Neyðarástand á svínabúum landsins Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Gríðarlega þröngt er um dýrin og eiga þau erfitt með að hvílast í svo þröngu rými. Fréttablaðið Auðunn Neyðarástand er á allflestum svínabúum. Eftirlitsdýralæknar lögðu til við undanþágunefnd þann 30. apríl síðastliðinn að slátra þyrfti um 2.700 grísum á sex búum þar sem þéttleiki á búunum væri orðinn of mikill og bryti í bága við lög um velferð dýra. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélagsins, segir stöðuna grafalvarlega.Hörður HArðarson„Nú erum við á þriðju viku verkfalls og það hefur engu verið slátrað frá okkur svínabændum allan þennan tíma. Nú er orðið allt of þröngt um gripina á búunum og þurfum við nauðsynlega að koma þeim frá okkur í slátrun. Þetta ástand er með öllu ótækt og ég biðla til samningsaðila að ná sáttum því við svínabændur erum þeir einu sem líða fyrir þetta,“ segir Hörður. Að sögn Harðar vilja dýralæknar veita undanþágu með því skilyrði að allt kjöt verði lagt í frost. Við það sætti bændur sig ekki. „Dýralæknar heilbrigðisvotta gripi fyrir slátrun og þar með er þeirra lögsögu lokið. Þeir hafa ekki getað bent okkur svínabændum á hvaða lagaheimild þeir hafa til að krefjast þessa,“ segir Hörður. Charlotta Oddsdóttir, talsmaður Dýralæknafélags Íslands, harmar stöðuna á búunum. „Þær undanþágur sem sótt hefur verið um fram að þessu hafa allar byggt á því að slátra til að setja kjöt á markað. Við getum ekki sætt okkur við það og bent á það samkomulag við alifuglabændur að frysta kjöt þar til verkfalli lýkur. Það var ekki eining um þetta meðal svínabænda og því er staðan þessi,“ segir Charlotta.Neyðarástand Eins og sést er ástandið alvarlegt og vel á þriðja þúsund grísa bíða þess að fara í sláturhús. Hver grís þyngist um 850 grömm á hverjum degi og því erfitt um vik.Þann 30. apríl fóru eftirlitsdýralæknar á átta svínabú til að kanna ástandið. Í skýrslum dýralæknanna, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er lýst grafalvarlegu ástandi á sex búum af þessum átta. Lögðu dýralæknar til að leyfð yrði slátrun af þessum bæjum einungis vegna velferðar dýranna. Samkvæmt lögum bera bændur ábyrgð á velferð dýra sinna. Hörður bendir á að það séu ekki þeir sem búi til vandann. „Það er vissulega rétt að bændur bera ábyrgð á velferð dýranna. Hins vegar er það alveg ljóst að verkfall dýralækna býr til þetta vandamál inni á búunum og því er ekki við okkur að sakast. Dýralæknar verða að sjá sóma sinn í að huga að velferð dýra þó þeir séu í kjarabaráttu,“ segir Hörður. Á Brautarholti var niðurstaða eftirlitsins að þéttleiki væri orðinn alltof mikill og ástandið færi versnandi. Brýnt væri að tæma þrjár deildir og slátra 600 grísum til að grisja í stíum. Sama niðurstaða var á svínabúinu að Minni-Vatnsleysu þar sem þéttleiki væri of mikill og þyrfti að slátra um 220 grísum frá búinu. Hjá Stjörnugrís að Melum í Hvalfjarðarsveit voru 2.900 gripir í of litlu rými og þyrfti því að slátra um 815 grísum til þess að þéttleikinn yrði í samræmi við reglugerð um velferð dýra. Á Norðurlandi var ástandið á Hraukbæ í Eyjafirði á þá leið að þéttleiki væri allt að 50 yfir leyfilegum mörkum samkvæmt reglugerð um velferð svína og lagði yfirdýralæknir til að leyfa slátrun á 700 grísum til að létta á búinu. Fagráð um velferð dýra fundaði í gær um þá stöðu sem upp er komin vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Fagráðið lýsir yfir þungum áhyggjum og hvetur Matvælastofnun til að hafa náið eftirlit með velferð eldisdýra þó dýralæknar séu í verkfalli. Þéttleiki sláturdýra sé yfir leyfilegum mörkum og bregðast þurfi við því án tafar með slátrun. „Við þær mjög erfiðu aðstæður sem verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun veldur hefur stofnunin reynt að tryggja svo sem kostur er að dýr þurfi sem minnst að líða og hefur í því skyni sent fjölmargar beiðnir til undanþágunefndar, um leyfi til að kalla starfsfólk stofnunarinnar út til að sinna eftirliti á sláturhúsum, kanna ástand á búum og bregðast við ábendingum um brýn mál er varða dýravelferð. Undanþágur hafa verið veittar í mörgum tilvikum en þar til í morgun hafa engar undanþágur verið samþykktar vegna slátrunar á svínum,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.Charlotta OddsdóttirCharlotta Oddsdóttir, talsmaður Dýralæknafélags Íslands, harmar þá stöðu sem upp er komin á búunum.„Þær undanþágur sem sótt hefur verið um fram að þessu hafa allar byggt á því að slátra til að setja kjöt á markað. Við getum ekki sætt okkur við það,“ segir Charlotta.Samninganefndir BHM og ríkisins hittust á mánudaginn en út úr þeim fundi kom ekkert. Charlotta segir stefna í lengra verkfall. „Við erum ekki í þessu til að vera andstyggileg við bændur, einungis að sýna hvað við gerum í ríkisins þágu. Það er ávallt einhver þriðji aðili á milli í svona kjaradeilum. Það er hins vegar ekkert að gerast í átt að samkomulagi. BHM lagði fram tillögur á síðasta fundi sem voru varla ræddar og ríkið virðist ætla að halda áfram að hlusta ekki á tillögur til sátta,“ segir CharlottaSvínunum líður illa í svo þröngu rými. Hafa ber í huga að svín við sláturstærð þyngjast um 850 grömm á dag svo þéttleiki dýranna eykst dag frá degi.Fréttablaðið/AuðunnFréttablaðið/AuðunnFréttablaðið Auðunn Verkfall 2016 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Neyðarástand er á allflestum svínabúum. Eftirlitsdýralæknar lögðu til við undanþágunefnd þann 30. apríl síðastliðinn að slátra þyrfti um 2.700 grísum á sex búum þar sem þéttleiki á búunum væri orðinn of mikill og bryti í bága við lög um velferð dýra. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélagsins, segir stöðuna grafalvarlega.Hörður HArðarson„Nú erum við á þriðju viku verkfalls og það hefur engu verið slátrað frá okkur svínabændum allan þennan tíma. Nú er orðið allt of þröngt um gripina á búunum og þurfum við nauðsynlega að koma þeim frá okkur í slátrun. Þetta ástand er með öllu ótækt og ég biðla til samningsaðila að ná sáttum því við svínabændur erum þeir einu sem líða fyrir þetta,“ segir Hörður. Að sögn Harðar vilja dýralæknar veita undanþágu með því skilyrði að allt kjöt verði lagt í frost. Við það sætti bændur sig ekki. „Dýralæknar heilbrigðisvotta gripi fyrir slátrun og þar með er þeirra lögsögu lokið. Þeir hafa ekki getað bent okkur svínabændum á hvaða lagaheimild þeir hafa til að krefjast þessa,“ segir Hörður. Charlotta Oddsdóttir, talsmaður Dýralæknafélags Íslands, harmar stöðuna á búunum. „Þær undanþágur sem sótt hefur verið um fram að þessu hafa allar byggt á því að slátra til að setja kjöt á markað. Við getum ekki sætt okkur við það og bent á það samkomulag við alifuglabændur að frysta kjöt þar til verkfalli lýkur. Það var ekki eining um þetta meðal svínabænda og því er staðan þessi,“ segir Charlotta.Neyðarástand Eins og sést er ástandið alvarlegt og vel á þriðja þúsund grísa bíða þess að fara í sláturhús. Hver grís þyngist um 850 grömm á hverjum degi og því erfitt um vik.Þann 30. apríl fóru eftirlitsdýralæknar á átta svínabú til að kanna ástandið. Í skýrslum dýralæknanna, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er lýst grafalvarlegu ástandi á sex búum af þessum átta. Lögðu dýralæknar til að leyfð yrði slátrun af þessum bæjum einungis vegna velferðar dýranna. Samkvæmt lögum bera bændur ábyrgð á velferð dýra sinna. Hörður bendir á að það séu ekki þeir sem búi til vandann. „Það er vissulega rétt að bændur bera ábyrgð á velferð dýranna. Hins vegar er það alveg ljóst að verkfall dýralækna býr til þetta vandamál inni á búunum og því er ekki við okkur að sakast. Dýralæknar verða að sjá sóma sinn í að huga að velferð dýra þó þeir séu í kjarabaráttu,“ segir Hörður. Á Brautarholti var niðurstaða eftirlitsins að þéttleiki væri orðinn alltof mikill og ástandið færi versnandi. Brýnt væri að tæma þrjár deildir og slátra 600 grísum til að grisja í stíum. Sama niðurstaða var á svínabúinu að Minni-Vatnsleysu þar sem þéttleiki væri of mikill og þyrfti að slátra um 220 grísum frá búinu. Hjá Stjörnugrís að Melum í Hvalfjarðarsveit voru 2.900 gripir í of litlu rými og þyrfti því að slátra um 815 grísum til þess að þéttleikinn yrði í samræmi við reglugerð um velferð dýra. Á Norðurlandi var ástandið á Hraukbæ í Eyjafirði á þá leið að þéttleiki væri allt að 50 yfir leyfilegum mörkum samkvæmt reglugerð um velferð svína og lagði yfirdýralæknir til að leyfa slátrun á 700 grísum til að létta á búinu. Fagráð um velferð dýra fundaði í gær um þá stöðu sem upp er komin vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Fagráðið lýsir yfir þungum áhyggjum og hvetur Matvælastofnun til að hafa náið eftirlit með velferð eldisdýra þó dýralæknar séu í verkfalli. Þéttleiki sláturdýra sé yfir leyfilegum mörkum og bregðast þurfi við því án tafar með slátrun. „Við þær mjög erfiðu aðstæður sem verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun veldur hefur stofnunin reynt að tryggja svo sem kostur er að dýr þurfi sem minnst að líða og hefur í því skyni sent fjölmargar beiðnir til undanþágunefndar, um leyfi til að kalla starfsfólk stofnunarinnar út til að sinna eftirliti á sláturhúsum, kanna ástand á búum og bregðast við ábendingum um brýn mál er varða dýravelferð. Undanþágur hafa verið veittar í mörgum tilvikum en þar til í morgun hafa engar undanþágur verið samþykktar vegna slátrunar á svínum,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.Charlotta OddsdóttirCharlotta Oddsdóttir, talsmaður Dýralæknafélags Íslands, harmar þá stöðu sem upp er komin á búunum.„Þær undanþágur sem sótt hefur verið um fram að þessu hafa allar byggt á því að slátra til að setja kjöt á markað. Við getum ekki sætt okkur við það,“ segir Charlotta.Samninganefndir BHM og ríkisins hittust á mánudaginn en út úr þeim fundi kom ekkert. Charlotta segir stefna í lengra verkfall. „Við erum ekki í þessu til að vera andstyggileg við bændur, einungis að sýna hvað við gerum í ríkisins þágu. Það er ávallt einhver þriðji aðili á milli í svona kjaradeilum. Það er hins vegar ekkert að gerast í átt að samkomulagi. BHM lagði fram tillögur á síðasta fundi sem voru varla ræddar og ríkið virðist ætla að halda áfram að hlusta ekki á tillögur til sátta,“ segir CharlottaSvínunum líður illa í svo þröngu rými. Hafa ber í huga að svín við sláturstærð þyngjast um 850 grömm á dag svo þéttleiki dýranna eykst dag frá degi.Fréttablaðið/AuðunnFréttablaðið/AuðunnFréttablaðið Auðunn
Verkfall 2016 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira