Sköpun krefst aga og vinnu Sigga Dögg skrifar 20. mars 2015 12:00 Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur Vísir/Stefán og einkaeigu Sumir gætu látið fleyg orð falla og talið Bryndísi vera með náðargáfu, jafnvel snilling en Bryndís er ekki á sama máli. „Ég trúi ekki á að fólk fæðist með snilligáfu, ég held að góð verk verði til vegna þess að fólk hefur hugann við verkið – er forvitið og jafnvel í góðri samræðu við félaga. Ég vinn sem kennari og ég verð að trúa því að menn eins og Mozart – sem gjarnan er talinn til snillinga – hafi unnið mjög mikið og verið sífellt að hugsa um tónlist og eigin listsköpun. Sjálfri finnst mér ég ekki hafa neina sérstaka meðfædda hæfileika og að það sem ég get, eða einhver annar getur, geti nemendur líka, og gott betur. Ef mér tekst að skila af mér einhverju sem ég er ánægð með er það yfirleitt af því að ég kom aftur og aftur að verkinu – það er það eina sem hefur gefist mér ágætilega.“ Bryndís bætir við að þannig hafi fyrsta sagan hennar, Flugan sem stöðvaði stríðið, ekki komið af sjálfu sér. „Ég var mjög lengi að skrifa þá sögu. Það olli reyndar nokkrum erfiðleikum að sögupersónurnar eru allar húsflugur sem eru alltaf að sjúga sykur og sósur söguna í gegn – þangað til þær stöðva stríð undir lokin. Ég verð að viðurkenna að það var frekar vandasamt að skrifa út frá þeirra sjónarhorni. Og eins var orðið svolítið þreytandi að reyna að setja sig í spor húsflugu svona lengi. Ég þurfti að endurskrifa þá sögu aftur og aftur áður en hún náði nokkru flugi.“ Bryndís hefur mikinn áhuga á hversdagslegum sögum af fólki og sérstaklega ef viðkomandi er á „bömmer“. „Bömmerinn,“ útskýrir Bryndís, „þarf ekki að vera stór og dramatískur viðburður, en hann er það þó oftast í augum þess sem þjáist. Mér fannst gaman að skrifa Hafnfirðingabrandarann því unglingurinn í henni var svo oft á bömmer – og oft yfir einhverju sem öðrum þætti ekki neitt til að hafa áhyggjur af. Ég held að uppáhalds rithöfundurinn minn, Kurt Vonnegut, hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að allar góðar sögur fjalli um hvílíkur bömmer það getur verið að vera manneskja. Aðalpersónan lendir sífellt í klandri en um leið og lausn er fundin og bömmerinn búinn þá lýkur líka sögunni.“Úr íssölu í barneignir Bryndís á einn tveggja ára dreng sem heitir Fróði með kærasta sínum, Höskuldi, betur þekktur sem Hössi úr Quarashi. Höskuldur og Bryndís kynntust með nútímalegum hætti á rafræna samskiptamiðlinum Facebook þegar Bryndís bjó úti í London og vann við að selja ís á matarmarkaði undir London Bridge. Hún var á ákveðnum krossgötum í lífinu og langaði lítið til að fara aftur á litlu eyjuna í norðurhöfum. Hún dyttaði að sögunni um fluguna samhliða íssölunni en þegar í ljós kom að bókin kæmi út og henni var skömmu síðar boðið starf aðjúnkts á fræðasviði deildar hönnunar og arkitektúrs við Listaháskóla Íslands flutti hún aftur heim. Þá fékk hún einnig íslensku barnabókmenntaverðlaunin. „Þetta gerðist á mjög stuttum tíma og allt í einu var ég hætt að selja ís og búin að gefa út bók, komin með vinnu, kærasta og orðin ólétt,“ segir Bryndís með blöndu af kímni og undrun yfir því hvað lífið getur tekið óvænta stefnu á skömmum tíma. „Strangi yfirmaðurinn minn í ísvagninum ætlaði ekki að trúa þessu.“Mömmusamviskubitið Þegar kemur að því að tvinna saman ólík hlutverk og heimilislíf, fullt starf og hlutverk rithöfundarins og uppalandans, vinkonunnar og ástkonunnar, þá er vissara að vera vel skipulagður. Bryndís segist samt vera heldur óskipulögð og að Höskuldur sýni mikinn skilning þegar kemur að óvæntum kaffihúsaferðum eða ferðum á bókasöfn þegar löngun til skrifa eða sinna annarri sköpun grípur hana. Hjónaleysin eru því dugleg að gefa hvort öðru rými. Þegar Bryndís er innt eftir því hvernig í ósköpunum hún komi öllu þessu í verk eða hvort hún sofi yfirhöfuð, þá brosir hún út í annað og deilir með okkur stóra leyndarmálinu: „Ég skrifaði mest á kvöldin og um helgar. Ég á ekki sjónvarp og hitti vini og vinkonur allt of sjaldan. Ég fæ stuðning frá stórfjölskyldunni með ýmislegt en maður er svo sem alltaf með mömmusamviskubit – eða jafnvel bara samviskubit yfir að vera ekki öðruvísi, hressari á barnum eða gangandi á fjöll eða hvaðeina – en svoleiðis er það bara,“ segir Bryndís og andvarpar. Blaðamaður gæti ekki verið meira sammála, ansans mömmusamviskubitið sem togast á við starfsframa og löngunina til að sinna því sem heillar.Vanlíðan beitt í sköpun Fólk sem syndir á móti straumnum vekur áhuga Bryndísar og þannig kviknaði sagan að Hafnfirðingabrandaranum en sagan er byggð á frænda Bryndísar sem samtíðarmönnum þótti fara ótroðnar slóðir og jafnvel vera undarlegur. Bryndís segist eiga það til að verða heltekin af málefnum, fyrirbærum eða fólki. Fyrir nokkrum árum sökkti hún sér niður í málefni hælisleitenda á Íslandi og bjó þá á tímabili með þremur hælisleitendum og vinum. Síðast var það hins vegar Kurt Cobain heitinn sem varð fyrir valinu. Hann var söngvari hljómsveitarinnar Nirvana sem átti góðu gengi að fagna á níunda áratuginum. „Ég fékk hann bara á heilann og pantaði dagbækurnar hans á netinu og komst þá að því sem mig grunaði, að það var eitthvað meira að honum en að hann væri heróínfíkill. Hann hafði verið alveg ómögulegur löngu áður en hann fór inn á þá braut. Í ljós kom að hann glímdi við magasjúkdóm sem vill svo til að er mjög svipaður og sjúkdómurinn sem ég sjálf hef glímt við frá því ég man eftir mér,“ segir Bryndís, sem var greinilega létt við þessa tengingu á milli þeirra. „Þá var ég búin að vera að rýna í textana hans og æviágrip og mér fannst eins og magasjúkdómurinn gæti útskýrt svo margt, en svo eru svona magasjúkdómar ekki eins spennandi í augum margra og eiturlyfjaneysla og því gleymist oft að tala um það að honum var alltaf illt í maganum. Við þessum sjúkdómi er ekkert hægt að gera, annað en að halda honum niðri með hollu mataræði, góðum svefni og með því að forðast stress og áfengi. En sá lífsstíll hentar ekki öllum – og kannski alla síst rokkstjörnum,“ bætir Bryndís við en hún segist sjálf skrifa, lesa eða vinna mikið til að beina huganum frá þeirri líkamlegu vanlíðan sem fylgir sjúkdómnum.Yfirnáttúrulegar verur Nú eiga hins vegar draugar og aðrar duldar verur hug hennar allan en um þessar mundir vinnur hún að sjónvarpsþáttum um slík fyrirbæri ásamt Rakel Garðarsdóttur. Bryndís segist samt aldrei hafa upplifað reimleika sjálf – hins vegar hafi hinn dularfulli ólæknandi magaverkur alltaf verið eins og draugur í hennar lífi og valdi gjarnan nokkrum leiðindum og ama án þess að nokkur geti útskýrt hvaðan hann kemur eða hvernig hann megi kveða niður. „Ég hef samt farið til miðils en hann sagði að ég væri svo lokuð að það væri lítið hægt að gera fyrir mig. Og þetta hafa reyndar fleiri úr fjölskyldunni minni heyrt, kannski erum við bara svona jarðtengd og ferköntuð,“ segir Bryndís sem tekur þetta reynsluleysi af hinu yfirnáttúrulega ekki of alvarlega, enda segist hún hafa meiri áhuga á sögunum sjálfum en að upplifa yfirnáttúrulega atburði á eigin skinni. Hún hefur hrífandi nærveru og náttúrulega forvitni sem bókstaflega býður viðmælanda upp á að deila með henni lífsins sögum. Það verður að teljast mikill kostur þegar hlustandinn er rithöfundur. Ásamt því að skrifa handrit að sjónvarpsþætti ætlar Bryndís að leggja grunn að nýrri sögu á árinu. Það er vissara að hafa ekki of mörg orð um efni þeirrar bókar en það má með sanni segja að sú muni vekja eftirtekt þegar hún kemur á markað, eins og reyndar allar þær sögur sem Bryndís hefur deilt með lesendum sínum. Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Sumir gætu látið fleyg orð falla og talið Bryndísi vera með náðargáfu, jafnvel snilling en Bryndís er ekki á sama máli. „Ég trúi ekki á að fólk fæðist með snilligáfu, ég held að góð verk verði til vegna þess að fólk hefur hugann við verkið – er forvitið og jafnvel í góðri samræðu við félaga. Ég vinn sem kennari og ég verð að trúa því að menn eins og Mozart – sem gjarnan er talinn til snillinga – hafi unnið mjög mikið og verið sífellt að hugsa um tónlist og eigin listsköpun. Sjálfri finnst mér ég ekki hafa neina sérstaka meðfædda hæfileika og að það sem ég get, eða einhver annar getur, geti nemendur líka, og gott betur. Ef mér tekst að skila af mér einhverju sem ég er ánægð með er það yfirleitt af því að ég kom aftur og aftur að verkinu – það er það eina sem hefur gefist mér ágætilega.“ Bryndís bætir við að þannig hafi fyrsta sagan hennar, Flugan sem stöðvaði stríðið, ekki komið af sjálfu sér. „Ég var mjög lengi að skrifa þá sögu. Það olli reyndar nokkrum erfiðleikum að sögupersónurnar eru allar húsflugur sem eru alltaf að sjúga sykur og sósur söguna í gegn – þangað til þær stöðva stríð undir lokin. Ég verð að viðurkenna að það var frekar vandasamt að skrifa út frá þeirra sjónarhorni. Og eins var orðið svolítið þreytandi að reyna að setja sig í spor húsflugu svona lengi. Ég þurfti að endurskrifa þá sögu aftur og aftur áður en hún náði nokkru flugi.“ Bryndís hefur mikinn áhuga á hversdagslegum sögum af fólki og sérstaklega ef viðkomandi er á „bömmer“. „Bömmerinn,“ útskýrir Bryndís, „þarf ekki að vera stór og dramatískur viðburður, en hann er það þó oftast í augum þess sem þjáist. Mér fannst gaman að skrifa Hafnfirðingabrandarann því unglingurinn í henni var svo oft á bömmer – og oft yfir einhverju sem öðrum þætti ekki neitt til að hafa áhyggjur af. Ég held að uppáhalds rithöfundurinn minn, Kurt Vonnegut, hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að allar góðar sögur fjalli um hvílíkur bömmer það getur verið að vera manneskja. Aðalpersónan lendir sífellt í klandri en um leið og lausn er fundin og bömmerinn búinn þá lýkur líka sögunni.“Úr íssölu í barneignir Bryndís á einn tveggja ára dreng sem heitir Fróði með kærasta sínum, Höskuldi, betur þekktur sem Hössi úr Quarashi. Höskuldur og Bryndís kynntust með nútímalegum hætti á rafræna samskiptamiðlinum Facebook þegar Bryndís bjó úti í London og vann við að selja ís á matarmarkaði undir London Bridge. Hún var á ákveðnum krossgötum í lífinu og langaði lítið til að fara aftur á litlu eyjuna í norðurhöfum. Hún dyttaði að sögunni um fluguna samhliða íssölunni en þegar í ljós kom að bókin kæmi út og henni var skömmu síðar boðið starf aðjúnkts á fræðasviði deildar hönnunar og arkitektúrs við Listaháskóla Íslands flutti hún aftur heim. Þá fékk hún einnig íslensku barnabókmenntaverðlaunin. „Þetta gerðist á mjög stuttum tíma og allt í einu var ég hætt að selja ís og búin að gefa út bók, komin með vinnu, kærasta og orðin ólétt,“ segir Bryndís með blöndu af kímni og undrun yfir því hvað lífið getur tekið óvænta stefnu á skömmum tíma. „Strangi yfirmaðurinn minn í ísvagninum ætlaði ekki að trúa þessu.“Mömmusamviskubitið Þegar kemur að því að tvinna saman ólík hlutverk og heimilislíf, fullt starf og hlutverk rithöfundarins og uppalandans, vinkonunnar og ástkonunnar, þá er vissara að vera vel skipulagður. Bryndís segist samt vera heldur óskipulögð og að Höskuldur sýni mikinn skilning þegar kemur að óvæntum kaffihúsaferðum eða ferðum á bókasöfn þegar löngun til skrifa eða sinna annarri sköpun grípur hana. Hjónaleysin eru því dugleg að gefa hvort öðru rými. Þegar Bryndís er innt eftir því hvernig í ósköpunum hún komi öllu þessu í verk eða hvort hún sofi yfirhöfuð, þá brosir hún út í annað og deilir með okkur stóra leyndarmálinu: „Ég skrifaði mest á kvöldin og um helgar. Ég á ekki sjónvarp og hitti vini og vinkonur allt of sjaldan. Ég fæ stuðning frá stórfjölskyldunni með ýmislegt en maður er svo sem alltaf með mömmusamviskubit – eða jafnvel bara samviskubit yfir að vera ekki öðruvísi, hressari á barnum eða gangandi á fjöll eða hvaðeina – en svoleiðis er það bara,“ segir Bryndís og andvarpar. Blaðamaður gæti ekki verið meira sammála, ansans mömmusamviskubitið sem togast á við starfsframa og löngunina til að sinna því sem heillar.Vanlíðan beitt í sköpun Fólk sem syndir á móti straumnum vekur áhuga Bryndísar og þannig kviknaði sagan að Hafnfirðingabrandaranum en sagan er byggð á frænda Bryndísar sem samtíðarmönnum þótti fara ótroðnar slóðir og jafnvel vera undarlegur. Bryndís segist eiga það til að verða heltekin af málefnum, fyrirbærum eða fólki. Fyrir nokkrum árum sökkti hún sér niður í málefni hælisleitenda á Íslandi og bjó þá á tímabili með þremur hælisleitendum og vinum. Síðast var það hins vegar Kurt Cobain heitinn sem varð fyrir valinu. Hann var söngvari hljómsveitarinnar Nirvana sem átti góðu gengi að fagna á níunda áratuginum. „Ég fékk hann bara á heilann og pantaði dagbækurnar hans á netinu og komst þá að því sem mig grunaði, að það var eitthvað meira að honum en að hann væri heróínfíkill. Hann hafði verið alveg ómögulegur löngu áður en hann fór inn á þá braut. Í ljós kom að hann glímdi við magasjúkdóm sem vill svo til að er mjög svipaður og sjúkdómurinn sem ég sjálf hef glímt við frá því ég man eftir mér,“ segir Bryndís, sem var greinilega létt við þessa tengingu á milli þeirra. „Þá var ég búin að vera að rýna í textana hans og æviágrip og mér fannst eins og magasjúkdómurinn gæti útskýrt svo margt, en svo eru svona magasjúkdómar ekki eins spennandi í augum margra og eiturlyfjaneysla og því gleymist oft að tala um það að honum var alltaf illt í maganum. Við þessum sjúkdómi er ekkert hægt að gera, annað en að halda honum niðri með hollu mataræði, góðum svefni og með því að forðast stress og áfengi. En sá lífsstíll hentar ekki öllum – og kannski alla síst rokkstjörnum,“ bætir Bryndís við en hún segist sjálf skrifa, lesa eða vinna mikið til að beina huganum frá þeirri líkamlegu vanlíðan sem fylgir sjúkdómnum.Yfirnáttúrulegar verur Nú eiga hins vegar draugar og aðrar duldar verur hug hennar allan en um þessar mundir vinnur hún að sjónvarpsþáttum um slík fyrirbæri ásamt Rakel Garðarsdóttur. Bryndís segist samt aldrei hafa upplifað reimleika sjálf – hins vegar hafi hinn dularfulli ólæknandi magaverkur alltaf verið eins og draugur í hennar lífi og valdi gjarnan nokkrum leiðindum og ama án þess að nokkur geti útskýrt hvaðan hann kemur eða hvernig hann megi kveða niður. „Ég hef samt farið til miðils en hann sagði að ég væri svo lokuð að það væri lítið hægt að gera fyrir mig. Og þetta hafa reyndar fleiri úr fjölskyldunni minni heyrt, kannski erum við bara svona jarðtengd og ferköntuð,“ segir Bryndís sem tekur þetta reynsluleysi af hinu yfirnáttúrulega ekki of alvarlega, enda segist hún hafa meiri áhuga á sögunum sjálfum en að upplifa yfirnáttúrulega atburði á eigin skinni. Hún hefur hrífandi nærveru og náttúrulega forvitni sem bókstaflega býður viðmælanda upp á að deila með henni lífsins sögum. Það verður að teljast mikill kostur þegar hlustandinn er rithöfundur. Ásamt því að skrifa handrit að sjónvarpsþætti ætlar Bryndís að leggja grunn að nýrri sögu á árinu. Það er vissara að hafa ekki of mörg orð um efni þeirrar bókar en það má með sanni segja að sú muni vekja eftirtekt þegar hún kemur á markað, eins og reyndar allar þær sögur sem Bryndís hefur deilt með lesendum sínum.
Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira