TiSA Ögmundur Jónasson skrifar 3. mars 2015 07:00 TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun