Stjórnarandstaðan óttast skattatillögu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. maí 2015 07:00 Tillaga ríkisstjórnarinnar er að afnema milliskattþrepið. Fréttablaðið/Valgarður Gíslason Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið kynningu á tillögum ríkisstjórnarinnar um að fækka skattþrepum um eitt. Forystumenn flokkanna vara við því að með því minnki færi á að nýta skattkerfið til tekjujöfnunar. Þá er kallað eftir ítarlegri tillögum sem innlegg í lausn á kjaradeilum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hyggst ríkisstjórnin afnema millitekjuskattþrepið þannig að þrepin verði aðeins tvö. Mörkin þeirra á milli verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Þetta er hugsað sem innlegg í kjaraviðræður en með þessu á sérstaklega að koma til móts við millitekjuhópa. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður á bilinu 15-17 milljarðar, en breytingin verður að fullu komin til framkvæmda í árslok 2017. Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum stjórnarandstöðunnar við þessum fyrirætlunum. Forystumennirnir fjórir settu allir þann fyrirvara að þeir hefðu ekki séð tillögurnar.Árni Páll ÁrnasonNýta á skattkerfi til tekjujöfnunar „Við höfum lengi kallað eftir því að ríkisstjórnin beiti skattkerfinu til tekjujöfnunar, en það hefur hún ekki gert síðan hún tók við. Við höfum talið mikilvægt að hafa fjölþrepaskattkerfi í þeim tilgangi og verkalýðshreyfingin hefur deilt þeim meginsjónarmiðum með okkur,“ segir Árni Páll Árnason, fromaður Samfylkingarinnar. „Það á auðvitað eftir að sjá frekari útfærslu á þessu og við munum fyrst og fremst meta þetta eftir því hvort breytingin nær því markmiði að hafa áhrif til jöfnuðar. Við skulum skoða heildarmyndina, en við viljum að breytingin nýtist einnig lífeyrisþegum, jafnt öldruðum sem öryrkjum.“Katrín JakobsdóttirVilja leita í fyrirhrunsskattkerfið „Mér finnst kolröng stefna að fækka skattþrepunum og það hef ég sagt síðan fjármálaráðherra byrjaði að boða slíkt. Tilgangurinn með því er að fletja skattkerfið út aftur, enda var Sjálfstæðisflokkurinn á móti þrepaskiptakerfinu þegar því var komið á og hefur viljað leita aftur í flata fyrirhrunsskattkerfið. Afnám auðlegðarskattarins og þessi fyrirhugaða fækkun þrepa eru áfangar á þeirri leið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það í tengslum við kjarasamninga að endurskoða viðmiðunarfjárhæðir á hverju þrepi. Það að fækka þrepum er hins vegar fyrst og fremst aðgerð sem er hluti af pólitískri stefnu þessarar ríkisstjórnar.“Guðmundur SteingrímssonTekjujöfnunin skiptir máli „Ég fagna því að það sé komið eitthvert innlegg frá ríkisstjórninni í kjarasamninga,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar. „Við höfum auglýst eftir því og það hefur vakið undrun mína að viðbrögðin við því hafa verið þau að ríkisvaldið hafi enga þýðingu í þessu og þingið eigi enga aðkomu að samningum. En svo sjáum við hvað gerist nú þegar það kemur almennilegt útspil frá ríkisstjórninni, þetta skiptir miklu máli. Það skiptir máli ef tillögurnar fá góðar undirtektir á vinnumarkaði og verða til þess að leysa kjaradeilur.“ „Það eru hins vegar ákveðin rök fyrir þremur skattþrepum, ákveðin tekjujöfnunarrök, og ég þarf að sjá hvernig því er mætt, að þetta bitni ekki á þeim lægst launuðu. Útfærslan skiptir því máli og í samhengi við kjarasamninga, hvort því verði þá mætt þar,“ segir hann.Birgitta JónsdóttirÞarf að brúa tekjugapið „Það er ánægjulegt að komnar séu tillögur að því hvernig ríkið getur tekið sinn þátt í því að leysa kjaradeilur. Ég átta mig ekki alveg á því hvort þetta sé nóg til að fólki finnist að það mikla gap sem er á milli þeirra sem hafa minnst og þeirra sem hafa mest verði brúað. Við verðum að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. „Hvað kjarasamninga varðar finnst mér langbrýnast að gera eitthvað varðandi það neyðarástand sem ríkir á húsnæðismarkaðnum. Ég á erfitt með að fara í frí áður en komið er eitthvað sem tekur á því og það strax, ekki árið 2017.“ Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið fyrir árslok 2017. Kostar ríkissjóð 15 til 17 milljarða á næstu tveimur árum. 28. maí 2015 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið kynningu á tillögum ríkisstjórnarinnar um að fækka skattþrepum um eitt. Forystumenn flokkanna vara við því að með því minnki færi á að nýta skattkerfið til tekjujöfnunar. Þá er kallað eftir ítarlegri tillögum sem innlegg í lausn á kjaradeilum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hyggst ríkisstjórnin afnema millitekjuskattþrepið þannig að þrepin verði aðeins tvö. Mörkin þeirra á milli verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Þetta er hugsað sem innlegg í kjaraviðræður en með þessu á sérstaklega að koma til móts við millitekjuhópa. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður á bilinu 15-17 milljarðar, en breytingin verður að fullu komin til framkvæmda í árslok 2017. Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum stjórnarandstöðunnar við þessum fyrirætlunum. Forystumennirnir fjórir settu allir þann fyrirvara að þeir hefðu ekki séð tillögurnar.Árni Páll ÁrnasonNýta á skattkerfi til tekjujöfnunar „Við höfum lengi kallað eftir því að ríkisstjórnin beiti skattkerfinu til tekjujöfnunar, en það hefur hún ekki gert síðan hún tók við. Við höfum talið mikilvægt að hafa fjölþrepaskattkerfi í þeim tilgangi og verkalýðshreyfingin hefur deilt þeim meginsjónarmiðum með okkur,“ segir Árni Páll Árnason, fromaður Samfylkingarinnar. „Það á auðvitað eftir að sjá frekari útfærslu á þessu og við munum fyrst og fremst meta þetta eftir því hvort breytingin nær því markmiði að hafa áhrif til jöfnuðar. Við skulum skoða heildarmyndina, en við viljum að breytingin nýtist einnig lífeyrisþegum, jafnt öldruðum sem öryrkjum.“Katrín JakobsdóttirVilja leita í fyrirhrunsskattkerfið „Mér finnst kolröng stefna að fækka skattþrepunum og það hef ég sagt síðan fjármálaráðherra byrjaði að boða slíkt. Tilgangurinn með því er að fletja skattkerfið út aftur, enda var Sjálfstæðisflokkurinn á móti þrepaskiptakerfinu þegar því var komið á og hefur viljað leita aftur í flata fyrirhrunsskattkerfið. Afnám auðlegðarskattarins og þessi fyrirhugaða fækkun þrepa eru áfangar á þeirri leið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það í tengslum við kjarasamninga að endurskoða viðmiðunarfjárhæðir á hverju þrepi. Það að fækka þrepum er hins vegar fyrst og fremst aðgerð sem er hluti af pólitískri stefnu þessarar ríkisstjórnar.“Guðmundur SteingrímssonTekjujöfnunin skiptir máli „Ég fagna því að það sé komið eitthvert innlegg frá ríkisstjórninni í kjarasamninga,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar. „Við höfum auglýst eftir því og það hefur vakið undrun mína að viðbrögðin við því hafa verið þau að ríkisvaldið hafi enga þýðingu í þessu og þingið eigi enga aðkomu að samningum. En svo sjáum við hvað gerist nú þegar það kemur almennilegt útspil frá ríkisstjórninni, þetta skiptir miklu máli. Það skiptir máli ef tillögurnar fá góðar undirtektir á vinnumarkaði og verða til þess að leysa kjaradeilur.“ „Það eru hins vegar ákveðin rök fyrir þremur skattþrepum, ákveðin tekjujöfnunarrök, og ég þarf að sjá hvernig því er mætt, að þetta bitni ekki á þeim lægst launuðu. Útfærslan skiptir því máli og í samhengi við kjarasamninga, hvort því verði þá mætt þar,“ segir hann.Birgitta JónsdóttirÞarf að brúa tekjugapið „Það er ánægjulegt að komnar séu tillögur að því hvernig ríkið getur tekið sinn þátt í því að leysa kjaradeilur. Ég átta mig ekki alveg á því hvort þetta sé nóg til að fólki finnist að það mikla gap sem er á milli þeirra sem hafa minnst og þeirra sem hafa mest verði brúað. Við verðum að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. „Hvað kjarasamninga varðar finnst mér langbrýnast að gera eitthvað varðandi það neyðarástand sem ríkir á húsnæðismarkaðnum. Ég á erfitt með að fara í frí áður en komið er eitthvað sem tekur á því og það strax, ekki árið 2017.“
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið fyrir árslok 2017. Kostar ríkissjóð 15 til 17 milljarða á næstu tveimur árum. 28. maí 2015 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið fyrir árslok 2017. Kostar ríkissjóð 15 til 17 milljarða á næstu tveimur árum. 28. maí 2015 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“