Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Sjaldséður stöðugleiki ríkir um þessar mundir í íslensku efnahagslífi. Jákvæð teikn eru á lofti og þrátt fyrir fjármagnshöft virðist nokkurt jafnvægi á íslensku hagkerfi – verðbólga er lítil, gengi krónunnar er stöðugt, jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, atvinnuleysi hefur minnkað og ríkissjóður var rekinn með afgangi á liðnu ári. Þá má segja að uppfærð hagspá Seðlabankans gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni, en gangi spá bankans eftir mun hér ríkja stöðugleiki allt fram til ársins 2018. Bjartsýni er góð svo lengi sem við látum ekki blindast af henni og gott gengi réttlætir ekki kæruleysi. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en við vitum af fenginni reynslu hversu miklu máli niðurstaða kjarasamninga getur skipt fyrir íslenskt efnahagslíf. Það hversu mikið ber í milli í kröfum verkalýðsfélaga og hugmyndum atvinnurekenda er alvarlegt. Kjarasamningar gegna mikilvægu hagstjórnarhlutverki, enda einn helsti áhrifaþáttur verðbólgu á Íslandi. Til langs tíma getur kaupmáttur launa ekki vaxið umfram framleiðnivöxt hagkerfisins og því munu launahækkanir umfram verðmætasköpun fyrirtækja ávallt leiða til aukinnar verðbólgu. Þetta hefur reynslan sýnt og ætti ekki að vera umdeilt. Þrátt fyrir það hafa launahækkanir á Íslandi sjaldnast tekið mið af þessari vitneskju og skyldi því engan undra að verðbólgusaga okkar er eins og hún er. Það er merkilegt, ekki síst vegna þess að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækkað í samræmi við vöxt hagkerfisins og hefur það skilað sér í lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi. Er vilji til að læra af reynslunni? Nýlegir samningar ríkisins við lækna um 30% launahækkun á næstu þremur árum gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Þó læknar séu fámennur hópur í hlutfalli við vinnumarkaðinn er enginn eyland og fylgi aðrir hópar eru áhrifin fyrirséð. Auðvitað geta ytri þættir eins og batnandi viðskiptakjör skapað viðbótarsvigrúm til launahækkana. Við sáum slíkt á síðasta ári, launavísitala Hagstofunnar í árslok mældist ríflega 6% en á sama tíma mældist verðbólgan undir einu prósentustigi og hefur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höfum verið heppin, batnandi viðskiptakjör og styrking krónunnar unnu gegn launaverðbólgunni. Hugsanlega getum við orðið heppin á árinu 2015, tekið sjensinn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna. Mikilvægt er að hafa í huga að íslensk heimili eru ekki aðeins næm fyrir verðbólgu heldur einnig vaxtahækkunum, en aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur aukið áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði. Seðlabankinn hefur sýnt það í verki að hann hækkar vexti fljótt telji hann verðstöðugleika ógnað og nægir að líta til síðustu tvennra kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. Seðlabankanum ber að beita vöxtum til að halda aftur af verðbólguþrýstingi og er vaxtastigið því afleiðing en ekki orsök. Niðurstaða kjarasamninga ræður að miklu leyti för. Á endanum snýst þetta um hið margumtalaða svigrúm. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á stærð þess en ramminn er nokkuð þekktur. Engar undirliggjandi hagstærðir réttlæta tuga prósenta launahækkanir og verði um þær samið munu þær jafnast út í verðbólgu. Ef áfram verður litið fram hjá því við gerð kjarasamninga mun lítið ávinnast. Er ekki kominn tími til að velja raunhæfari leiðir til að auka kaupmátt og reyna fyrir alvöru að bæta lífskjör okkar til langs tíma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldséður stöðugleiki ríkir um þessar mundir í íslensku efnahagslífi. Jákvæð teikn eru á lofti og þrátt fyrir fjármagnshöft virðist nokkurt jafnvægi á íslensku hagkerfi – verðbólga er lítil, gengi krónunnar er stöðugt, jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, atvinnuleysi hefur minnkað og ríkissjóður var rekinn með afgangi á liðnu ári. Þá má segja að uppfærð hagspá Seðlabankans gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni, en gangi spá bankans eftir mun hér ríkja stöðugleiki allt fram til ársins 2018. Bjartsýni er góð svo lengi sem við látum ekki blindast af henni og gott gengi réttlætir ekki kæruleysi. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en við vitum af fenginni reynslu hversu miklu máli niðurstaða kjarasamninga getur skipt fyrir íslenskt efnahagslíf. Það hversu mikið ber í milli í kröfum verkalýðsfélaga og hugmyndum atvinnurekenda er alvarlegt. Kjarasamningar gegna mikilvægu hagstjórnarhlutverki, enda einn helsti áhrifaþáttur verðbólgu á Íslandi. Til langs tíma getur kaupmáttur launa ekki vaxið umfram framleiðnivöxt hagkerfisins og því munu launahækkanir umfram verðmætasköpun fyrirtækja ávallt leiða til aukinnar verðbólgu. Þetta hefur reynslan sýnt og ætti ekki að vera umdeilt. Þrátt fyrir það hafa launahækkanir á Íslandi sjaldnast tekið mið af þessari vitneskju og skyldi því engan undra að verðbólgusaga okkar er eins og hún er. Það er merkilegt, ekki síst vegna þess að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækkað í samræmi við vöxt hagkerfisins og hefur það skilað sér í lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi. Er vilji til að læra af reynslunni? Nýlegir samningar ríkisins við lækna um 30% launahækkun á næstu þremur árum gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Þó læknar séu fámennur hópur í hlutfalli við vinnumarkaðinn er enginn eyland og fylgi aðrir hópar eru áhrifin fyrirséð. Auðvitað geta ytri þættir eins og batnandi viðskiptakjör skapað viðbótarsvigrúm til launahækkana. Við sáum slíkt á síðasta ári, launavísitala Hagstofunnar í árslok mældist ríflega 6% en á sama tíma mældist verðbólgan undir einu prósentustigi og hefur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höfum verið heppin, batnandi viðskiptakjör og styrking krónunnar unnu gegn launaverðbólgunni. Hugsanlega getum við orðið heppin á árinu 2015, tekið sjensinn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna. Mikilvægt er að hafa í huga að íslensk heimili eru ekki aðeins næm fyrir verðbólgu heldur einnig vaxtahækkunum, en aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur aukið áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði. Seðlabankinn hefur sýnt það í verki að hann hækkar vexti fljótt telji hann verðstöðugleika ógnað og nægir að líta til síðustu tvennra kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. Seðlabankanum ber að beita vöxtum til að halda aftur af verðbólguþrýstingi og er vaxtastigið því afleiðing en ekki orsök. Niðurstaða kjarasamninga ræður að miklu leyti för. Á endanum snýst þetta um hið margumtalaða svigrúm. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á stærð þess en ramminn er nokkuð þekktur. Engar undirliggjandi hagstærðir réttlæta tuga prósenta launahækkanir og verði um þær samið munu þær jafnast út í verðbólgu. Ef áfram verður litið fram hjá því við gerð kjarasamninga mun lítið ávinnast. Er ekki kominn tími til að velja raunhæfari leiðir til að auka kaupmátt og reyna fyrir alvöru að bæta lífskjör okkar til langs tíma?
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar