Hannes Hólmsteinn og þunglynda þjóðin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. mars 2015 07:00 Nýlega las ég í fréttum að Hannes Hólmsteinn væri sérlega hamingjusamur og að ástæðan væri meðal annars sú að pólitísk hugmyndafræði hans væri slíkur yndisauki í lífinu. Kemur það heim og saman við frumniðurstöður rannsóknar sem miðar að því að kanna tengsl milli þessara tveggja þátta. Það er að segja hugmyndafræði og hamingju. Svo las ég að Íslendingar væru Evrópumeistarar í neyslu á þunglyndislyfjum. Þetta er í raun sama fréttin. Auðvitað er Hannes hugmyndafræðingur hress. Þjóðinni hefur verið stýrt eftir forskrift hans ljóst og leynt í áratugi. Það er búið að færa nær alla þjóðina á markaðstorg frjálshyggjunnar, fyrir utan hluta náttúrunnar, RÚV og svo er Ómar Ragnarsson reyndar enn í þjóðareigu. Þetta hefur reynst vera hagkvæmasta leiðin, hinn frjálsi markaður virðist alltaf kunna að kveða hinar heppilegustu hagtölur. Því er búið að koma sjávarútveginum í örfáar, risastórar og hagkvæmar blokkir, landbúnaðinum einnig því markaðurinn dæmir minni bú úr leik. Sá sem er með 300 rollur nær því varla að teljast tómstundabóndi. Fyrirtæki og verslanir eru einnig komnar í stórar blokkir og verið er að vinna að því að koma landsmönnum öllum í eina risablokk í Reykjavík. Þessi frjálsi markaður hefur hvorki höfuð né hjarta svo hann kærir sig kollóttan um það hvort hlutirnir séu skemmtilegir eða leiðinlegir. Það sem verra er að flestir stjórnmálamenn eru svo samdauna markaðnum að þeir virðast heldur ekki hafa hug né hjarta. Hversu oft heyrir maður þá segja hug sinn? Aldrei. Þeir tala flestir einsog Excel-skjal á útopnu. Þeir hafa því ekki það sem þarf til að skora hugmyndafræði Hannesar á hólm. Hann stendur því þar eins og Hólmsteinn og við fáum að fljóta að frjálshyggjuósi, það er enginn lax til að leita á móti. Kannski er þetta að breytast, þökk sé listaspírum sem lentu inni á þingi þegar þjóðinni fór að leiðast ósköpin. En listaspírurnar mega aldeilis taka til hendinni. Þjóðin er orðin hræðilega einsleit og óspennandi á þessari vegferð. Og hvað á maður að gera annað í þessum stóru og hagkvæmu kössum á Lækjarbakka en að bryðja Prozac og Zoloft? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Nýlega las ég í fréttum að Hannes Hólmsteinn væri sérlega hamingjusamur og að ástæðan væri meðal annars sú að pólitísk hugmyndafræði hans væri slíkur yndisauki í lífinu. Kemur það heim og saman við frumniðurstöður rannsóknar sem miðar að því að kanna tengsl milli þessara tveggja þátta. Það er að segja hugmyndafræði og hamingju. Svo las ég að Íslendingar væru Evrópumeistarar í neyslu á þunglyndislyfjum. Þetta er í raun sama fréttin. Auðvitað er Hannes hugmyndafræðingur hress. Þjóðinni hefur verið stýrt eftir forskrift hans ljóst og leynt í áratugi. Það er búið að færa nær alla þjóðina á markaðstorg frjálshyggjunnar, fyrir utan hluta náttúrunnar, RÚV og svo er Ómar Ragnarsson reyndar enn í þjóðareigu. Þetta hefur reynst vera hagkvæmasta leiðin, hinn frjálsi markaður virðist alltaf kunna að kveða hinar heppilegustu hagtölur. Því er búið að koma sjávarútveginum í örfáar, risastórar og hagkvæmar blokkir, landbúnaðinum einnig því markaðurinn dæmir minni bú úr leik. Sá sem er með 300 rollur nær því varla að teljast tómstundabóndi. Fyrirtæki og verslanir eru einnig komnar í stórar blokkir og verið er að vinna að því að koma landsmönnum öllum í eina risablokk í Reykjavík. Þessi frjálsi markaður hefur hvorki höfuð né hjarta svo hann kærir sig kollóttan um það hvort hlutirnir séu skemmtilegir eða leiðinlegir. Það sem verra er að flestir stjórnmálamenn eru svo samdauna markaðnum að þeir virðast heldur ekki hafa hug né hjarta. Hversu oft heyrir maður þá segja hug sinn? Aldrei. Þeir tala flestir einsog Excel-skjal á útopnu. Þeir hafa því ekki það sem þarf til að skora hugmyndafræði Hannesar á hólm. Hann stendur því þar eins og Hólmsteinn og við fáum að fljóta að frjálshyggjuósi, það er enginn lax til að leita á móti. Kannski er þetta að breytast, þökk sé listaspírum sem lentu inni á þingi þegar þjóðinni fór að leiðast ósköpin. En listaspírurnar mega aldeilis taka til hendinni. Þjóðin er orðin hræðilega einsleit og óspennandi á þessari vegferð. Og hvað á maður að gera annað í þessum stóru og hagkvæmu kössum á Lækjarbakka en að bryðja Prozac og Zoloft?
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun