Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Nanna Árnadóttir skrifar 19. apríl 2015 11:00 Vísir/Getty Það hefur lengi verið í umræðunni að þjóðin sé að fitna, að Íslendingar séu að verða ein feitasta þjóð heimsins. Ég er ekki hér til að taka afstöðu til þess hvort það sé satt eða ekki en eitt er víst og það er að lífsstílstengdum sjúkdómum hér á landi fjölgar með gífurlegum tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Þessum sjúkdómum fjölgar vegna hreyfingarleysis og slæms mataræðis fólksins í landinu. Hvað getum við gert til þess að reyna að sporna við þessari þróun? Það er oft sagt að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og það má vel vera að það sé rétt. En hvað ef hundurinn fær hjartaáfall af því að kunna ekki að sitja? Þýðir það þá ekki að við eigum að reyna okkar allra besta að kenna honum að sitja? Við þurfum að ráðast í nokkra hluti. Við þurfum að koma fólki almennt í skilning um það hversu dýrmætur líkaminn er, því við eigum bara einn. Við þurfum að grípa inn í sem fyrst hjá þeim sem nú þegar hafa þróað með sér lífsstílstengda sjúkdóma og reyna að snúa blaðinu við. Við þurfum að fræða þá sem eru hætt komnir við að þróa með sér slíka sjúkdóma hvað muni gerast ef þeir taka ekki upp hollari lífsvenjur og þar með minnka líkurnar á sjúkdómunum, því það er svo sannarlega hægt.Vertu barninu fyrirmynd Svo þurfum við fyrst og fremst að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar og kenna þeim með eigin hegðun hvað felst í því að lifa heilbrigðu lífi. Við þurfum sjálf að borða hollan mat, hreyfa okkur og hafa gaman af því, því börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og við þurfum að gera hollan mat spennandi og kynna fyrir þeim fjölbreytta, næringarríka fæðu frá byrjun. Við erum fyrirmyndir fyrir börnin okkar í öllu sem við gerum og það er erfitt að haga sér eins og maður vill en búast svo við því að börnin hagi sér á einhvern allt annan hátt. Við þurfum einnig að tala við börnin okkar og kenna þeim hollar venjur. Hvað sé æskilegt að borða og hvað ekki. Að það sé mikilvægara að hreyfa sig en að sitja inni við tölvuna. Að gera okkar allra besta til þess að finna einhverja hreyfingu sem þeim þykir skemmtileg, því auðvitað endast þau ekki í einhverju sem þeim finnst leiðinlegt að gera. Börn vilja að sjálfsögðu bara gera það sem þeim finnst skemmtilegt og borða það sem þeim finnst gott. Það er á okkar ábyrgð að kenna þeim að hollur matur sé góður og að það sé gott og gaman að hreyfa sig. Því meira sem við leggjum á okkur að gera það, því meiri líkur eru á að börnin tileinki sér þessar venjur í framtíðinni og lifi heilbrigðu lífi seinna meir þegar þau ráða sér sjálf og fara sjálf að ala upp börn. Við þurfum að byrja strax því það er einmitt erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það hefur lengi verið í umræðunni að þjóðin sé að fitna, að Íslendingar séu að verða ein feitasta þjóð heimsins. Ég er ekki hér til að taka afstöðu til þess hvort það sé satt eða ekki en eitt er víst og það er að lífsstílstengdum sjúkdómum hér á landi fjölgar með gífurlegum tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Þessum sjúkdómum fjölgar vegna hreyfingarleysis og slæms mataræðis fólksins í landinu. Hvað getum við gert til þess að reyna að sporna við þessari þróun? Það er oft sagt að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og það má vel vera að það sé rétt. En hvað ef hundurinn fær hjartaáfall af því að kunna ekki að sitja? Þýðir það þá ekki að við eigum að reyna okkar allra besta að kenna honum að sitja? Við þurfum að ráðast í nokkra hluti. Við þurfum að koma fólki almennt í skilning um það hversu dýrmætur líkaminn er, því við eigum bara einn. Við þurfum að grípa inn í sem fyrst hjá þeim sem nú þegar hafa þróað með sér lífsstílstengda sjúkdóma og reyna að snúa blaðinu við. Við þurfum að fræða þá sem eru hætt komnir við að þróa með sér slíka sjúkdóma hvað muni gerast ef þeir taka ekki upp hollari lífsvenjur og þar með minnka líkurnar á sjúkdómunum, því það er svo sannarlega hægt.Vertu barninu fyrirmynd Svo þurfum við fyrst og fremst að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar og kenna þeim með eigin hegðun hvað felst í því að lifa heilbrigðu lífi. Við þurfum sjálf að borða hollan mat, hreyfa okkur og hafa gaman af því, því börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og við þurfum að gera hollan mat spennandi og kynna fyrir þeim fjölbreytta, næringarríka fæðu frá byrjun. Við erum fyrirmyndir fyrir börnin okkar í öllu sem við gerum og það er erfitt að haga sér eins og maður vill en búast svo við því að börnin hagi sér á einhvern allt annan hátt. Við þurfum einnig að tala við börnin okkar og kenna þeim hollar venjur. Hvað sé æskilegt að borða og hvað ekki. Að það sé mikilvægara að hreyfa sig en að sitja inni við tölvuna. Að gera okkar allra besta til þess að finna einhverja hreyfingu sem þeim þykir skemmtileg, því auðvitað endast þau ekki í einhverju sem þeim finnst leiðinlegt að gera. Börn vilja að sjálfsögðu bara gera það sem þeim finnst skemmtilegt og borða það sem þeim finnst gott. Það er á okkar ábyrgð að kenna þeim að hollur matur sé góður og að það sé gott og gaman að hreyfa sig. Því meira sem við leggjum á okkur að gera það, því meiri líkur eru á að börnin tileinki sér þessar venjur í framtíðinni og lifi heilbrigðu lífi seinna meir þegar þau ráða sér sjálf og fara sjálf að ala upp börn. Við þurfum að byrja strax því það er einmitt erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira