Höft hefta Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 06:00 Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Tilefnið var sala á einu myndarlegasta iðnfyrirtæki landsins til erlendra eigenda og flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins frá Íslandi. Þó að framleiðsla fyrirtækisins verði áfram hér á landi eru þetta sorgleg tíðindi fyrir íslenskan iðnað. Margoft hefur verið bent á skaðsemi gjaldeyrishafta fyrir íslenskt efnahagslíf og er þetta því miður dæmi um að það er ekki að ástæðulausu. Líklega var það skynsöm ráðstöfun að setja gjaldeyrishöftin á enda var þeim ætlað að bregðast við fyrirsjáanlegum bráðavanda og frekara hruni krónunnar. Nú eru sex árin liðin og þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda bólar ekkert á raunverulegri áætlun um afnám þeirra. Íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikla seiglu en á einhverjum tímapunkti þrýtur þolinmæðina. Þann punkt nálgumst við óðfluga. Fyrirtæki sem þurfa að vaxa geta það einfaldlega ekki í lokuðu haftahagkerfi. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir nauðsynlegan efnahagsbata og gera okkur ókleift að nýta fjármagn til framþróunar. Vegna haftanna er framleiðni fjármagns alltof lítil. Það er ljóst að mörg fyrirtæki finna ekki svo gjörla fyrir höftum í daglegum rekstri. Á það einkum við um fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði. Önnur fyrirtæki, sérstaklega þau sem eru í sérhæfðri starfsemi svo sem tækni og hugviti, þurfa að horfa út fyrir túngarðinn til að geta vaxið og dafnað. Þetta eru oft og tíðum vaxtarsprotar framtíðarinnar. Höftin hafa ekki bara hamlandi áhrif á nýsköpun og sprotafyrirtæki heldur einnig á fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði eins og dæmin sanna. Viðskiptalíf í höftum getur aldrei blómstrað til lengdar enda fela þau í sér skert samkeppnisumhverfi fyrirtækja okkar. Ísland er að missa af vaxtartækifærum og tapa frá landinu ungu og hæfileikaríku fólki sem hér vill starfa og lifa. Því verðum við sem þjóð að skapa ungu, vel menntuðu fólki vaxtarskilyrði sambærileg þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Það er löngu tímabært að bregðast við. Látum ekki höftin hefta vöxt iðnaðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Tilefnið var sala á einu myndarlegasta iðnfyrirtæki landsins til erlendra eigenda og flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins frá Íslandi. Þó að framleiðsla fyrirtækisins verði áfram hér á landi eru þetta sorgleg tíðindi fyrir íslenskan iðnað. Margoft hefur verið bent á skaðsemi gjaldeyrishafta fyrir íslenskt efnahagslíf og er þetta því miður dæmi um að það er ekki að ástæðulausu. Líklega var það skynsöm ráðstöfun að setja gjaldeyrishöftin á enda var þeim ætlað að bregðast við fyrirsjáanlegum bráðavanda og frekara hruni krónunnar. Nú eru sex árin liðin og þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda bólar ekkert á raunverulegri áætlun um afnám þeirra. Íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikla seiglu en á einhverjum tímapunkti þrýtur þolinmæðina. Þann punkt nálgumst við óðfluga. Fyrirtæki sem þurfa að vaxa geta það einfaldlega ekki í lokuðu haftahagkerfi. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir nauðsynlegan efnahagsbata og gera okkur ókleift að nýta fjármagn til framþróunar. Vegna haftanna er framleiðni fjármagns alltof lítil. Það er ljóst að mörg fyrirtæki finna ekki svo gjörla fyrir höftum í daglegum rekstri. Á það einkum við um fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði. Önnur fyrirtæki, sérstaklega þau sem eru í sérhæfðri starfsemi svo sem tækni og hugviti, þurfa að horfa út fyrir túngarðinn til að geta vaxið og dafnað. Þetta eru oft og tíðum vaxtarsprotar framtíðarinnar. Höftin hafa ekki bara hamlandi áhrif á nýsköpun og sprotafyrirtæki heldur einnig á fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði eins og dæmin sanna. Viðskiptalíf í höftum getur aldrei blómstrað til lengdar enda fela þau í sér skert samkeppnisumhverfi fyrirtækja okkar. Ísland er að missa af vaxtartækifærum og tapa frá landinu ungu og hæfileikaríku fólki sem hér vill starfa og lifa. Því verðum við sem þjóð að skapa ungu, vel menntuðu fólki vaxtarskilyrði sambærileg þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Það er löngu tímabært að bregðast við. Látum ekki höftin hefta vöxt iðnaðar á Íslandi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun