Hundrað veikum ekki veitt undanþága Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. maí 2015 07:00 Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, segir ástandið slæmt og meðferð krabbameinssjúkra hafi raskast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Hættan á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja er raunveruleg,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga hefur staðið yfir í mánuð. Áhrifin eru hvað mest á krabbameinsdeild. „Staðan er bara hrikaleg. Þjónustan hefur verið skorin niður fyrir ásættanleg mörk, þess eru dæmi að það hafi orðið rof í krabbameinslyfjameðferð. Það eru þó nokkrir sjúklingar þar sem ekki er hægt að byrja krabbameinslyfjameðferð vegna þess að nauðsynlegar rannsóknir vantar og biðlistar hafa lengst eftir geislameðferð,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars bíða enn sex sjúklingar eftir því að hefja meðferð sem hefur verið frestað í fimm vikur eða frá upphafi verkfalls. „Þá eru tuttugu beiðnir sem bíða afgreiðslu síðan verkfallið hófst og ekki hefur verið hægt að verða við enn þá,“ segir Gunnar. Þá nefnir Gunnar legudeildina þar sem veikustu krabbameinssjúklingarnir liggja og segist óttast alvarleg atvik þar vegna verkfallsins. „Bráðveikir einstaklingar liggja á legudeildinni. Þar er mikil röskun á meðferð, rannsóknir taka lengri tíma sem getur seinkað nauðsynlegri meðferð og útskrift. Á þessari deild reiðum við okkur mjög bæði á blóðrannsóknir og myndgreiningar,“ segir Gunnar. Eftirlit liggur að miklu leyti niðri. Gunnar segir seinkun á greiningu geta haft afdrifaríkar afleiðingar á áframhaldandi meðferð. „Við reynum hvað við getum að forgangsraða þannig að nauðsynlegar rannsóknir eru gerðar tímanlega til að sjúklingar skaðist ekki. En það fer mikill tími í forgangsröðun og annað sem tengist verkfallinu sem raskar líka allri starfseminni, tími sem ætti frekar að fara í það að sinna sjúklingum.“ Rúmlega þrjú þúsund manns bíða eftir myndgreiningu. Undanþágunefnd hefur veitt tvö hundruð sjúklingum undanþágur í verkfallinu. Læknar senda beiðni um undanþágu sem þeir telja nauðsynlega. Hundrað sjúklingum hefur verið hafnað „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum,“ segir Katrín. Katrín bendir á að verkfallið sé löglegt úrræði til að fá kjarabætur. „Það eru mjög reglulega veittar undanþágur. Afleiðingar af verkfallinu eru ekki á okkar ábyrgð. Við viljum koma að samningaborðinu en það er enginn vilji af hálfu ríkisins.“ Verkfall 2016 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Hættan á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja er raunveruleg,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga hefur staðið yfir í mánuð. Áhrifin eru hvað mest á krabbameinsdeild. „Staðan er bara hrikaleg. Þjónustan hefur verið skorin niður fyrir ásættanleg mörk, þess eru dæmi að það hafi orðið rof í krabbameinslyfjameðferð. Það eru þó nokkrir sjúklingar þar sem ekki er hægt að byrja krabbameinslyfjameðferð vegna þess að nauðsynlegar rannsóknir vantar og biðlistar hafa lengst eftir geislameðferð,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars bíða enn sex sjúklingar eftir því að hefja meðferð sem hefur verið frestað í fimm vikur eða frá upphafi verkfalls. „Þá eru tuttugu beiðnir sem bíða afgreiðslu síðan verkfallið hófst og ekki hefur verið hægt að verða við enn þá,“ segir Gunnar. Þá nefnir Gunnar legudeildina þar sem veikustu krabbameinssjúklingarnir liggja og segist óttast alvarleg atvik þar vegna verkfallsins. „Bráðveikir einstaklingar liggja á legudeildinni. Þar er mikil röskun á meðferð, rannsóknir taka lengri tíma sem getur seinkað nauðsynlegri meðferð og útskrift. Á þessari deild reiðum við okkur mjög bæði á blóðrannsóknir og myndgreiningar,“ segir Gunnar. Eftirlit liggur að miklu leyti niðri. Gunnar segir seinkun á greiningu geta haft afdrifaríkar afleiðingar á áframhaldandi meðferð. „Við reynum hvað við getum að forgangsraða þannig að nauðsynlegar rannsóknir eru gerðar tímanlega til að sjúklingar skaðist ekki. En það fer mikill tími í forgangsröðun og annað sem tengist verkfallinu sem raskar líka allri starfseminni, tími sem ætti frekar að fara í það að sinna sjúklingum.“ Rúmlega þrjú þúsund manns bíða eftir myndgreiningu. Undanþágunefnd hefur veitt tvö hundruð sjúklingum undanþágur í verkfallinu. Læknar senda beiðni um undanþágu sem þeir telja nauðsynlega. Hundrað sjúklingum hefur verið hafnað „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum,“ segir Katrín. Katrín bendir á að verkfallið sé löglegt úrræði til að fá kjarabætur. „Það eru mjög reglulega veittar undanþágur. Afleiðingar af verkfallinu eru ekki á okkar ábyrgð. Við viljum koma að samningaborðinu en það er enginn vilji af hálfu ríkisins.“
Verkfall 2016 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent