Lét mig aldrei dreyma um að komast þarna inn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 06:00 Sigmundur Már Herbertsson við störf í Domino's-deildinni, þar sem hann hefur verið í hópi bestu dómara um árabil. fréttablaðið/vilhelm Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira