Ástvinir halda enn í vonina jón hákon halldórsson skrifar 9. mars 2015 07:15 Sumir ástvina farþega telja enn möguleika á að einhverjir þeirra séu lifandi. NordicPhotos/afp Þess var minnst í gær að ár var liðið frá því að malasíska flugvélin MH370 hvarf þegar hún var á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. Vélin, eða brak hennar, hefur ekki enn fundist. Stjórnvöld í Malasíu og Ástralíu segja að allt kapp verði lagt á að finna það. Mikil reiði ríkir hjá aðstandendum þeirra sem fórust með vélinni. Bráðabirgðaskýrsla hefur verið gefin út um slysið. Þeir segja að engar nýjar vísbendingar séu í skýrslunni um það hvað gerðist. Í skýrslunni má finna mikið af tæknilegum upplýsingum um vélina, viðhald á henni, bakgrunn áhafnarinnar og hvernig eftirliti flugmálayfirvalda með vélinni var háttað. Í skýrslunni eru upplýsingar um að rafhlaða í svarta kassanum hafi verið ónýt sem gæti hafa haft áhrif þegar fyrst var byrjað að leita vélarinnar. Þar eru hins vegar engar haldbærar skýringar á því hvert vélin gæti hafa farið eða hvað hafi orðið um hana. Sara Bajc missti unnusta sinn, Philip Wood, í slysinu. Hún segir að skýrslan sé gagnslaus og gagnrýnir að rannsakendur hafi einungis tekið skýrslu af 120 manns. „Það er færra fólk en í litlu og lítt fjármögnuðu einkarannsókninni okkar,“ er haft eftir Bajc á fréttavef BBC. Fleiri aðstandendur hafa sagt að rannsóknin sé gagnslaus. Stjórnvöld í Malasíu telja að líklegasta skýringin á hvarfi vélarinnar sé sú að hún hafi hrapað í suðurhluta Indlandshafs. Þar er hennar enn leitað. En BBC segir að fjölskyldur hinna látnu trúi ekki þessum kenningum vegna fálmkenndra viðbragða þeirra fyrst eftir hvarf vélarinnar. Sú staðreynd að hlutar af braki vélarinnar hafa ekki fundist hafa valdið því að ættingjar halda enn í þá von að í það minnsta einhverjir af hinum 239 farþegum hafi lifað af. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Þess var minnst í gær að ár var liðið frá því að malasíska flugvélin MH370 hvarf þegar hún var á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. Vélin, eða brak hennar, hefur ekki enn fundist. Stjórnvöld í Malasíu og Ástralíu segja að allt kapp verði lagt á að finna það. Mikil reiði ríkir hjá aðstandendum þeirra sem fórust með vélinni. Bráðabirgðaskýrsla hefur verið gefin út um slysið. Þeir segja að engar nýjar vísbendingar séu í skýrslunni um það hvað gerðist. Í skýrslunni má finna mikið af tæknilegum upplýsingum um vélina, viðhald á henni, bakgrunn áhafnarinnar og hvernig eftirliti flugmálayfirvalda með vélinni var háttað. Í skýrslunni eru upplýsingar um að rafhlaða í svarta kassanum hafi verið ónýt sem gæti hafa haft áhrif þegar fyrst var byrjað að leita vélarinnar. Þar eru hins vegar engar haldbærar skýringar á því hvert vélin gæti hafa farið eða hvað hafi orðið um hana. Sara Bajc missti unnusta sinn, Philip Wood, í slysinu. Hún segir að skýrslan sé gagnslaus og gagnrýnir að rannsakendur hafi einungis tekið skýrslu af 120 manns. „Það er færra fólk en í litlu og lítt fjármögnuðu einkarannsókninni okkar,“ er haft eftir Bajc á fréttavef BBC. Fleiri aðstandendur hafa sagt að rannsóknin sé gagnslaus. Stjórnvöld í Malasíu telja að líklegasta skýringin á hvarfi vélarinnar sé sú að hún hafi hrapað í suðurhluta Indlandshafs. Þar er hennar enn leitað. En BBC segir að fjölskyldur hinna látnu trúi ekki þessum kenningum vegna fálmkenndra viðbragða þeirra fyrst eftir hvarf vélarinnar. Sú staðreynd að hlutar af braki vélarinnar hafa ekki fundist hafa valdið því að ættingjar halda enn í þá von að í það minnsta einhverjir af hinum 239 farþegum hafi lifað af.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira