7.200 skjöl bíða þinglýsingar sýslumanns Viktoría Hermannsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Öll þessi skjöl bíða þinglýsingar og það mun taka tíma að vinna niður bunkann þegar verkfalli lýkur. Fréttablaðið/Vilhelm Um 7.200 skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls félagsmanna BHM sem starfa hjá embættinu. Ekki er til nákvæm sundurliðun á tegund skjala en gera má ráð fyrir að meirihluti skjalanna tengist fasteignaviðskiptum. Engum samningum vegna fasteignakaupa hefur verið þinglýst frá því 1. apríl. „Þetta er auðvitað farið að valda miklum óþægindum, bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þar sem kaupsamningum og lánaskjölum er ekki þinglýst meðan á verkfalli stendur eru lán vegna kaupa ekki greidd út af lánastofnunum á meðan. „Við höfum gripið til þess ráðs til að reyna að halda í horfinu, svo það hallist ekki á hjá kaupanda og seljanda, að fólk semji um það að greiðslur sem áttu að hafa borist beri þá 6 prósent vexti sem eru lægstu vextir miðað við vaxtatöflu Seðlabankans á óverðtryggðum lánum,“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn skilning og er sátt við þessa lausn miðað við aðstæður, hvorugur aðili getur haft áhrif á framgang mála,“ segir hún. Ingibjörg segir einkennilegt að bara lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu séu í verkfalli en ekki úti á landi og spyr hvers vegna verkfallinu sé ekki dreift milli embætta. „Hér bítur það grimmast. Maður trúir ekki öðru en að þetta fari að leysast. Annars þarf yfirvaldið að fara að grípa til einhverra ráðstafana því þetta er orðið svo mikið tjón. Bæði í þessum geira og víðar,“ segir hún. „Það er ekki í lagi að lama fjármálageirann með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að um 20 milljarðar sem varði kaupsamningsfjárhæðirnar séu í frystingu. Varlega áætlað eru 50 til 70 prósent af því lán sem standa föst,“ segir Ingibjörg. Það er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna upp þau mál sem bíða afgreiðslu eftir að verkfalli lýkur. Það eru þó ekki bara fasteignakaupendur og -seljendur sem lenda í vandræðum. Öll önnur erindi sem snúa að þinglýsingum bíða líka og hefur aðeins eitt mál fengið undanþágu hjá sérstakri undanþágunefnd. „Það mun taka tíma að vinna þetta niður,“ segir Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Mál eru móttekin þar sem starfsfólk í afgreiðslu og á skrifstofu er ekki í verkfalli en þau eru ekki afgreidd. „Það er allt stopp. Eina starfsemin sem er að mestu óbreytt er afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina,“ segir Þuríður. Verkfall 2016 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Um 7.200 skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls félagsmanna BHM sem starfa hjá embættinu. Ekki er til nákvæm sundurliðun á tegund skjala en gera má ráð fyrir að meirihluti skjalanna tengist fasteignaviðskiptum. Engum samningum vegna fasteignakaupa hefur verið þinglýst frá því 1. apríl. „Þetta er auðvitað farið að valda miklum óþægindum, bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þar sem kaupsamningum og lánaskjölum er ekki þinglýst meðan á verkfalli stendur eru lán vegna kaupa ekki greidd út af lánastofnunum á meðan. „Við höfum gripið til þess ráðs til að reyna að halda í horfinu, svo það hallist ekki á hjá kaupanda og seljanda, að fólk semji um það að greiðslur sem áttu að hafa borist beri þá 6 prósent vexti sem eru lægstu vextir miðað við vaxtatöflu Seðlabankans á óverðtryggðum lánum,“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn skilning og er sátt við þessa lausn miðað við aðstæður, hvorugur aðili getur haft áhrif á framgang mála,“ segir hún. Ingibjörg segir einkennilegt að bara lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu séu í verkfalli en ekki úti á landi og spyr hvers vegna verkfallinu sé ekki dreift milli embætta. „Hér bítur það grimmast. Maður trúir ekki öðru en að þetta fari að leysast. Annars þarf yfirvaldið að fara að grípa til einhverra ráðstafana því þetta er orðið svo mikið tjón. Bæði í þessum geira og víðar,“ segir hún. „Það er ekki í lagi að lama fjármálageirann með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að um 20 milljarðar sem varði kaupsamningsfjárhæðirnar séu í frystingu. Varlega áætlað eru 50 til 70 prósent af því lán sem standa föst,“ segir Ingibjörg. Það er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna upp þau mál sem bíða afgreiðslu eftir að verkfalli lýkur. Það eru þó ekki bara fasteignakaupendur og -seljendur sem lenda í vandræðum. Öll önnur erindi sem snúa að þinglýsingum bíða líka og hefur aðeins eitt mál fengið undanþágu hjá sérstakri undanþágunefnd. „Það mun taka tíma að vinna þetta niður,“ segir Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Mál eru móttekin þar sem starfsfólk í afgreiðslu og á skrifstofu er ekki í verkfalli en þau eru ekki afgreidd. „Það er allt stopp. Eina starfsemin sem er að mestu óbreytt er afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina,“ segir Þuríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent