Hversu oft þarftu að þvo burstann? Rikka skrifar 21. mars 2015 14:00 Vísir/Getty Hreint og fallegt hár er höfuðprýði og er fjöldinn allur af ráðleggingum til hvernig best sé að hugsa um það, allt frá því hversu oft eigi að þvo það og hvaða vörur eigi að nota eða forðast. Færri hugsa aftur á móti um hárburstann en til þess að halda hárinu heilbrigðu er nauðsynlegt að eiga góðan bursta sem hjálpar til við verkið. Hugsa þarf vel um burstann eins og aðra bursta sem við notum á líkamann eins og förðunarbursta því í hann safnast húðflögur, mótunarefni og ryk. En hversu oft ættirðu að þvo burstann? Miklu oftar en þig grunar og nennir. Sérfræðingar mæla með því að þú þvoir burstann einu sinni í mánuði.Svona er best að þvo hárburstann Taktu þau hár úr burstanum sem þú getur náð í. Fylltu baðvaskinn með volgu vatni og bættu nokkrum dropum af góðu sjampói út í. Hristu burstann fram og til baka í vatninu og taktu hann upp úr, alls ekki láta hann liggja í vatninu. Leggðu burstann á þurrt handklæði með hárin niður og leyfðu honum að þorna í sólarhring. Heilsa Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið
Hreint og fallegt hár er höfuðprýði og er fjöldinn allur af ráðleggingum til hvernig best sé að hugsa um það, allt frá því hversu oft eigi að þvo það og hvaða vörur eigi að nota eða forðast. Færri hugsa aftur á móti um hárburstann en til þess að halda hárinu heilbrigðu er nauðsynlegt að eiga góðan bursta sem hjálpar til við verkið. Hugsa þarf vel um burstann eins og aðra bursta sem við notum á líkamann eins og förðunarbursta því í hann safnast húðflögur, mótunarefni og ryk. En hversu oft ættirðu að þvo burstann? Miklu oftar en þig grunar og nennir. Sérfræðingar mæla með því að þú þvoir burstann einu sinni í mánuði.Svona er best að þvo hárburstann Taktu þau hár úr burstanum sem þú getur náð í. Fylltu baðvaskinn með volgu vatni og bættu nokkrum dropum af góðu sjampói út í. Hristu burstann fram og til baka í vatninu og taktu hann upp úr, alls ekki láta hann liggja í vatninu. Leggðu burstann á þurrt handklæði með hárin niður og leyfðu honum að þorna í sólarhring.
Heilsa Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið