Nær helmingur segist var við svarta starfsemi í miðbænum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2015 07:00 Tæp 43 prósent íbúa miðbæjar Reykjavíkur segjast í könnun hafa orðið vör við svarta atvinnustarfsemi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira