Fiskabúrið sem Facebook er Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. mars 2015 07:00 Eitt sinn var ég staddur á skemmtistað í Barcelona með þremur af mínum bestu vinum. Ferðalagið var frábært og við nutum lífsins í botn. Fjarri amstri hversdagsins. Við drukkum bjór, slökuðum á, fórum á fótboltaleik og borðuðum góðan mat. Á skemmtistaðnum byrjaði síminn minn að pípa. Ég hafði fengið Facebook-skilaboð frá manni sem ég þekkti. Hann vildi segja frá einhverju sem tengdist einhverri umræðunni sem var í gangi á Íslandi. Einhver hafði sagt eitthvað um eitthvað sem ég hafði skrifað einhvern tímann. Sá sem sendi mér skilaboðin vissi ekki að ég var erlendis. Þegar ég fékk skilaboðin fann ég hversu mikið mér var sama um umræðuna heima. Og þá rann upp fyrir mér hversu mikið Facebook, helsti umræðuvettvangur okkar Íslendinga, minnir mig á fiskabúr. Við erum lokuð inni í búrinu og þar tökumst við á um alls kyns álitaefni, eins og við séum að keppa í MORFÍs, með „lækin“ sem stig. Þegar maður er í útlöndum þá fattar maður hversu sorglegt þetta er allt saman í raun og veru. Í íslenska skammdeginu hjúfrum við okkur upp að tölvuskjánum og ræðum um mannréttindi, hvaða guð sé sterkastur og spyrjum hvað sé frétt og hvað ekki. Og inni í þessu fiskabúri er skórinn gjarnan níddur niður af atorkumiklu fólki sem vogar sér að vera framtakssamt í lífinu. Við erum svo nálægt hvert öðru á þessum vettvangi. Við tölum daglega við fólkið okkar á Facebook og pirrum okkur á því eins og það sé hluti af fjölskyldunni okkar. En þegar við stígum út fyrir rammann sjáum við hversu veigalítil umræðan á samfélagsmiðlum er í stóra samhenginu. Á spænska skemmtistaðnum rann þetta sem sagt allt upp fyrir mér. Já, þetta er það sem ég hugsa um á djamminu. #JátningarAfDjamminu #HógværtMont Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun
Eitt sinn var ég staddur á skemmtistað í Barcelona með þremur af mínum bestu vinum. Ferðalagið var frábært og við nutum lífsins í botn. Fjarri amstri hversdagsins. Við drukkum bjór, slökuðum á, fórum á fótboltaleik og borðuðum góðan mat. Á skemmtistaðnum byrjaði síminn minn að pípa. Ég hafði fengið Facebook-skilaboð frá manni sem ég þekkti. Hann vildi segja frá einhverju sem tengdist einhverri umræðunni sem var í gangi á Íslandi. Einhver hafði sagt eitthvað um eitthvað sem ég hafði skrifað einhvern tímann. Sá sem sendi mér skilaboðin vissi ekki að ég var erlendis. Þegar ég fékk skilaboðin fann ég hversu mikið mér var sama um umræðuna heima. Og þá rann upp fyrir mér hversu mikið Facebook, helsti umræðuvettvangur okkar Íslendinga, minnir mig á fiskabúr. Við erum lokuð inni í búrinu og þar tökumst við á um alls kyns álitaefni, eins og við séum að keppa í MORFÍs, með „lækin“ sem stig. Þegar maður er í útlöndum þá fattar maður hversu sorglegt þetta er allt saman í raun og veru. Í íslenska skammdeginu hjúfrum við okkur upp að tölvuskjánum og ræðum um mannréttindi, hvaða guð sé sterkastur og spyrjum hvað sé frétt og hvað ekki. Og inni í þessu fiskabúri er skórinn gjarnan níddur niður af atorkumiklu fólki sem vogar sér að vera framtakssamt í lífinu. Við erum svo nálægt hvert öðru á þessum vettvangi. Við tölum daglega við fólkið okkar á Facebook og pirrum okkur á því eins og það sé hluti af fjölskyldunni okkar. En þegar við stígum út fyrir rammann sjáum við hversu veigalítil umræðan á samfélagsmiðlum er í stóra samhenginu. Á spænska skemmtistaðnum rann þetta sem sagt allt upp fyrir mér. Já, þetta er það sem ég hugsa um á djamminu. #JátningarAfDjamminu #HógværtMont
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun