Græddum mikið á því að falla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2015 06:00 Helgi Rafn Viggósson er í lykilhlutverki í liði Tindastóls sem mætir Haukum í kvöld. fréttablaðið/valli Tindastóll mætir aftur til leiks í úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla eftir ellefu daga hvíld en liðið tekur á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 að Stólarnir komast í undanúrslitin en eru til alls líklegir nú miðað við gengi nýliðanna í vetur. „Þetta verður fróðlegt einvígi og ég tel að Haukarnir henti okkur ágætlega. En þeir eru með sterkt lið og það hefði engu máli skipt hvaða lið við hefðum fengið í undanúrslitunum. Taflan sýnir að þangað eru fjögur bestu lið landsins komin. Aðalmálið er að við mætum klárir í slaginn og með hausinn í lagi,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, við Fréttablaðið. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslitin en liðið vann Keflavík í hörkurimmu sem taldi fimm leiki. Haukar eru annað lið frá upphafi sem vinnur fimm leikja rimmu eftir að hafa lent 2-0 undir.Góður hópur varð betri Bæði lið eru með marga unga og spennandi leikmenn en Tindastóll hefur einnig notið góðs af því að vera með öflugan hóp eldri og reyndari leikmanna auk þess sem þjálfarinn Israel Martin hefur komið inn í félagið á sínu fyrsta tímabili. Darrell Lewis og Bandaríkjamaðurinn Myron Dempsey bættust við hópinn auk þess sem Svavar Atli Birgisson tók fram skóna á ný. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og vann 1. deildina í fyrra með miklum yfirburðum. „Þessir ungu strákar sem eru að spila stórt hlutverk núna fengu heilmikla reynslu af því að spila í 1. deildinni í fyrra og því erum við að græða á því nú að hafa fallið um deild,“ segir Helgi Rafn, sem hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi þeirra af úrslitakeppninni í efstu deild. „Þeir stóðu vaktina vel í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn [í 8-liða úrslitum] og ég held að þeir séu klárir. Þeir hlusta mikið á þjálfarann og okkur eldri leikmennina og eiga að vita út í hvað þeir eru að fara,“ segir fyrirliðinn.Pabbi á myndavélinni Helgi Rafn segir að það sé mikil stemning fyrir gengi liðsins á Sauðárkróki og allir vilji tala um körfubolta. „Nú viljum við fylla Síkið og því hvet ég alla til að mæta, bæði bæjarbúa og nærsveitunga. Við erum með nóg pláss fyrir alla sem vilja koma,“ segir hann í léttum dúr. Hann segir að allir í kringum félagið eigi hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf – margir leggi hönd á plóg. „Það er alltaf öllu reddað og menn ávallt tilbúnir að hjálpa til. Það gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir Helgi Rafn, en karl faðir hans leggur sitt af mörkum fyrir Tindastóll TV, vefsjónvarp liðsins. „Við tökum tækin með á alla útileiki og karlinn er svo á myndavélinni alla leiki, bæði heima og úti. Við bíðum svo spenntir eftir því að fá sjónvarpsvélarnar hingað norður og fá að sýna körfuboltaáhugamönnum landsins hvernig það er að spila í Síkinu. Það er orðið tímabært.“ Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Tindastóll mætir aftur til leiks í úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla eftir ellefu daga hvíld en liðið tekur á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 að Stólarnir komast í undanúrslitin en eru til alls líklegir nú miðað við gengi nýliðanna í vetur. „Þetta verður fróðlegt einvígi og ég tel að Haukarnir henti okkur ágætlega. En þeir eru með sterkt lið og það hefði engu máli skipt hvaða lið við hefðum fengið í undanúrslitunum. Taflan sýnir að þangað eru fjögur bestu lið landsins komin. Aðalmálið er að við mætum klárir í slaginn og með hausinn í lagi,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, við Fréttablaðið. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslitin en liðið vann Keflavík í hörkurimmu sem taldi fimm leiki. Haukar eru annað lið frá upphafi sem vinnur fimm leikja rimmu eftir að hafa lent 2-0 undir.Góður hópur varð betri Bæði lið eru með marga unga og spennandi leikmenn en Tindastóll hefur einnig notið góðs af því að vera með öflugan hóp eldri og reyndari leikmanna auk þess sem þjálfarinn Israel Martin hefur komið inn í félagið á sínu fyrsta tímabili. Darrell Lewis og Bandaríkjamaðurinn Myron Dempsey bættust við hópinn auk þess sem Svavar Atli Birgisson tók fram skóna á ný. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og vann 1. deildina í fyrra með miklum yfirburðum. „Þessir ungu strákar sem eru að spila stórt hlutverk núna fengu heilmikla reynslu af því að spila í 1. deildinni í fyrra og því erum við að græða á því nú að hafa fallið um deild,“ segir Helgi Rafn, sem hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi þeirra af úrslitakeppninni í efstu deild. „Þeir stóðu vaktina vel í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn [í 8-liða úrslitum] og ég held að þeir séu klárir. Þeir hlusta mikið á þjálfarann og okkur eldri leikmennina og eiga að vita út í hvað þeir eru að fara,“ segir fyrirliðinn.Pabbi á myndavélinni Helgi Rafn segir að það sé mikil stemning fyrir gengi liðsins á Sauðárkróki og allir vilji tala um körfubolta. „Nú viljum við fylla Síkið og því hvet ég alla til að mæta, bæði bæjarbúa og nærsveitunga. Við erum með nóg pláss fyrir alla sem vilja koma,“ segir hann í léttum dúr. Hann segir að allir í kringum félagið eigi hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf – margir leggi hönd á plóg. „Það er alltaf öllu reddað og menn ávallt tilbúnir að hjálpa til. Það gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir Helgi Rafn, en karl faðir hans leggur sitt af mörkum fyrir Tindastóll TV, vefsjónvarp liðsins. „Við tökum tækin með á alla útileiki og karlinn er svo á myndavélinni alla leiki, bæði heima og úti. Við bíðum svo spenntir eftir því að fá sjónvarpsvélarnar hingað norður og fá að sýna körfuboltaáhugamönnum landsins hvernig það er að spila í Síkinu. Það er orðið tímabært.“
Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira