Gagnrýna skúravæðingu Landmannalauga Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Um 80 þúsund gestir heimsækja Landmannalaugar árlega og þær eru ein af fjölsóttustu perlum hálendisins. Rangárþing ytra hefur veitt stöðuleyfi fyrir gáma, þjónustuhús og tvær skólarútur í Landmannalaugum sem munu verða notaðar til að þjónusta ferðamenn á svæðinu í sumar. Í janúar kynnti Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta vinningstillögu í samkeppni um skipulag og hönnun svæðisins í Landmannalaugum. Markmið með tillögunni var að endurheimta landgæði svæðisins. Ferðafélag Íslands gagnrýnir stöðuleyfisveitingarnar og er almennt á móti gáma- og skúravæðingu hálendisins.Páll Guðmundsson Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið reka um fjörutíu skála víða á hálendinu og hafa lagt mikið upp úr því að þeir skálar falli að umhverfinu sem best. Gámar og skúrar í Landmannalaugum séu ekki til þess fallnir að falla að umhverfinu og bæta ásýnd svæðisins. „Það er einföld sýn okkar á það að við erum á móti skúravæðingu á hálendi Íslands,“ segir Páll. Sveitarfélög hafa skipulagsvald yfir sínu svæði minnir Páll á. „Rétt er að benda á að sveitarfélagið hefur metnað og vilja til að breyta ásýnd Landmannalauga og er það í ferli innan sveitarfélagsins hvernig best sé að haga þeim breytingum. Því skjóta þessar leyfisveitingar skökku við í þeirri umræðu,“ segir Páll. Vilji Ferðafélagsins er að sögn Páls skýr. „Við hefðum viljað fjarlægja alla gáma úr Landmannalaugum sem myndi breyta ásýnd svæðisins. Það eru viðræður á milli félagsins og sveitarfélagsins um ásýnd svæðisins í gangi og við vonum að þær beri árangur.“ Á fundi sveitarstjórnar 29. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga um að stofna vinnuhóp um skipulagsmál í Landmannalaugum. Samhliða því yrði útbúinn samráðsvettvangur um skipulagsmál milli sveitarfélagsins og Ferðafélags íslands sem rekur starfsemi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir þessar stöðuveitingar ekki falla að þeim markmiðum að bæta ásýnd Landmannalauga. „Nei, það gerir það því miður ekki og ásýnd Landmannalauga mun ekki lagast fyrr en við komumst með málið á rekspöl og tillögurnar eru í vinnslu. Tilgangurinn með vinnu sveitarfélagsins er að bæta ásýnd Landmannalauga og þess vegna var lagt af stað í þá vegferð,“ segir oddvitinn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Rangárþing ytra hefur veitt stöðuleyfi fyrir gáma, þjónustuhús og tvær skólarútur í Landmannalaugum sem munu verða notaðar til að þjónusta ferðamenn á svæðinu í sumar. Í janúar kynnti Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta vinningstillögu í samkeppni um skipulag og hönnun svæðisins í Landmannalaugum. Markmið með tillögunni var að endurheimta landgæði svæðisins. Ferðafélag Íslands gagnrýnir stöðuleyfisveitingarnar og er almennt á móti gáma- og skúravæðingu hálendisins.Páll Guðmundsson Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið reka um fjörutíu skála víða á hálendinu og hafa lagt mikið upp úr því að þeir skálar falli að umhverfinu sem best. Gámar og skúrar í Landmannalaugum séu ekki til þess fallnir að falla að umhverfinu og bæta ásýnd svæðisins. „Það er einföld sýn okkar á það að við erum á móti skúravæðingu á hálendi Íslands,“ segir Páll. Sveitarfélög hafa skipulagsvald yfir sínu svæði minnir Páll á. „Rétt er að benda á að sveitarfélagið hefur metnað og vilja til að breyta ásýnd Landmannalauga og er það í ferli innan sveitarfélagsins hvernig best sé að haga þeim breytingum. Því skjóta þessar leyfisveitingar skökku við í þeirri umræðu,“ segir Páll. Vilji Ferðafélagsins er að sögn Páls skýr. „Við hefðum viljað fjarlægja alla gáma úr Landmannalaugum sem myndi breyta ásýnd svæðisins. Það eru viðræður á milli félagsins og sveitarfélagsins um ásýnd svæðisins í gangi og við vonum að þær beri árangur.“ Á fundi sveitarstjórnar 29. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga um að stofna vinnuhóp um skipulagsmál í Landmannalaugum. Samhliða því yrði útbúinn samráðsvettvangur um skipulagsmál milli sveitarfélagsins og Ferðafélags íslands sem rekur starfsemi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir þessar stöðuveitingar ekki falla að þeim markmiðum að bæta ásýnd Landmannalauga. „Nei, það gerir það því miður ekki og ásýnd Landmannalauga mun ekki lagast fyrr en við komumst með málið á rekspöl og tillögurnar eru í vinnslu. Tilgangurinn með vinnu sveitarfélagsins er að bæta ásýnd Landmannalauga og þess vegna var lagt af stað í þá vegferð,“ segir oddvitinn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira