Lewis er ekki að hætta: Aldur er bara tala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Darrel Lewis og félagar í Tindastól fagna hér sigrinum á Ásvöllum. Fréttablaðið/Stefán Darrel Lewis og félagar í Tindastól eru þremur sigurleikjum frá því að endurskrifa ekki aðeins sögu Tindastóls heldur einnig sögu úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Tindastóll hefur aldrei orðið Íslandsmeistari og nýliðar hafa aldrei unnið titilinn. „Tindastólsliðið er að spila mjög vel saman og það er engin eigingirni í þessu liði,“ segir Darrel Lewis um lykilinn að góðu gengi liðsins í vetur. „Eftir undirbúningstímabilið þá sagði ég við strákana að ef við spiluðum svona allt tímabilið þá gætum við náð langt,“ segir Darrel. „Það er mjög góð blanda í liðinu. Við erum með eldri og reyndari leikmenn eins og mig sjálfan, Darrell Flake og báða Helgana. Ég hef spilað í mörgum löndum og kem inn með það sem ég hef lært og reyni að miðla því til strákanna. Svo erum við með unga stráka sem er tilbúnir að hlusta á okkur. Það er mikilvægt. Þeir þykjast ekki vita allt, þeir hlusta fyrir alvöru og þeir eru tilbúnir að leggja mikið á sig,“ segir Darrel. Darrel Lewis hefur heldur ekki hlotið stóra titilinn og margir myndu áætla að maður á hans aldri væri búinn að missa af þeim möguleika. Darrel fagnaði 39 ára afmæli sínu um miðjan febrúar en hann er enn í hópi bestu leikmanna deildarinnar og var mjög góður í undanúrslitaeinvíginu á móti Haukum.Aldurinn er bara tala „Það pirrar mig ekki að fólk sé að velta sér upp úr því hvað ég sé gamall en það skiptir bara engu máli. Aldurinn er bara tala en þetta snýst meira um það að ég haldi mér í formi. Mér líður ekki eins og ég sé 39 ára. Ég er að berjast við þessa ungu stráka og á meðan ég get enn spilað minn leik þá hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Darrel. Hann er heldur ekki að spila síðustu leiki sína á ferlinum í úrslitunum í ár. „Þetta er ekki síðasta tímabilið. Ég er búinn að ákveða það að spila eitt tímabil í viðbót en það verður þá síðasta tímabilið. Ég veit ekki hvort það verður hjá Tindastól eða hjá öðru liði. Það mun bara ráðast eftir tímabilið og nú er ég bara að hugsa um úrslitin,“ segir Darrel. Þetta er í annað skiptið sem Darrel spilar í lokaúrslitunum en hann komst þangað í fyrra skiptið með Grindavík fyrir tólf árum. Þá var Darrel 27 ára gamall en tveimur árum síðar fór hann til Evrópu þar sem hann spilaði næstu sjö árin.Friðsælt á Króknum „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifærið til að koma aftur til Íslands og þá sérstaklega að fá að spila með liði eins og Tindastól,“ segir Darrel og kann mjög vel við sig á Króknum. „Hér er friðsælt. Ég hef búið í Reykjavík og þekki það líf líka. Eftir því sem maður verður eldri því betur kann maður að meta svona rólegheit,“ segir Darrel. Stólarnir hafa unnið sex af sjö leikjum sínum í úrslitakeppninni og mæta með ferska fætur í lokaúrslitin sem hefjast á mánudagskvöldið. Hvort mótherjinn verður KR eða Njarðvík eða hvort serían byrjar í Reykjavík eða í Síkinu á Króknum kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld þegar KR og Njarðvík mætast í DHL-höllinni í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum. Darrel býst ekki við því að Tindastólsliðið horfi saman á leik KR og Njarðvíkur í kvöld. „Við höfum engan óskamótherja í úrslitin. Það er fyrir öllu að við séum komnir í úrslitin. Við munum spila okkar leik hver sem mótherji okkar verður og erum tilbúnir að mæta öllum,“ sagði Darrel. Darrel er ánægður með þjálfarann Israel Martin. „Hann leyfir okkur að tala við sig, hlustar á okkar ráð og reynir að nota þau til að bæta liðið. Hann er ekki einn af þessum þjálfurum sem fara bara sína leið. Við getum komið með athugasemdir og hann nýtir sér það. Hann gerir sér grein fyrir því að ég, Flake og Helgi höfum verið lengi í þessu,“ segir Darrel Lewis og hann er líka duglegur að hjálpa ungu strákunum. „Ég er alltaf að reyna að hjálpa þeim og ég er eins og hálfgerður kennari hér,“ segir Darrel hlæjandi.Hefur bæði unnið og tapað „Strákarnir líta upp til mín og þeir vita að ég veit hvað ég er að tala um. Ég hef bæði unnið og tapað og reynsla mín getur hjálpað þeim heilmikið og þá sérstaklega á úrslitastundum í leikjunum,“ segir Darrel en hann ætlar ekki að verða þjálfari í framtíðinni. „Ég hef ekki þolinmæðina í það,“ segir Darrel. Hann kvartar ekki undan þreytu eftir sjö fyrstu leikina í úrslitakeppninni. „Ég er ekki þreyttur. Mér líður vel og ég er mjög spenntur fyrir úrslitaeinvíginu og að sjá hversu langt við komumst,“ sagði Darrel Lewis að lokum. ooj@frettabladid.is Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Darrel Lewis og félagar í Tindastól eru þremur sigurleikjum frá því að endurskrifa ekki aðeins sögu Tindastóls heldur einnig sögu úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Tindastóll hefur aldrei orðið Íslandsmeistari og nýliðar hafa aldrei unnið titilinn. „Tindastólsliðið er að spila mjög vel saman og það er engin eigingirni í þessu liði,“ segir Darrel Lewis um lykilinn að góðu gengi liðsins í vetur. „Eftir undirbúningstímabilið þá sagði ég við strákana að ef við spiluðum svona allt tímabilið þá gætum við náð langt,“ segir Darrel. „Það er mjög góð blanda í liðinu. Við erum með eldri og reyndari leikmenn eins og mig sjálfan, Darrell Flake og báða Helgana. Ég hef spilað í mörgum löndum og kem inn með það sem ég hef lært og reyni að miðla því til strákanna. Svo erum við með unga stráka sem er tilbúnir að hlusta á okkur. Það er mikilvægt. Þeir þykjast ekki vita allt, þeir hlusta fyrir alvöru og þeir eru tilbúnir að leggja mikið á sig,“ segir Darrel. Darrel Lewis hefur heldur ekki hlotið stóra titilinn og margir myndu áætla að maður á hans aldri væri búinn að missa af þeim möguleika. Darrel fagnaði 39 ára afmæli sínu um miðjan febrúar en hann er enn í hópi bestu leikmanna deildarinnar og var mjög góður í undanúrslitaeinvíginu á móti Haukum.Aldurinn er bara tala „Það pirrar mig ekki að fólk sé að velta sér upp úr því hvað ég sé gamall en það skiptir bara engu máli. Aldurinn er bara tala en þetta snýst meira um það að ég haldi mér í formi. Mér líður ekki eins og ég sé 39 ára. Ég er að berjast við þessa ungu stráka og á meðan ég get enn spilað minn leik þá hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Darrel. Hann er heldur ekki að spila síðustu leiki sína á ferlinum í úrslitunum í ár. „Þetta er ekki síðasta tímabilið. Ég er búinn að ákveða það að spila eitt tímabil í viðbót en það verður þá síðasta tímabilið. Ég veit ekki hvort það verður hjá Tindastól eða hjá öðru liði. Það mun bara ráðast eftir tímabilið og nú er ég bara að hugsa um úrslitin,“ segir Darrel. Þetta er í annað skiptið sem Darrel spilar í lokaúrslitunum en hann komst þangað í fyrra skiptið með Grindavík fyrir tólf árum. Þá var Darrel 27 ára gamall en tveimur árum síðar fór hann til Evrópu þar sem hann spilaði næstu sjö árin.Friðsælt á Króknum „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifærið til að koma aftur til Íslands og þá sérstaklega að fá að spila með liði eins og Tindastól,“ segir Darrel og kann mjög vel við sig á Króknum. „Hér er friðsælt. Ég hef búið í Reykjavík og þekki það líf líka. Eftir því sem maður verður eldri því betur kann maður að meta svona rólegheit,“ segir Darrel. Stólarnir hafa unnið sex af sjö leikjum sínum í úrslitakeppninni og mæta með ferska fætur í lokaúrslitin sem hefjast á mánudagskvöldið. Hvort mótherjinn verður KR eða Njarðvík eða hvort serían byrjar í Reykjavík eða í Síkinu á Króknum kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld þegar KR og Njarðvík mætast í DHL-höllinni í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum. Darrel býst ekki við því að Tindastólsliðið horfi saman á leik KR og Njarðvíkur í kvöld. „Við höfum engan óskamótherja í úrslitin. Það er fyrir öllu að við séum komnir í úrslitin. Við munum spila okkar leik hver sem mótherji okkar verður og erum tilbúnir að mæta öllum,“ sagði Darrel. Darrel er ánægður með þjálfarann Israel Martin. „Hann leyfir okkur að tala við sig, hlustar á okkar ráð og reynir að nota þau til að bæta liðið. Hann er ekki einn af þessum þjálfurum sem fara bara sína leið. Við getum komið með athugasemdir og hann nýtir sér það. Hann gerir sér grein fyrir því að ég, Flake og Helgi höfum verið lengi í þessu,“ segir Darrel Lewis og hann er líka duglegur að hjálpa ungu strákunum. „Ég er alltaf að reyna að hjálpa þeim og ég er eins og hálfgerður kennari hér,“ segir Darrel hlæjandi.Hefur bæði unnið og tapað „Strákarnir líta upp til mín og þeir vita að ég veit hvað ég er að tala um. Ég hef bæði unnið og tapað og reynsla mín getur hjálpað þeim heilmikið og þá sérstaklega á úrslitastundum í leikjunum,“ segir Darrel en hann ætlar ekki að verða þjálfari í framtíðinni. „Ég hef ekki þolinmæðina í það,“ segir Darrel. Hann kvartar ekki undan þreytu eftir sjö fyrstu leikina í úrslitakeppninni. „Ég er ekki þreyttur. Mér líður vel og ég er mjög spenntur fyrir úrslitaeinvíginu og að sjá hversu langt við komumst,“ sagði Darrel Lewis að lokum. ooj@frettabladid.is
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira