Hendur mínar bundnar – aftur! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun