Píratar á siglingu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. maí 2015 07:00 Þótt ekki sé með nokkrum rétti hægt að saka þingmenn Pírata um stefnuleysi hefur þingflokkur þeirra óneitanlega að sumu leyti haft frítt spil. Í því liggur styrkur þeirra. Það hafa þingmenn flokksins nýtt sér með vel ígrundaðri afstöðu til einstakra mála. Það kunna kjósendur að meta ef marka má kannanir undanfarið. Samkvæmt nýjustu könnunum eru þeir stærsti flokkurinn með um 30 prósenta fylgi. Stefnuskrár stjórnmálaflokka í kosningum hafa lítið gildi. Flokkar hafa alla tíð leyft sér að leggja á tæpasta vað með vilyrði og loforð, sem hljóma vel í kosningaslag. Fjölmiðlun hefur aftur á móti breyst. Yfirlýsingar eru hermdar uppá stjórnmálamenn þegar orð og gjörðir fara ekki saman. Netið gerir öllum kleift að kveða sér hljóðs og það gleymir engu. Það setur stjórnmálunum skorður. Tækifærin til umbóta eru meiri en nokkru sinni. Kjarninn í boðskap Pírata byggist á þessu. Þau kunna skil á tækninni og vita að orðagjálfrið, sem alltaf hefur fylgt pólitíkinni, verður afhjúpað fyrr eða síðar. Netið, sem engu gleymir, þvingar þannig langþráðri siðbót uppá stjórnmálin. Orð, sem falla í hita leiksins, eru kyrfilega skjalfest. Það hefur orðið núverandi ráðherrum fótakefli. Rígbundnar stefnuskrár, sem líta vel út á blaði, en enginn ætlar sér neitt með, eiga ekki uppá pallborðið lengur. Píratar burðast ekki með slíkt. Að hluta vegna þess að þau eru nýtt afl. En líka vegna þess, að þau skynja nútímann. Þau hafa unnið sér traust með því að hlusta vel og tefla fram góðum rökum í einstökum málum. Enginn hefur talað skýrar en þau með nýrri stjórnarskrá – og gegn hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir og vopnaburð lögreglu svo dæmi séu nefnd. Píratar gerðu ekki ráð fyrir að standa frammi fyrir þeirri ábyrgð, sem kjósendur virðast reiðubúnir að fela þeim. Í þeirri stöðu er freistandi að leita til reynslujaxlanna, sem eru í kringum þau, mynda einhvers konar bandalag. En þeim liggur ekkert á. Píratar hafa komið til dyranna eins og þau eru klædd. Ef þau halda því áfram verður erfitt að finna á þeim höggstað. Þau kunna aðferðirnar til að hafa kjósendur með í ráðum – ekki bara á fundum. Þingmenn flokksins og borgarfulltrúi munu vera í skipulögðu sambandi við sitt bakland alla daga. Þau þurfa engan fundarsal, bara nettengingu. Auðvitað eru veikleikar í málflutningi Pírata. Helst hefur verið bent á, að höfundarréttarmál á netinu þvælist fyrir þeim. En það eru margslungin mál, sem varla verða til lykta leidd á Alþingi Íslendinga. Þau snerta alla heimsbyggðina. Þrátt fyrir alla vondu siðina í pólitíkinni er sómafólk á Alþingi. Píratar verða ekki í vandræðum með að finna sér samstarfsfólk verði þeim falið hlutverk í landsstjórninni. En þau þurfa að tryggja, að þeirra boðskapur um ný vinnubrögð fái framgang – að tæknin þvingi siðbót uppá stjórnmálin hratt og örugglega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Þótt ekki sé með nokkrum rétti hægt að saka þingmenn Pírata um stefnuleysi hefur þingflokkur þeirra óneitanlega að sumu leyti haft frítt spil. Í því liggur styrkur þeirra. Það hafa þingmenn flokksins nýtt sér með vel ígrundaðri afstöðu til einstakra mála. Það kunna kjósendur að meta ef marka má kannanir undanfarið. Samkvæmt nýjustu könnunum eru þeir stærsti flokkurinn með um 30 prósenta fylgi. Stefnuskrár stjórnmálaflokka í kosningum hafa lítið gildi. Flokkar hafa alla tíð leyft sér að leggja á tæpasta vað með vilyrði og loforð, sem hljóma vel í kosningaslag. Fjölmiðlun hefur aftur á móti breyst. Yfirlýsingar eru hermdar uppá stjórnmálamenn þegar orð og gjörðir fara ekki saman. Netið gerir öllum kleift að kveða sér hljóðs og það gleymir engu. Það setur stjórnmálunum skorður. Tækifærin til umbóta eru meiri en nokkru sinni. Kjarninn í boðskap Pírata byggist á þessu. Þau kunna skil á tækninni og vita að orðagjálfrið, sem alltaf hefur fylgt pólitíkinni, verður afhjúpað fyrr eða síðar. Netið, sem engu gleymir, þvingar þannig langþráðri siðbót uppá stjórnmálin. Orð, sem falla í hita leiksins, eru kyrfilega skjalfest. Það hefur orðið núverandi ráðherrum fótakefli. Rígbundnar stefnuskrár, sem líta vel út á blaði, en enginn ætlar sér neitt með, eiga ekki uppá pallborðið lengur. Píratar burðast ekki með slíkt. Að hluta vegna þess að þau eru nýtt afl. En líka vegna þess, að þau skynja nútímann. Þau hafa unnið sér traust með því að hlusta vel og tefla fram góðum rökum í einstökum málum. Enginn hefur talað skýrar en þau með nýrri stjórnarskrá – og gegn hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir og vopnaburð lögreglu svo dæmi séu nefnd. Píratar gerðu ekki ráð fyrir að standa frammi fyrir þeirri ábyrgð, sem kjósendur virðast reiðubúnir að fela þeim. Í þeirri stöðu er freistandi að leita til reynslujaxlanna, sem eru í kringum þau, mynda einhvers konar bandalag. En þeim liggur ekkert á. Píratar hafa komið til dyranna eins og þau eru klædd. Ef þau halda því áfram verður erfitt að finna á þeim höggstað. Þau kunna aðferðirnar til að hafa kjósendur með í ráðum – ekki bara á fundum. Þingmenn flokksins og borgarfulltrúi munu vera í skipulögðu sambandi við sitt bakland alla daga. Þau þurfa engan fundarsal, bara nettengingu. Auðvitað eru veikleikar í málflutningi Pírata. Helst hefur verið bent á, að höfundarréttarmál á netinu þvælist fyrir þeim. En það eru margslungin mál, sem varla verða til lykta leidd á Alþingi Íslendinga. Þau snerta alla heimsbyggðina. Þrátt fyrir alla vondu siðina í pólitíkinni er sómafólk á Alþingi. Píratar verða ekki í vandræðum með að finna sér samstarfsfólk verði þeim falið hlutverk í landsstjórninni. En þau þurfa að tryggja, að þeirra boðskapur um ný vinnubrögð fái framgang – að tæknin þvingi siðbót uppá stjórnmálin hratt og örugglega.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun