
Fáum við betri upplýsingar um gengislán?
Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun.
Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega.
Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama.
Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram.
Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum.
Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi.
Skoðun

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar