Þjóðin vill en þingið ekki Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2015 06:15 Ef að líkum lætur munu forsetakosningar á næsta ári snúast um málskotsréttinn. Við þurfum greiða leið til að brúa gjár sem myndast milli þings og þjóðar. Sú leið má ekki ráðast af duttlungum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur gerbreytt pólitíkinni. Breytingin varð þegar hann vísaði umdeildu fjölmiðlafrumvarpi til þjóðarinnar með þeim rökum að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Frumvarpið fór aldrei í þjóðaratkvæði vegna þess að þáverandi ríkisstjórn sá í hendi sér að lögin umdeildu yrðu ógilt og dró frumvarpið til baka. Síðan er pólitíkin ekki söm. Með þessu markaði forsetinn tímamót, sem breyttu íslenskri stjórnskipan í framkvæmd. Hann virkjaði svokallaðan málskotsrétt, sem margir töldu byggjast á dauðum lagabókstaf en er þó alveg skýr. Látum það liggja milli hluta. Síðan hefur forsetinn virkjað málskotsréttinn í tvígang, bæði skiptin á sömu forsendu, að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar. Fyrrverandi ríkisstjórn var gerð afturreka med tvo Icesave-samninga, sem þjóðin hafnaði í kosningum. Víst er að engin einstök mál urðu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfiðari viðfangs – á miklum erfiðleikatímum. Staðan var ofurviðkvæm. Í því ljósi var inngrip forsetans djarfara en hið fyrra. Forsendurnar, gjáin milli þings og þjóðar, voru fyrir hendi, um það er ekki deilt. Forsetinn fór eftir reglunum sem hann setti sér sjálfur þegar hann lífgaði við dauðan lagabókstaf um málskotsrétt. Hann var samkvæmur sjálfur sér. Nú eru í deiglunni nokkur stórmál þar sem augljós gjá er milli þings og þjóðar. Það nýjasta er risaskref í átt að því að festa í sessi eignarhald á makrílkvóta. Í frumvarpi sjávarútvegsráðherrans er kvótinn festur til sex ára, sem þýðir að næsta ríkisstjórn er bundin af lögunum, verði þau samþykkt. Það er grundvallarbreyting í máli sem klýfur þjóðina, ef marka má undirskriftirnar sem þegar eru komnar á þjóðareign.is og kannanir undanfarinna missera. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau séu samkvæm sjálfum sér. Það á líka við um forsetann. Skoðun hans sjálfs og tengsl við valdhafa í stjórnarráðinu mega ekki ráða ferðinni. Ef undirskriftir verða álíka margar og í hin þrjú skiptin sem hann hefur neitað að staðfesta lög á hann engan kost annan en að vísa makrílfrumvarpinu til þjóðarinnar. Skilyrði til að gera út hafa aldrei verið betri. Fiskverð á heimsmarkaði hefur hækkað ár frá ári, langt umfram annað verðlag. Gengið er lágt, afar hagfellt fyrirtækjunum. Lægstu laun í fiskvinnslu eru smánarblettur á samfélaginu. Því er holur hljómur í kveinstöfunum sem alltof oft heyrast frá útgerð og fiskvinnslu. Forsetinn færði okkur málskotsréttinn, nokkuð óvænt. Þjóðin kunni að meta það og kaus hann aftur og aftur. Ætlar hann, einn og sami maðurinn, að svipta okkur þessum sjálfsagða rétti? Það yrði saga til næsta bæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun
Ef að líkum lætur munu forsetakosningar á næsta ári snúast um málskotsréttinn. Við þurfum greiða leið til að brúa gjár sem myndast milli þings og þjóðar. Sú leið má ekki ráðast af duttlungum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur gerbreytt pólitíkinni. Breytingin varð þegar hann vísaði umdeildu fjölmiðlafrumvarpi til þjóðarinnar með þeim rökum að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Frumvarpið fór aldrei í þjóðaratkvæði vegna þess að þáverandi ríkisstjórn sá í hendi sér að lögin umdeildu yrðu ógilt og dró frumvarpið til baka. Síðan er pólitíkin ekki söm. Með þessu markaði forsetinn tímamót, sem breyttu íslenskri stjórnskipan í framkvæmd. Hann virkjaði svokallaðan málskotsrétt, sem margir töldu byggjast á dauðum lagabókstaf en er þó alveg skýr. Látum það liggja milli hluta. Síðan hefur forsetinn virkjað málskotsréttinn í tvígang, bæði skiptin á sömu forsendu, að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar. Fyrrverandi ríkisstjórn var gerð afturreka med tvo Icesave-samninga, sem þjóðin hafnaði í kosningum. Víst er að engin einstök mál urðu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfiðari viðfangs – á miklum erfiðleikatímum. Staðan var ofurviðkvæm. Í því ljósi var inngrip forsetans djarfara en hið fyrra. Forsendurnar, gjáin milli þings og þjóðar, voru fyrir hendi, um það er ekki deilt. Forsetinn fór eftir reglunum sem hann setti sér sjálfur þegar hann lífgaði við dauðan lagabókstaf um málskotsrétt. Hann var samkvæmur sjálfur sér. Nú eru í deiglunni nokkur stórmál þar sem augljós gjá er milli þings og þjóðar. Það nýjasta er risaskref í átt að því að festa í sessi eignarhald á makrílkvóta. Í frumvarpi sjávarútvegsráðherrans er kvótinn festur til sex ára, sem þýðir að næsta ríkisstjórn er bundin af lögunum, verði þau samþykkt. Það er grundvallarbreyting í máli sem klýfur þjóðina, ef marka má undirskriftirnar sem þegar eru komnar á þjóðareign.is og kannanir undanfarinna missera. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau séu samkvæm sjálfum sér. Það á líka við um forsetann. Skoðun hans sjálfs og tengsl við valdhafa í stjórnarráðinu mega ekki ráða ferðinni. Ef undirskriftir verða álíka margar og í hin þrjú skiptin sem hann hefur neitað að staðfesta lög á hann engan kost annan en að vísa makrílfrumvarpinu til þjóðarinnar. Skilyrði til að gera út hafa aldrei verið betri. Fiskverð á heimsmarkaði hefur hækkað ár frá ári, langt umfram annað verðlag. Gengið er lágt, afar hagfellt fyrirtækjunum. Lægstu laun í fiskvinnslu eru smánarblettur á samfélaginu. Því er holur hljómur í kveinstöfunum sem alltof oft heyrast frá útgerð og fiskvinnslu. Forsetinn færði okkur málskotsréttinn, nokkuð óvænt. Þjóðin kunni að meta það og kaus hann aftur og aftur. Ætlar hann, einn og sami maðurinn, að svipta okkur þessum sjálfsagða rétti? Það yrði saga til næsta bæjar.