Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 07:30 Emil Barja í leiknum í Síkinu. Vísir/Auðunn Tindastóll fór frábærlega af stað í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Hauka, 94-64, í Síkinu á Sauðárkróki. Þessi 30 stiga sigur er sá stærsti í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í níu ár eða síðan Njarðvík pakkaði KR saman með 36 stigum í Ljónagryfjunni í undanúrslitum árið 2006. Þar fór Jeb Ivey á kostum í liði Njarðvíkur og skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar og þeir Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson skoruðu fimmtán stig hvor. Enginn úr sigurliði Njarðvíkur spilaði með liðinu á þessu tímabili. Ef uppskriftin er sú sama hjá Tindastóli og Njarðvík verður liðið Íslandsmeistari, en Njarðvík kláraði KR, 3-1, og lyfti svo Íslandsbikarnum í Borgarnesi eftir að hafa klárað Skallagrím í fjórða leik. Njarðvík var þó vissulega besta liðið í deildinni það árið og varð einnig deildarmeistari, en komist Tindastóll í úrslitaeinvígið eru miklar líkur á að það mæti ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum KR. Grindavík og KR voru nálægt því að vinna 30 stiga sigra í fyrsta leik undanúrslitanna árið 2009. KR lagði þá Keflavík að velli, 102-74, í DHL-höllinni en Grindavík vann sigur á Snæfelli, 110-82, í Röstinni. Báðir voru þetta 28 stiga sigrar. KR kláraði sitt einvígi 3-0, en Grindavík afgreiddi Snæfell í fjórum leikjum áður en liðin mættust í einni eftirminnilegustu úrslitarimmu síðari ára sem endaði í ótrúlegum oddaleik í Vesturbænum. KR varð Íslandsmeistari með Jón Arnór Stefánsson í fararbroddi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Íslands- og deildarmeistarar KR byrja undanúrslitin í Dominos-deildinni af krafti. 6. apríl 2015 20:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Tindastóll fór frábærlega af stað í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Hauka, 94-64, í Síkinu á Sauðárkróki. Þessi 30 stiga sigur er sá stærsti í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í níu ár eða síðan Njarðvík pakkaði KR saman með 36 stigum í Ljónagryfjunni í undanúrslitum árið 2006. Þar fór Jeb Ivey á kostum í liði Njarðvíkur og skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar og þeir Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson skoruðu fimmtán stig hvor. Enginn úr sigurliði Njarðvíkur spilaði með liðinu á þessu tímabili. Ef uppskriftin er sú sama hjá Tindastóli og Njarðvík verður liðið Íslandsmeistari, en Njarðvík kláraði KR, 3-1, og lyfti svo Íslandsbikarnum í Borgarnesi eftir að hafa klárað Skallagrím í fjórða leik. Njarðvík var þó vissulega besta liðið í deildinni það árið og varð einnig deildarmeistari, en komist Tindastóll í úrslitaeinvígið eru miklar líkur á að það mæti ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum KR. Grindavík og KR voru nálægt því að vinna 30 stiga sigra í fyrsta leik undanúrslitanna árið 2009. KR lagði þá Keflavík að velli, 102-74, í DHL-höllinni en Grindavík vann sigur á Snæfelli, 110-82, í Röstinni. Báðir voru þetta 28 stiga sigrar. KR kláraði sitt einvígi 3-0, en Grindavík afgreiddi Snæfell í fjórum leikjum áður en liðin mættust í einni eftirminnilegustu úrslitarimmu síðari ára sem endaði í ótrúlegum oddaleik í Vesturbænum. KR varð Íslandsmeistari með Jón Arnór Stefánsson í fararbroddi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Íslands- og deildarmeistarar KR byrja undanúrslitin í Dominos-deildinni af krafti. 6. apríl 2015 20:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Íslands- og deildarmeistarar KR byrja undanúrslitin í Dominos-deildinni af krafti. 6. apríl 2015 20:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41