Útvíkkun Berglind Pétursdóttir skrifar 11. maí 2015 07:00 Margur sprenglærður tískufræðingurinn hefur skrifað lærða fræðigrein um það hvernig tískan fer í hringi og við eigum allteins von á því að Tarzan-lendaskýlur komist aftur í tísku – það og sé hreinlega ekkert sem við getum gert í því. Við erum nauðbeygðir þrælar Kalla Lagerfelds og valdamikilla tískuspekúlanta sem líta vel út í öllu, sama hversu ljótt það er. Í veikri von pöntum við, hin vinnandi stétt, ljótu fötin af netinu og rembumst við að láta þetta ganga á okkar eigin kolvetnaétandi líkömum. Ég lifi í stöðugum ótta við tískuhringinn. Hvað kemur í tísku næst? Gúmmísandalarnir eru búnir með sína endurkomu, eins þykkbotnaskórnir, gulrótabuxur, kögurvesti, hermannaúlpur, magabolir og kínakjólar. Það hlaut því að koma að því. Útvíðu buxurnar eru loksins komnar aftur. Útvíðar buxur voru síðast í tísku þegar ég var í gagnfræðaskóla og ég átti nokkrar góðar, sumar með semelíusteinum, aðrar með kögri. Þegar ég skoðaði svo myndir af mér frá þessu tímabili lofaði ég sjálfri mér, sór þess eið, að ganga aldrei aftur í slíkri brók. Lausar skálmar gera vaxtarlagi mínu nefnilega ekkert gagn annað en að láta mig líta út fyrir að vera tíu sentímetrum styttri, tíu kílóum þyngri og með tíu aukakálfa. Þegar ég kynntist níðþröngum skálmum, þá komin í menntaskóla, komst ég að því að fötin gera manninn og skyndilega leit ég ekki út eins og grínfígúra. Hið útvíða snið elti mig svo auðvitað uppi eins og ljótum tískufyrirbærum einum er lagið og tók að birtast í nærumhverfi mínu. Í fyrstu fletti ég hratt framhjá útvíðu auglýsingunum, lækaði ekki myndir af vinkonum í útvíðu og vonaði að þetta gengi hratt yfir. En ég er áhrifagjarn neysluþræll og langar bara að vera með á nótunum. Dove er svo búið að ofpeppa mig og sannfæra mig um að það skipti engu máli hvernig ég lít út, ég er falleg inní mér og fegurðin kemur að innan og ekki úr buxunum. Svo ég keypti mér útvíðar buxur. Með extra útvíðum skálmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Margur sprenglærður tískufræðingurinn hefur skrifað lærða fræðigrein um það hvernig tískan fer í hringi og við eigum allteins von á því að Tarzan-lendaskýlur komist aftur í tísku – það og sé hreinlega ekkert sem við getum gert í því. Við erum nauðbeygðir þrælar Kalla Lagerfelds og valdamikilla tískuspekúlanta sem líta vel út í öllu, sama hversu ljótt það er. Í veikri von pöntum við, hin vinnandi stétt, ljótu fötin af netinu og rembumst við að láta þetta ganga á okkar eigin kolvetnaétandi líkömum. Ég lifi í stöðugum ótta við tískuhringinn. Hvað kemur í tísku næst? Gúmmísandalarnir eru búnir með sína endurkomu, eins þykkbotnaskórnir, gulrótabuxur, kögurvesti, hermannaúlpur, magabolir og kínakjólar. Það hlaut því að koma að því. Útvíðu buxurnar eru loksins komnar aftur. Útvíðar buxur voru síðast í tísku þegar ég var í gagnfræðaskóla og ég átti nokkrar góðar, sumar með semelíusteinum, aðrar með kögri. Þegar ég skoðaði svo myndir af mér frá þessu tímabili lofaði ég sjálfri mér, sór þess eið, að ganga aldrei aftur í slíkri brók. Lausar skálmar gera vaxtarlagi mínu nefnilega ekkert gagn annað en að láta mig líta út fyrir að vera tíu sentímetrum styttri, tíu kílóum þyngri og með tíu aukakálfa. Þegar ég kynntist níðþröngum skálmum, þá komin í menntaskóla, komst ég að því að fötin gera manninn og skyndilega leit ég ekki út eins og grínfígúra. Hið útvíða snið elti mig svo auðvitað uppi eins og ljótum tískufyrirbærum einum er lagið og tók að birtast í nærumhverfi mínu. Í fyrstu fletti ég hratt framhjá útvíðu auglýsingunum, lækaði ekki myndir af vinkonum í útvíðu og vonaði að þetta gengi hratt yfir. En ég er áhrifagjarn neysluþræll og langar bara að vera með á nótunum. Dove er svo búið að ofpeppa mig og sannfæra mig um að það skipti engu máli hvernig ég lít út, ég er falleg inní mér og fegurðin kemur að innan og ekki úr buxunum. Svo ég keypti mér útvíðar buxur. Með extra útvíðum skálmum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun