Íbúar Kaliforníu spara við sig vatnið Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. apríl 2015 06:00 Tóm vatnsþró í hæðunum fyrir ofan Los Angeles. Nordicphotos/AFP „Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum. Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
„Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum.
Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira