Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2015 06:00 Hrafn Kristjánsson og Tómas Heiðar Tómasson eftir undirskriftina í Stjörnuheimilinu í Garðabænum í gær. Fréttablaðið/Ernir „Okkur vantaði bakvörð og Tómas er leikmaður sem við erum lengi búnir að fylgjast með,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta. Stjarnan fékk góðan liðsstyrk í gær þegar liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Skotbakvörðurinn magnaði, sem var með 50-50-90-nýtingu á tímabilinu, kemur frá Þór í Þorlákshöfn. „Þegar við urðum varir við að hann væri að hugsa sér til hreyfings tókum við spjallið og okkar hugmyndir lágu vel saman. Þær voru nánast samhljóða þannig að þetta var þægilegt og skemmtilegt ferli,“ segir Hrafn.Justin verður áfram Auk þess að semja við Tómas Heiðar framlengdi Stjarnan samninga við eldri og yngri leikmenn liðsins. Þar á meðal er Justin Shouse sem spilar sitt tíunda tímabil á Íslandi næsta vetur. „Justin er eins og þið þekkið bara æstur í að hefja næsta tímabil. Hann er keppnismaður og vill gera betur en í ár. Honum sárnaði rosalega hvernig við lukum leik á tímabilinu,“ segir Hrafn og bætir við að það eigi við um fleiri.Uppaldir leikmenn semja „Það var ótrúlega létt ferli að semja við þessa menn því það voru allir jafn einbeittir í að hér yrði ekki stoppað. Tapið gegn Njarðvík verður enginn endapunktur heldur ætlum við að gera betur næst.“ Stjarnan hóf fyrir mörgum árum mikla uppbyggingu á yngri flokka starfi sínu og hefur starfið verið að skila inn leikmönnum í meistaraflokkinn. „Við erum að sjá þrjá eldri og reyndari leikmenn semja, svo er Tómas Hilmar Þórðarson ungur. Að öðru leyti eru þetta ungir og uppaldir leikmenn unglingaflokka Stjörnunnar. Það hefur verið langtímamarkmið að gera þá gildandi í meistaraflokknum og að þeir skili góðum mínútum fyrir félagið,“ segir Hrafn.Útlendingur eða útlendingar? Stjarnan ætlar vitaskuld að bæta við sig erlendum leikmanni, en enn er óvíst hvort svokallaðir Bosman-leikmenn verði aftur teknir inn. Það er þó líklegt. „Við vitum ekki hvort það verður útlendingur eða útlendingar. Við ætlum að fá okkur stóran bandarískan leikmann sem fyllir í það skarð sem Jeremy og Jón Orri skilja eftir sig. Ef hann verður jafn góður og við ætlumst til að hann verði þá mun hann styrkja okkur mikið,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með viðtalinu við hann. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
„Okkur vantaði bakvörð og Tómas er leikmaður sem við erum lengi búnir að fylgjast með,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta. Stjarnan fékk góðan liðsstyrk í gær þegar liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Skotbakvörðurinn magnaði, sem var með 50-50-90-nýtingu á tímabilinu, kemur frá Þór í Þorlákshöfn. „Þegar við urðum varir við að hann væri að hugsa sér til hreyfings tókum við spjallið og okkar hugmyndir lágu vel saman. Þær voru nánast samhljóða þannig að þetta var þægilegt og skemmtilegt ferli,“ segir Hrafn.Justin verður áfram Auk þess að semja við Tómas Heiðar framlengdi Stjarnan samninga við eldri og yngri leikmenn liðsins. Þar á meðal er Justin Shouse sem spilar sitt tíunda tímabil á Íslandi næsta vetur. „Justin er eins og þið þekkið bara æstur í að hefja næsta tímabil. Hann er keppnismaður og vill gera betur en í ár. Honum sárnaði rosalega hvernig við lukum leik á tímabilinu,“ segir Hrafn og bætir við að það eigi við um fleiri.Uppaldir leikmenn semja „Það var ótrúlega létt ferli að semja við þessa menn því það voru allir jafn einbeittir í að hér yrði ekki stoppað. Tapið gegn Njarðvík verður enginn endapunktur heldur ætlum við að gera betur næst.“ Stjarnan hóf fyrir mörgum árum mikla uppbyggingu á yngri flokka starfi sínu og hefur starfið verið að skila inn leikmönnum í meistaraflokkinn. „Við erum að sjá þrjá eldri og reyndari leikmenn semja, svo er Tómas Hilmar Þórðarson ungur. Að öðru leyti eru þetta ungir og uppaldir leikmenn unglingaflokka Stjörnunnar. Það hefur verið langtímamarkmið að gera þá gildandi í meistaraflokknum og að þeir skili góðum mínútum fyrir félagið,“ segir Hrafn.Útlendingur eða útlendingar? Stjarnan ætlar vitaskuld að bæta við sig erlendum leikmanni, en enn er óvíst hvort svokallaðir Bosman-leikmenn verði aftur teknir inn. Það er þó líklegt. „Við vitum ekki hvort það verður útlendingur eða útlendingar. Við ætlum að fá okkur stóran bandarískan leikmann sem fyllir í það skarð sem Jeremy og Jón Orri skilja eftir sig. Ef hann verður jafn góður og við ætlumst til að hann verði þá mun hann styrkja okkur mikið,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með viðtalinu við hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira