Ákall til fjölmiðla Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar