Með plömmer í prófinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2015 00:01 Allir bíða þess að dyrnar opnist. Sumir eru að farast úr stressi og lesa glósur fyrir utan. Aðrir hlæja og virðast aldrei nokkurn tímann hafa haft það jafn gott. Allur veturinn er undir – námslánin jafnvel líka sem og próflokadjamm með hreina samvisku. Einn og einn virðist frekar á leið í göngu yfir Fimmvörðuháls miðað við matarbirgðirnar sem hafðar eru með í prófið. Íþróttabuxur virðast vera komnar aftur í tísku. Sumir eru vel girtir. Aðrir ekki. Þannig var að félagi minn mætti í próf í Háskóla Íslands. Ljóst var að prófið yrði þungt og hann þyrfti að hafa sig allan við. Ekkert mætti trufla einbeitingu hans ef vel ætti að ganga. Fókusinn var klár, prófið skyldi massa. Hann hafði þó ekki tekið með í reikninginn samnemendur sína í næstu röð, annan vel girtan en hinn ekki. Ertu til í að girða þig?“ spurði sá sem var með fullt tungl beint fyrir framan nefið á sér og var greinilega ekki skemmt. Hinn ógirti brást ekki vel við þessum skilaboðum, stóð á fætur og spurði hvað hann ætti eiginlega við. „Ég get ekkert einbeitt mér með þetta fyrir framan mig,“ sagði nemandinn, orðinn pirraður, og endurtók beiðnina um tafarlausa „girðingu“. Sumir láta engan segja sér hvenær eigi að toga upp buxurnar og þannig var um þennan. Æstust leikar svo mikið að yfirsetukonan góðlega, sem gæti hafa fyllt tíu tugi í aldri, vaknaði af værum blundi og spurði blíðlega: „Strákar, eigum við ekki bara að vera vinir?“ Ekki tókst meiri vinskapur með prófþreyturunum en svo að hinn ógirti var fluttur yfir í aðra kennslustofu. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi gripið tækifærið og hulið opinberan hluta rassins í leiðinni. Því fylgir hins vegar sögunni að áhorfandinn, félagi minn, hvort sem plömmernum var um að kenna eða ekki, féll á prófinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Allir bíða þess að dyrnar opnist. Sumir eru að farast úr stressi og lesa glósur fyrir utan. Aðrir hlæja og virðast aldrei nokkurn tímann hafa haft það jafn gott. Allur veturinn er undir – námslánin jafnvel líka sem og próflokadjamm með hreina samvisku. Einn og einn virðist frekar á leið í göngu yfir Fimmvörðuháls miðað við matarbirgðirnar sem hafðar eru með í prófið. Íþróttabuxur virðast vera komnar aftur í tísku. Sumir eru vel girtir. Aðrir ekki. Þannig var að félagi minn mætti í próf í Háskóla Íslands. Ljóst var að prófið yrði þungt og hann þyrfti að hafa sig allan við. Ekkert mætti trufla einbeitingu hans ef vel ætti að ganga. Fókusinn var klár, prófið skyldi massa. Hann hafði þó ekki tekið með í reikninginn samnemendur sína í næstu röð, annan vel girtan en hinn ekki. Ertu til í að girða þig?“ spurði sá sem var með fullt tungl beint fyrir framan nefið á sér og var greinilega ekki skemmt. Hinn ógirti brást ekki vel við þessum skilaboðum, stóð á fætur og spurði hvað hann ætti eiginlega við. „Ég get ekkert einbeitt mér með þetta fyrir framan mig,“ sagði nemandinn, orðinn pirraður, og endurtók beiðnina um tafarlausa „girðingu“. Sumir láta engan segja sér hvenær eigi að toga upp buxurnar og þannig var um þennan. Æstust leikar svo mikið að yfirsetukonan góðlega, sem gæti hafa fyllt tíu tugi í aldri, vaknaði af værum blundi og spurði blíðlega: „Strákar, eigum við ekki bara að vera vinir?“ Ekki tókst meiri vinskapur með prófþreyturunum en svo að hinn ógirti var fluttur yfir í aðra kennslustofu. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi gripið tækifærið og hulið opinberan hluta rassins í leiðinni. Því fylgir hins vegar sögunni að áhorfandinn, félagi minn, hvort sem plömmernum var um að kenna eða ekki, féll á prófinu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun