir hún. Línan er væntanleg í allar verslanir IKEA í júlí eða ágúst á þessu ári. „Venjulega tekur svona hönnunar- og framleiðsluferli nýrrar vöru í kringum þrjú ár, en þessar nýju lífsstílsvörulínur eru með mun styttri framleiðslutíma og eru ekki í sölu í nema 4-6 vikur. Það verður því skemmtilegt fyrir viðskiptavinina að fá eitthvað nýtt og ferskt í bland við það sem hefur lifað af margra ára veru í búðunum,“ bætir Ólöf við. Hún segir tækifæri sem þetta vera ómetanlegt. „Vonandi eigum við eftir að vinna fleiri skemmtileg verkefni með þeim hjá IKEA. Við trúum því að þetta opni fyrir okkur einhverjar dyr.“
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira