Ætlaði alltaf að verða búðarkona Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2015 09:00 Snúran opnar í Síðumúla í dag og það er allt að verða tilbúið. Vísir/Pjetur „Það var þrennt sem ég ætlaði að gera þegar ég var lítil. Ég ætlaði alltaf að verða búðarkona, fegurðardrottning og ekki gifta mig. Ég er gift og með fjögur börn þannig ég ætla að láta þann draum að verða búðarkona rætast, “ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran, hlæjandi. Í dag opnar Snúran verslun í húsnæði í Síðumúla en Snúran hefur fram til þessa einungis verið vefverslun. „Þetta var orðið svo rosalega mikið að ég var alveg búin að sprengja utan af mér allt hérna heima,“ segir Rakel um ástæður þess að hún ákvað að opna verslunina. „Þótt fólk sé mikið að panta á netinu þá er stór hópur sem vill fá að skoða vöruna.“ Snúruna opnaði Rakel fyrir rúmu ári og hafa viðtökurnar verið vonum framar. „Ég ætlaði bara að vera í námi og skráði mig í master í fjarnámi. Ég hef ekki geta gert neitt í því, þetta er bara búin að vera full vinna síðan ég byrjaði,“ segir hún og hlær. Vöruúrval verslunarinnar mun óhjákvæmilega stækka í kjölfar stærra rýmis. „Ég er búin að bæta við mig svolítið af stærri húsgögnum, stólum, gólfmottum og borðum.“ En verslunin selur meðal annars vörur frá merkjunum Pia Wallén, Herman Cph og íslenska hönnun frá Pyro Pets og Finnsdóttur. Í tilefni af opnuninni verður opnunarteiti í nýjum húskynnum Snúrunnar að Síðumúla 21 klukkan fimm. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Það var þrennt sem ég ætlaði að gera þegar ég var lítil. Ég ætlaði alltaf að verða búðarkona, fegurðardrottning og ekki gifta mig. Ég er gift og með fjögur börn þannig ég ætla að láta þann draum að verða búðarkona rætast, “ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran, hlæjandi. Í dag opnar Snúran verslun í húsnæði í Síðumúla en Snúran hefur fram til þessa einungis verið vefverslun. „Þetta var orðið svo rosalega mikið að ég var alveg búin að sprengja utan af mér allt hérna heima,“ segir Rakel um ástæður þess að hún ákvað að opna verslunina. „Þótt fólk sé mikið að panta á netinu þá er stór hópur sem vill fá að skoða vöruna.“ Snúruna opnaði Rakel fyrir rúmu ári og hafa viðtökurnar verið vonum framar. „Ég ætlaði bara að vera í námi og skráði mig í master í fjarnámi. Ég hef ekki geta gert neitt í því, þetta er bara búin að vera full vinna síðan ég byrjaði,“ segir hún og hlær. Vöruúrval verslunarinnar mun óhjákvæmilega stækka í kjölfar stærra rýmis. „Ég er búin að bæta við mig svolítið af stærri húsgögnum, stólum, gólfmottum og borðum.“ En verslunin selur meðal annars vörur frá merkjunum Pia Wallén, Herman Cph og íslenska hönnun frá Pyro Pets og Finnsdóttur. Í tilefni af opnuninni verður opnunarteiti í nýjum húskynnum Snúrunnar að Síðumúla 21 klukkan fimm.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira