Ekkert samráð: „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum“ Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Sæmundur Freyr Árnason skrifa 16. maí 2015 12:00 Formenn félaga launamanna vilja almennileg tilboð. Vísir/Pjetur Starfsgreinasamband Íslands, SGS, er ekki að slá af kröfum sínum þótt ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðu tímabundnu verkfalli tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga þess sem boðað hafði verið 19. og 20. maí og ótímabundnu verkfalli frá 26. maí. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Næstu aðgerðir eru nú boðaðar 28. og 29. maí og svo ótímabundið frá 6. júní verði ekki samið fyrir þann tíma. „Við erum bara að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með eitthvað almennilegt tilboð til þess að það verði hægt að klára þessa samninga. Þetta þýðir ekki að við séum að slá af. Við veitum frest og skorum á SA að nýta hann. Þetta er gert til að veita umþóttunartíma.“ Spurður hvort Starfsgreinasambandið sé með þessu einnig að reyna að verða samferða VR, Landssambandi íslenskra verslunarmanna og Flóabandalaginu í aðgerðum segir Björn: „Það yrði auðvitað meiri þungi þegar kannski 80 þúsund manns fara í verkfall á sama tíma en það var ekki endilega pælt í því þegar við vorum að taka þessa ákvörðun.“björn SnæbjörnssonBjörn segir boltann vera hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Næsti samningafundur SGS og SA hefur verið boðaður á mánudaginn. Fundur BHM og samninganefndar ríkisins í gær breytti litlu, að sögn Páls Halldórssonar, formanns samninganefndar Bandalags háskólamanna, BHM. „Við komumst voða lítið á þeim fundi. Við erum enn að ræða saman en alls ekkert að klára eitt eða neitt.“ Páll nefnir að bæði sé verið að fást við upphæðir og kerfi. „Kerfið getur aldrei tekið mið af samningum annarra. Þeir geta ekki verið að bíða eftir samningum við aðra. Við leggjum ríka áherslu á að ná fram samningi sem hentar okkur og við viljum koma þeim viðræðum almennilega í gang.“páll halldórssonfréttablaðið/stefánNæsti fundur BHM og samninganefndar ríkisins verður á mánudag. VR og Flóabandalagið luku átta klukkustunda fundi samninganefnda félaganna í gær. „Við vorum að ræða saman um hvort það væri hægt að vinna með eitthvað í tilboðum SA,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við erum enn að tala saman og munum halda áfram fundarlotunni á sunnudaginn.“ Aðspurð segir Ólafía að frestun á verkfalli Starfsgreinasambandsins hafi ekki verið til að stilla saman strengi með verkfallsaðgerðum annarra verkalýðsfélaga. „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum í morgun,“ segir hún. Verkfall 2016 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Starfsgreinasamband Íslands, SGS, er ekki að slá af kröfum sínum þótt ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðu tímabundnu verkfalli tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga þess sem boðað hafði verið 19. og 20. maí og ótímabundnu verkfalli frá 26. maí. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Næstu aðgerðir eru nú boðaðar 28. og 29. maí og svo ótímabundið frá 6. júní verði ekki samið fyrir þann tíma. „Við erum bara að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með eitthvað almennilegt tilboð til þess að það verði hægt að klára þessa samninga. Þetta þýðir ekki að við séum að slá af. Við veitum frest og skorum á SA að nýta hann. Þetta er gert til að veita umþóttunartíma.“ Spurður hvort Starfsgreinasambandið sé með þessu einnig að reyna að verða samferða VR, Landssambandi íslenskra verslunarmanna og Flóabandalaginu í aðgerðum segir Björn: „Það yrði auðvitað meiri þungi þegar kannski 80 þúsund manns fara í verkfall á sama tíma en það var ekki endilega pælt í því þegar við vorum að taka þessa ákvörðun.“björn SnæbjörnssonBjörn segir boltann vera hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Næsti samningafundur SGS og SA hefur verið boðaður á mánudaginn. Fundur BHM og samninganefndar ríkisins í gær breytti litlu, að sögn Páls Halldórssonar, formanns samninganefndar Bandalags háskólamanna, BHM. „Við komumst voða lítið á þeim fundi. Við erum enn að ræða saman en alls ekkert að klára eitt eða neitt.“ Páll nefnir að bæði sé verið að fást við upphæðir og kerfi. „Kerfið getur aldrei tekið mið af samningum annarra. Þeir geta ekki verið að bíða eftir samningum við aðra. Við leggjum ríka áherslu á að ná fram samningi sem hentar okkur og við viljum koma þeim viðræðum almennilega í gang.“páll halldórssonfréttablaðið/stefánNæsti fundur BHM og samninganefndar ríkisins verður á mánudag. VR og Flóabandalagið luku átta klukkustunda fundi samninganefnda félaganna í gær. „Við vorum að ræða saman um hvort það væri hægt að vinna með eitthvað í tilboðum SA,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við erum enn að tala saman og munum halda áfram fundarlotunni á sunnudaginn.“ Aðspurð segir Ólafía að frestun á verkfalli Starfsgreinasambandsins hafi ekki verið til að stilla saman strengi með verkfallsaðgerðum annarra verkalýðsfélaga. „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum í morgun,“ segir hún.
Verkfall 2016 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira