Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Þeir sem komu að björguninni í gær höfðu á orði hversu erfiðar aðstæður voru á slysstað. vísir/ernir Alvarlegt slys varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær þegar tveir drengir féllu í foss sem fellur af stíflunni. Stíflan er við Lækjarkinn í Hafnarfirði, steinsnar frá Lækjarskóla. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14.33. Erfiðlega gekk að koma drengjunum til bjargar vegna þess hversu mikill straumur var í rennunni neðan við fossinn. Annar drengjanna komst til meðvitundar fljótlega eftir að endurlífgunartilraunir hófust. Hinum drengnum var samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma drengjunum tveimur til bjargar. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn aðframkominn. Lögregluþjónn var einnig hætt kominn við björgunarstörf þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Að mati lögreglunnar voru þeir báðir í bráðri hættu enda aðstæður á vettvangi afar erfiðar. Fór svo að þeir náðu drengjunum upp á bakkann og hófust þá endurlífgunartilraunir. Fljótlega eftir slysið voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komnir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. Tæknideild lögreglu var einnig við störf á vettvangi í gær. Markmið þeirrar vinnu er að fyrirbyggja að slys sem þessi gerist aftur við lækinn. Stíflan og slysstaðurinn eru ekki girt af. Maðurinn sem kom að björgun drengjanna var einnig fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Honum, auk allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, mun verða veitt áfallahjálp vegna slyssins. Ákveðið var að ráðast í endurbyggingu Reykdalsstíflu árið 2006 til að minnast 100 ára afmælis Rafveitu Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Alvarlegt slys varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær þegar tveir drengir féllu í foss sem fellur af stíflunni. Stíflan er við Lækjarkinn í Hafnarfirði, steinsnar frá Lækjarskóla. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14.33. Erfiðlega gekk að koma drengjunum til bjargar vegna þess hversu mikill straumur var í rennunni neðan við fossinn. Annar drengjanna komst til meðvitundar fljótlega eftir að endurlífgunartilraunir hófust. Hinum drengnum var samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma drengjunum tveimur til bjargar. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn aðframkominn. Lögregluþjónn var einnig hætt kominn við björgunarstörf þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Að mati lögreglunnar voru þeir báðir í bráðri hættu enda aðstæður á vettvangi afar erfiðar. Fór svo að þeir náðu drengjunum upp á bakkann og hófust þá endurlífgunartilraunir. Fljótlega eftir slysið voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komnir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. Tæknideild lögreglu var einnig við störf á vettvangi í gær. Markmið þeirrar vinnu er að fyrirbyggja að slys sem þessi gerist aftur við lækinn. Stíflan og slysstaðurinn eru ekki girt af. Maðurinn sem kom að björgun drengjanna var einnig fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Honum, auk allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, mun verða veitt áfallahjálp vegna slyssins. Ákveðið var að ráðast í endurbyggingu Reykdalsstíflu árið 2006 til að minnast 100 ára afmælis Rafveitu Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51
Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47