Nær helmingur segist var við svarta starfsemi í miðbænum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2015 07:00 Tæp 43 prósent íbúa miðbæjar Reykjavíkur segjast í könnun hafa orðið vör við svarta atvinnustarfsemi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
„Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira