Verkföll sögð óumflýjanleg sveinn arnarsson skrifar 4. maí 2015 07:00 Kjaradeilur eru sagðar í hnút og staðan grafalvarleg. Svo víðtækar verkfallsaðgerðir sem eru í sjónmáli eru fáheyrðar í íslenskri kjarabaráttu. Helmingur launþega gæti lagt niður störf í lok mánaðarins. Fréttablaðið/Pjetur 37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent