Fáum við betri upplýsingar um gengislán? Ólafur Stephensen skrifar 22. apríl 2015 07:00 Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa dregið í efa tölur í úttekt, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um stöðu gengistryggðra lána bankanna, sem enn eru í ágreiningi. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú bankar og lántakendur eru enn að takast á um 547 milljarða króna. Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun. Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega. Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama. Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram. Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum. Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa dregið í efa tölur í úttekt, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um stöðu gengistryggðra lána bankanna, sem enn eru í ágreiningi. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú bankar og lántakendur eru enn að takast á um 547 milljarða króna. Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun. Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega. Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama. Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram. Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum. Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun