Vísindi virka ekki eins og guð og jólasveinninn Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Húmbúkk og hindurvitni eru ekki skaðlaus skemmtun. Spyrjið bara hvíta nashyrninginn. Norðurafríska undirtegund hvíta nashyrningsins sem bjó á sléttum Mið- og Austur-Afríku. Þangað til nýlega. Sú trú fer nú eins og eldur um sinu að horn nashyrninga geti læknað krabbamein og aðra illvíga sjúkdóma. Kílóverð þeirra er jafnhátt og kílóverðið á gulli. Vegna mikillar eftirspurnar eftir nashyrningahornum, einkum í Kína, hafa veiðiþjófar leikið tegundina grátt. Er svo komið að aðeins fimm dýr eru eftir af norðurafrískri deilitegund hvíta nashyrningsins. Dagar hennar eru taldir.Þegar heilinn dettur út Víðsýni þykir móðins. Að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum þykir gott. Nokkuð hefur þó borið á því undanfarið að fólk nálgist hlutina með svo opnum hug að heilinn detti út. Gott dæmi um þetta er viðhorf í garð bólusetninga. Þökk sé þeirri uppfinningu sem bólusetning er höfum við fæst orðið vitni að afleiðingum sjúkdóma á borð við mislinga, mænusótt og kíghósta. En upp er risin einhvers konar hreyfing andvísindahyggju, fólks sem virðist líta svo á að helstu afrek læknavísindanna séu eins og guð eða jólasveinninn, maður ræður hvort maður trúi á þau eða ekki. Hópar foreldra virðast telja bólusetningar barna sinna vettvang til einhvers konar sjálfstjáningar. Að bólusetja eða ekki bólusetja er allt í einu orðin einhver spurning um frjóa og sjálfstæða hugsun, tækifæri til að synda á móti straumnum, ekki vera hjarðdýr. Fólk með tíu Iittala-kertastjaka í gluggakistunni sinni í sama lit og nágranninn grípur skyndilega tækifærið til að vera öðruvísi: „Ég meika ekki alveg hippsteraskegg og harembuxur en með því að bólusetja ekki barnið mitt get ég loksins verið retró, fengið útrás fyrir náttúrubarnið í mér. Það sakar ekki heldur að þurfa ekki að horfa upp á einhvern smákrakka sem kallar sig lækni reka nál í nýja barnið mitt – hvenær fór læknadeildin að útskrifa unglinga?“„Þetta er bara fákunnátta“ Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í síðustu viku kom fram að allt að tólf prósent íslenskra barna eru ekki bólusett. Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir sagðist af því tilefni í fréttum Stöðvar tvö ekki skilja foreldra sem ekki bólusetja börn sín. „Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað.“ Þegar undirrituð var í grunnskóla heimsótti bekkinn reglulega heilbrigðisstarfsfólk sem hafði meðferðis glerkrús sem í var illa farið mannslunga, svart og rotið svo það minnti helst á laskaðan sláturkepp. Lungað var úr stórreykingamanni og var tilgangur heimsóknarinnar að koma í veg fyrir að við krakkarnir byrjuðum að reykja. Það er spurning hvort kynna þurfi fyrir verðandi foreldrum afleiðingar þeirra sjúkdóma sem bólusetningar vernda okkur gegn með sams konar átaki.Bullið öðlaðist sjálfstætt líf Myndu þeir foreldrar sem ákveða að bólusetja ekki börn sín hafna jafnafdráttarlaust öðrum uppgötvunum læknavísindanna? Segjum sem svo að þetta sama fólk félli niður af háum stalli sjálfumgleðinnar og hruflaði á sér hnéð. Það kæmi sýking í sárið. Myndi það segja við lækninn: „Nei, ég trúi ekki á sýklalyf, þú verður bara að skera af mér fótinn. Og ekkert morfín takk. En ég þigg kannski smánashyrningahorn.“ Nú kann einhver að hrista hausinn og segja: „Já, en sýklalyf og morfín eru ekki hættuleg, ekki eins og bólusetningar.“ Þeir sem hafna bólusetningum hlæja eflaust að nýríkum Kínverjum sem háma í sig möluð nashyrningahorn sér til heilsubótar. En rétt eins og enginn fótur er fyrir lækningamætti nashyrningahorna er enginn vísindalegur fótur fyrir skaðsemi bólusetninga. Vitleysan hófst árið 1998. Í breska læknatímaritinu The Lancet birtist grein eftir lækninn Andrew Wakefield þar sem því var haldið fram að samband væri milli bólusetningar við mislingum og einhverfu hjá börnum. Skelfing greip um sig meðal foreldra sem í auknum mæli neituðu að láta bólusetja börn sín. En ekki leið á löngu uns í ljós kom að niðurstöður rannsóknarinnar voru falsaðar. The Lancet dró greinina til baka. Wakefield var sviptur læknaleyfinu. En boltinn var farinn að rúlla, bullið öðlaðist sjálfstætt líf. Ábyrgð þessa eina svikahrapps er mikil. Uppspuni Wakefields um skaðsemi bólusetninga hefur valdið því að sjúkdómar sem við töldum okkur laus við skjóta nú aftur upp kollinum. En eina leiðin til að halda sóttum eins og mislingum, rauðum hundum og stífkrampa í skefjum er bólusetning. Ekki láta hafa þig að fífli. Látum öll bólusetja börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Húmbúkk og hindurvitni eru ekki skaðlaus skemmtun. Spyrjið bara hvíta nashyrninginn. Norðurafríska undirtegund hvíta nashyrningsins sem bjó á sléttum Mið- og Austur-Afríku. Þangað til nýlega. Sú trú fer nú eins og eldur um sinu að horn nashyrninga geti læknað krabbamein og aðra illvíga sjúkdóma. Kílóverð þeirra er jafnhátt og kílóverðið á gulli. Vegna mikillar eftirspurnar eftir nashyrningahornum, einkum í Kína, hafa veiðiþjófar leikið tegundina grátt. Er svo komið að aðeins fimm dýr eru eftir af norðurafrískri deilitegund hvíta nashyrningsins. Dagar hennar eru taldir.Þegar heilinn dettur út Víðsýni þykir móðins. Að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum þykir gott. Nokkuð hefur þó borið á því undanfarið að fólk nálgist hlutina með svo opnum hug að heilinn detti út. Gott dæmi um þetta er viðhorf í garð bólusetninga. Þökk sé þeirri uppfinningu sem bólusetning er höfum við fæst orðið vitni að afleiðingum sjúkdóma á borð við mislinga, mænusótt og kíghósta. En upp er risin einhvers konar hreyfing andvísindahyggju, fólks sem virðist líta svo á að helstu afrek læknavísindanna séu eins og guð eða jólasveinninn, maður ræður hvort maður trúi á þau eða ekki. Hópar foreldra virðast telja bólusetningar barna sinna vettvang til einhvers konar sjálfstjáningar. Að bólusetja eða ekki bólusetja er allt í einu orðin einhver spurning um frjóa og sjálfstæða hugsun, tækifæri til að synda á móti straumnum, ekki vera hjarðdýr. Fólk með tíu Iittala-kertastjaka í gluggakistunni sinni í sama lit og nágranninn grípur skyndilega tækifærið til að vera öðruvísi: „Ég meika ekki alveg hippsteraskegg og harembuxur en með því að bólusetja ekki barnið mitt get ég loksins verið retró, fengið útrás fyrir náttúrubarnið í mér. Það sakar ekki heldur að þurfa ekki að horfa upp á einhvern smákrakka sem kallar sig lækni reka nál í nýja barnið mitt – hvenær fór læknadeildin að útskrifa unglinga?“„Þetta er bara fákunnátta“ Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í síðustu viku kom fram að allt að tólf prósent íslenskra barna eru ekki bólusett. Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir sagðist af því tilefni í fréttum Stöðvar tvö ekki skilja foreldra sem ekki bólusetja börn sín. „Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað.“ Þegar undirrituð var í grunnskóla heimsótti bekkinn reglulega heilbrigðisstarfsfólk sem hafði meðferðis glerkrús sem í var illa farið mannslunga, svart og rotið svo það minnti helst á laskaðan sláturkepp. Lungað var úr stórreykingamanni og var tilgangur heimsóknarinnar að koma í veg fyrir að við krakkarnir byrjuðum að reykja. Það er spurning hvort kynna þurfi fyrir verðandi foreldrum afleiðingar þeirra sjúkdóma sem bólusetningar vernda okkur gegn með sams konar átaki.Bullið öðlaðist sjálfstætt líf Myndu þeir foreldrar sem ákveða að bólusetja ekki börn sín hafna jafnafdráttarlaust öðrum uppgötvunum læknavísindanna? Segjum sem svo að þetta sama fólk félli niður af háum stalli sjálfumgleðinnar og hruflaði á sér hnéð. Það kæmi sýking í sárið. Myndi það segja við lækninn: „Nei, ég trúi ekki á sýklalyf, þú verður bara að skera af mér fótinn. Og ekkert morfín takk. En ég þigg kannski smánashyrningahorn.“ Nú kann einhver að hrista hausinn og segja: „Já, en sýklalyf og morfín eru ekki hættuleg, ekki eins og bólusetningar.“ Þeir sem hafna bólusetningum hlæja eflaust að nýríkum Kínverjum sem háma í sig möluð nashyrningahorn sér til heilsubótar. En rétt eins og enginn fótur er fyrir lækningamætti nashyrningahorna er enginn vísindalegur fótur fyrir skaðsemi bólusetninga. Vitleysan hófst árið 1998. Í breska læknatímaritinu The Lancet birtist grein eftir lækninn Andrew Wakefield þar sem því var haldið fram að samband væri milli bólusetningar við mislingum og einhverfu hjá börnum. Skelfing greip um sig meðal foreldra sem í auknum mæli neituðu að láta bólusetja börn sín. En ekki leið á löngu uns í ljós kom að niðurstöður rannsóknarinnar voru falsaðar. The Lancet dró greinina til baka. Wakefield var sviptur læknaleyfinu. En boltinn var farinn að rúlla, bullið öðlaðist sjálfstætt líf. Ábyrgð þessa eina svikahrapps er mikil. Uppspuni Wakefields um skaðsemi bólusetninga hefur valdið því að sjúkdómar sem við töldum okkur laus við skjóta nú aftur upp kollinum. En eina leiðin til að halda sóttum eins og mislingum, rauðum hundum og stífkrampa í skefjum er bólusetning. Ekki láta hafa þig að fífli. Látum öll bólusetja börnin okkar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun