Smíðar smáskip í hjáverkum á Flateyri Guðrún Ansnes skrifar 19. mars 2015 12:00 Úlfar hefur ofboðslega gaman af að dúlla við skipin. Hann stefnir á að eyða meiri tíma í áhugamálið og minni tíma í hefðbundinn vinnudag. Mynd/Páll Önundarson Úlfar Önundarson kappkostar nú við að undirbúa sína fyrstu opinberu sýningu fyrir páska og mun hún fara fram í vinnuskúrnum hans á Flateyri. Hann mætti titla smáskipasmið í hjáverkum en hann hefur smíðað eftir fyrirmyndum síðan hann var tíu ára gamall. Hann stendur nú á sextugu. „Ég hef verið að smíða fjöldann allan af skipum, svo sem Titanic og svo er hér eftirmynd Bismarck sem hefur verið í vinnslu undanfarin fimm ár.“Býður rokkhunda velkomna Úlfar hefur í hyggju að laða að rokkara sem sækja alþýðuhátíðina Aldrei fór ég suður sem fyrir löngu er orðin víðfræg. Þrátt fyrir að þreyta frumraun sína í formlegu sýningarhaldi er fjarri lagi að það sé nýtt fyrir honum. Undanfarin ár hefur hann fengið til sín allt að sexhundruð manns yfir árið, í skúrinn, sem vilja berja verkin augum. Hingað til hefur Úlfar ekki sett mikið púður í markaðsmál og segir upplýsingar um skipin í skúrnum nánast alfarið hafa ferðast manna á milli. „Í skúrnum er alltaf heitt á könnunni og jafnan er bakkelsið ekki langt undan, hér kíkir fólk bara við og skoðar,“ segir Úlfar hógværðin uppmáluð.Fullkomnunarsinni Úlfar segist taka sér lengri tíma í hvert verk eftir því sem árin líða, og vill ekki um kenna hækkandi aldur heldur vaxandi fullkomnunaráráttu. „Maður var vanur að dúllast við þetta í kaffitímanum en nú tekur verkefnið mikið lengri tíma. Vinnan er núna farin að trufla mig í hobbýinu, ég ætla að fara að hætta þessari vinnu fljótlega,“ útskýrir Úlfar kíminn. Hann bætir jafnframt við að öll skipin hans hafi heljarinnar notagildi, þeim sé öllum hægt að koma fyrir í vatni. „Ég læt þau sigla um tjörnina hérna rétt hjá mér og það vekur jafnan athygli.“Fer ekki fet Aðspurður um hvort hann ætli sér að fylgja sýningunni frekar eftir og jafnvel færa hana á mölina segist Úlfar aldeilis halda ekki, enda feykinóg um að vera fyrir vestan.Fyrir áhugasama er tjéður skúr staðsettur við Drafnargötu 2 á Flateyri og öllum innilega velkomið að kíkja í kaffi og með því hjá Úlfari.Hér á Titanic ráða smáatriðin ríkjum svo það er eins gott að hafa þolinmæðina með sér í liði. Úlfar á nóg af slíku.Mynd/Páll Önundarson Aldrei fór ég suður Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Úlfar Önundarson kappkostar nú við að undirbúa sína fyrstu opinberu sýningu fyrir páska og mun hún fara fram í vinnuskúrnum hans á Flateyri. Hann mætti titla smáskipasmið í hjáverkum en hann hefur smíðað eftir fyrirmyndum síðan hann var tíu ára gamall. Hann stendur nú á sextugu. „Ég hef verið að smíða fjöldann allan af skipum, svo sem Titanic og svo er hér eftirmynd Bismarck sem hefur verið í vinnslu undanfarin fimm ár.“Býður rokkhunda velkomna Úlfar hefur í hyggju að laða að rokkara sem sækja alþýðuhátíðina Aldrei fór ég suður sem fyrir löngu er orðin víðfræg. Þrátt fyrir að þreyta frumraun sína í formlegu sýningarhaldi er fjarri lagi að það sé nýtt fyrir honum. Undanfarin ár hefur hann fengið til sín allt að sexhundruð manns yfir árið, í skúrinn, sem vilja berja verkin augum. Hingað til hefur Úlfar ekki sett mikið púður í markaðsmál og segir upplýsingar um skipin í skúrnum nánast alfarið hafa ferðast manna á milli. „Í skúrnum er alltaf heitt á könnunni og jafnan er bakkelsið ekki langt undan, hér kíkir fólk bara við og skoðar,“ segir Úlfar hógværðin uppmáluð.Fullkomnunarsinni Úlfar segist taka sér lengri tíma í hvert verk eftir því sem árin líða, og vill ekki um kenna hækkandi aldur heldur vaxandi fullkomnunaráráttu. „Maður var vanur að dúllast við þetta í kaffitímanum en nú tekur verkefnið mikið lengri tíma. Vinnan er núna farin að trufla mig í hobbýinu, ég ætla að fara að hætta þessari vinnu fljótlega,“ útskýrir Úlfar kíminn. Hann bætir jafnframt við að öll skipin hans hafi heljarinnar notagildi, þeim sé öllum hægt að koma fyrir í vatni. „Ég læt þau sigla um tjörnina hérna rétt hjá mér og það vekur jafnan athygli.“Fer ekki fet Aðspurður um hvort hann ætli sér að fylgja sýningunni frekar eftir og jafnvel færa hana á mölina segist Úlfar aldeilis halda ekki, enda feykinóg um að vera fyrir vestan.Fyrir áhugasama er tjéður skúr staðsettur við Drafnargötu 2 á Flateyri og öllum innilega velkomið að kíkja í kaffi og með því hjá Úlfari.Hér á Titanic ráða smáatriðin ríkjum svo það er eins gott að hafa þolinmæðina með sér í liði. Úlfar á nóg af slíku.Mynd/Páll Önundarson
Aldrei fór ég suður Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira