Ég vænti þess að menn vilji vinna titla með sínu félagi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2015 07:00 Sveinbjörn spilar ekki fyrir annað félag en ÍR. Vísir/stefán ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl. Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl.
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira