Ferðaþjónustan og sveitarfélögin Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Umræðan um gjaldtöku af ferðamönnum sem heimsækja Ísland er enn í fullum gangi og hefur fólk úr ýmsum áttum lagt orð í belg, enda gríðarlega mikilvægt og umfangsmikið mál. Í raun hefði verið eðlilegra að sú umræða sem nú er í gangi í samfélaginu hefði átt sér stað fyrr og auðvitað áður en iðnaðarráðherra lagði fram frumvarp um náttúrupassa. Umræða og skoðanaskipti um þetta málefni áttu sér nefnilega aldrei stað, heldur var óskilgreind hugmynd sem var kölluð „náttúrupassi“ gripin á lofti og henni gefnir vængir. Það er svo ótal margt sem hefur komið fram við nánari hugsun og skoðun fjölmargra aðila, sem betur hefði verið hugað að fyrr. Við höfum nýverið í tveimur greinum hér í Fréttablaðinu, fjallað um rök gegn náttúrupassanum og rök fyrir því að tekið verði upp komugjald í einhverri mynd. Við stöndum heilshugar við það sem þar kom fram en viljum nú bæta við hugleiðingum um svokallaðan staðarskatt/svæðisskatt/borgarskatt („Kurtaxe“, „City Tax“)sem mögulega leið eða hluta af blandaðri leið, t.d. viðbót við komugjöld. Sú umræða er að verða æ háværari að einstök sveitarfélög á Íslandi, sem taka á móti þúsundum ef ekki hundruðum þúsunda ferðamanna ár hvert, hafi litlar sem engar tekjur af atvinnugreininni, en hins vegar séu gerðar á þau alls kyns kröfur, hvað varðar aðstöðu og aðbúnað fyrir ferðamennina. Einnig má því miður í vaxandi mæli heyra neikvæðar raddir meðal íbúa einstakra svæða, sem eru farnir að líta á ferðamenn sem truflun og jafnvel skaðvalda í samfélaginu. Með auknu umfangi ferðaþjónustu undanfarinna ára er mjög eðlilegt að þetta komi upp og eitthvað sem mátti búast við miðað við reynslu þjóða með mörg hundruð ára reynslu af atvinnugreininni ferðaþjónustu.Löng hefð fyrir svæðisskatti Það væri mjög æskilegt að á Íslandi verði til tekjustofn sem tilheyrir beint þeim sveitarfélögum sem taka á móti ferðamönnum. Leiðin til þess er í gegnum gjald sem við skulum hér kalla „svæðisskatt“. Löng hefð er fyrir þess konar skatti í Evrópu, t.d. í Þýskalandi, þar sem þess háttar skattur var lagður á í Baden-Baden árið 1507 og í Austurríki, þar sem skatturinn var fyrst lagður á árið 1842. Þessi skattur er oftast greiddur samhliða gistingu og síðan greiddur beint af rekstraraðila til viðkomandi sveitarfélags, án millilendingar í ríkissjóði. Sveitarfélögin ráða upphæðinni sjálf og samkeppni á millil svæða tryggir að gjaldið fari ekki úr böndunum. Þessi aðferð gerir sveitarfélögum kleift að fjárfesta í innviðum og þjónustu, sem einstaklingar sjá sér ekki hag í að byggja upp og reka, s.s. göngustígum, útsýnispöllum, bílastæðum, salernisþjónustu og mörgu fleiru. Á sama tíma verður ávinningur samfélagsins af þjónustu við ferðamenn íbúum svæðanna greinilegri og sjálfkrafa skapast þrýstingur frá nærumhverfinu á rekstraraðila viðkomandi svæðis að vera með löglega og skráða starfsemi. Eins og oft hefur verið bent á, er algjör óþarfi fyrir okkur Íslendinga að finna upp hjólið hvað varðar hinar ýmsu aðgerðir í ferðaþjónustunni. Nær er að læra af þjóðum sem hafa öldum saman tekið á móti gestum og rekið sig á flest það sem við erum nú að reka okkur á með látum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um gjaldtöku af ferðamönnum sem heimsækja Ísland er enn í fullum gangi og hefur fólk úr ýmsum áttum lagt orð í belg, enda gríðarlega mikilvægt og umfangsmikið mál. Í raun hefði verið eðlilegra að sú umræða sem nú er í gangi í samfélaginu hefði átt sér stað fyrr og auðvitað áður en iðnaðarráðherra lagði fram frumvarp um náttúrupassa. Umræða og skoðanaskipti um þetta málefni áttu sér nefnilega aldrei stað, heldur var óskilgreind hugmynd sem var kölluð „náttúrupassi“ gripin á lofti og henni gefnir vængir. Það er svo ótal margt sem hefur komið fram við nánari hugsun og skoðun fjölmargra aðila, sem betur hefði verið hugað að fyrr. Við höfum nýverið í tveimur greinum hér í Fréttablaðinu, fjallað um rök gegn náttúrupassanum og rök fyrir því að tekið verði upp komugjald í einhverri mynd. Við stöndum heilshugar við það sem þar kom fram en viljum nú bæta við hugleiðingum um svokallaðan staðarskatt/svæðisskatt/borgarskatt („Kurtaxe“, „City Tax“)sem mögulega leið eða hluta af blandaðri leið, t.d. viðbót við komugjöld. Sú umræða er að verða æ háværari að einstök sveitarfélög á Íslandi, sem taka á móti þúsundum ef ekki hundruðum þúsunda ferðamanna ár hvert, hafi litlar sem engar tekjur af atvinnugreininni, en hins vegar séu gerðar á þau alls kyns kröfur, hvað varðar aðstöðu og aðbúnað fyrir ferðamennina. Einnig má því miður í vaxandi mæli heyra neikvæðar raddir meðal íbúa einstakra svæða, sem eru farnir að líta á ferðamenn sem truflun og jafnvel skaðvalda í samfélaginu. Með auknu umfangi ferðaþjónustu undanfarinna ára er mjög eðlilegt að þetta komi upp og eitthvað sem mátti búast við miðað við reynslu þjóða með mörg hundruð ára reynslu af atvinnugreininni ferðaþjónustu.Löng hefð fyrir svæðisskatti Það væri mjög æskilegt að á Íslandi verði til tekjustofn sem tilheyrir beint þeim sveitarfélögum sem taka á móti ferðamönnum. Leiðin til þess er í gegnum gjald sem við skulum hér kalla „svæðisskatt“. Löng hefð er fyrir þess konar skatti í Evrópu, t.d. í Þýskalandi, þar sem þess háttar skattur var lagður á í Baden-Baden árið 1507 og í Austurríki, þar sem skatturinn var fyrst lagður á árið 1842. Þessi skattur er oftast greiddur samhliða gistingu og síðan greiddur beint af rekstraraðila til viðkomandi sveitarfélags, án millilendingar í ríkissjóði. Sveitarfélögin ráða upphæðinni sjálf og samkeppni á millil svæða tryggir að gjaldið fari ekki úr böndunum. Þessi aðferð gerir sveitarfélögum kleift að fjárfesta í innviðum og þjónustu, sem einstaklingar sjá sér ekki hag í að byggja upp og reka, s.s. göngustígum, útsýnispöllum, bílastæðum, salernisþjónustu og mörgu fleiru. Á sama tíma verður ávinningur samfélagsins af þjónustu við ferðamenn íbúum svæðanna greinilegri og sjálfkrafa skapast þrýstingur frá nærumhverfinu á rekstraraðila viðkomandi svæðis að vera með löglega og skráða starfsemi. Eins og oft hefur verið bent á, er algjör óþarfi fyrir okkur Íslendinga að finna upp hjólið hvað varðar hinar ýmsu aðgerðir í ferðaþjónustunni. Nær er að læra af þjóðum sem hafa öldum saman tekið á móti gestum og rekið sig á flest það sem við erum nú að reka okkur á með látum.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun