Segir ekki langt eftir í líftauginni Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2015 07:00 Guðný Tómasdóttir með grís í fanginu. Mynd/Ormsstaðir „Héðan í frá skiptir hver dagur máli upp á hvað við höldum lengi út og ekkert langt eftir í líftauginni,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að Ormsstöðum í Grímsnesi, um stöðu svínabænda í verkfalli dýralækna. „Í dag er erfiðast hversu langur tími er síðan þetta byrjaði. Svínabændur eru vanir að reka sinn rekstur með vikulegum greiðslum og nú er þetta komið í fjórar vikur,“ segir Guðný og bætir við að þótt framleiðslan komist ekki á markað sé ekkert lát á þeim gjöldum sem reksturinn þarf að greiða. „Fóður þarf að greiða tvisvar í mánuði og svo kemur allt annað sem fylgir því að reka þetta bú.“ Guðný bendir á að staða svínabænda hafi ekki verið sterk áður en kom að verkfallsaðgerðum BHM og mörg bú hafi verið rekin nálægt núlli og hafi ekki mikla sjóði til að vinna úr. „En svo horfir maður á þjóðfélagið og þykist ekki geta barmað sér þegar allt er á hliðinni á spítölunum, en maður verður náttúrlega að hugsa um rassinn á sjálfum sér.“ Bú Guðnýjar er fjölskyldufyrirtæki þar sem allt snýst um reksturinn. „Þetta er landbúnaður og við búum hér á jörðinni. Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Þegar þetta fer þá fer allt með því, ekki bara fyrirtækið,“ segir Guðný sem óttast upplausnarástand hjá sér og börnum sínum fari allt á versta veg. „En svona er þetta kannski bara með verkföll að þriðji aðili komi alltaf verst út úr þeim.“Svínabú eru nú komin að þolmörkum vegna þess hve þrengir að rekstrinum þegar ekki er hægt að slátra.Fréttablaðið/AuðunnÁ Ormsstöðum er lítill hluti framleiðslunnar seldur beint en megnið hefur farið í vinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á búinu eru um 200 gyltur sem Guðný segir að sé undir meðalstærð á svínabúi hér á landi. Veltutölurnar séu samt þannig að reksturinn megi illa við tímafrekri stöðvun eins og nú. Þannig sé venjuleg greiðsla sem búið hafi fengið fyrir svínakjöt í hverri viku í kring um þrjár milljónir króna. „Stærstu greiðslurnar eru svo um mánaðamót og þá er maður bara kominn upp á velvild banka og aðila í kringum mann hvað maður lifir.“ Guðný segir sem betur fer ekki enn kominn tíma á að leita á náðir bankans hjá henni, enn sem komið er. „Ég er náttúrlega búinn að tala við minn fóðursala, en tölurnar eru bara svo háar og þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Guðný segir líka ljóst að litlu breyti fyrir bú að framleiða í frysti, því salan sé töpuð eftir sem áður. „Þótt þig langi í kótelettu sem þú færð ekki í dag, þá borðar þú ekkert tvær á morgun,“ segir hún og kveðst ekki alveg viss um að sömu rólegheit væru yfir stöðunni ef verkföllin væru að trufla sláturtíð að hausti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00 Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
„Héðan í frá skiptir hver dagur máli upp á hvað við höldum lengi út og ekkert langt eftir í líftauginni,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að Ormsstöðum í Grímsnesi, um stöðu svínabænda í verkfalli dýralækna. „Í dag er erfiðast hversu langur tími er síðan þetta byrjaði. Svínabændur eru vanir að reka sinn rekstur með vikulegum greiðslum og nú er þetta komið í fjórar vikur,“ segir Guðný og bætir við að þótt framleiðslan komist ekki á markað sé ekkert lát á þeim gjöldum sem reksturinn þarf að greiða. „Fóður þarf að greiða tvisvar í mánuði og svo kemur allt annað sem fylgir því að reka þetta bú.“ Guðný bendir á að staða svínabænda hafi ekki verið sterk áður en kom að verkfallsaðgerðum BHM og mörg bú hafi verið rekin nálægt núlli og hafi ekki mikla sjóði til að vinna úr. „En svo horfir maður á þjóðfélagið og þykist ekki geta barmað sér þegar allt er á hliðinni á spítölunum, en maður verður náttúrlega að hugsa um rassinn á sjálfum sér.“ Bú Guðnýjar er fjölskyldufyrirtæki þar sem allt snýst um reksturinn. „Þetta er landbúnaður og við búum hér á jörðinni. Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Þegar þetta fer þá fer allt með því, ekki bara fyrirtækið,“ segir Guðný sem óttast upplausnarástand hjá sér og börnum sínum fari allt á versta veg. „En svona er þetta kannski bara með verkföll að þriðji aðili komi alltaf verst út úr þeim.“Svínabú eru nú komin að þolmörkum vegna þess hve þrengir að rekstrinum þegar ekki er hægt að slátra.Fréttablaðið/AuðunnÁ Ormsstöðum er lítill hluti framleiðslunnar seldur beint en megnið hefur farið í vinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á búinu eru um 200 gyltur sem Guðný segir að sé undir meðalstærð á svínabúi hér á landi. Veltutölurnar séu samt þannig að reksturinn megi illa við tímafrekri stöðvun eins og nú. Þannig sé venjuleg greiðsla sem búið hafi fengið fyrir svínakjöt í hverri viku í kring um þrjár milljónir króna. „Stærstu greiðslurnar eru svo um mánaðamót og þá er maður bara kominn upp á velvild banka og aðila í kringum mann hvað maður lifir.“ Guðný segir sem betur fer ekki enn kominn tíma á að leita á náðir bankans hjá henni, enn sem komið er. „Ég er náttúrlega búinn að tala við minn fóðursala, en tölurnar eru bara svo háar og þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Guðný segir líka ljóst að litlu breyti fyrir bú að framleiða í frysti, því salan sé töpuð eftir sem áður. „Þótt þig langi í kótelettu sem þú færð ekki í dag, þá borðar þú ekkert tvær á morgun,“ segir hún og kveðst ekki alveg viss um að sömu rólegheit væru yfir stöðunni ef verkföllin væru að trufla sláturtíð að hausti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00 Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00
Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00
Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00