Stjórnarandstaðan óttast skattatillögu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. maí 2015 07:00 Tillaga ríkisstjórnarinnar er að afnema milliskattþrepið. Fréttablaðið/Valgarður Gíslason Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið kynningu á tillögum ríkisstjórnarinnar um að fækka skattþrepum um eitt. Forystumenn flokkanna vara við því að með því minnki færi á að nýta skattkerfið til tekjujöfnunar. Þá er kallað eftir ítarlegri tillögum sem innlegg í lausn á kjaradeilum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hyggst ríkisstjórnin afnema millitekjuskattþrepið þannig að þrepin verði aðeins tvö. Mörkin þeirra á milli verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Þetta er hugsað sem innlegg í kjaraviðræður en með þessu á sérstaklega að koma til móts við millitekjuhópa. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður á bilinu 15-17 milljarðar, en breytingin verður að fullu komin til framkvæmda í árslok 2017. Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum stjórnarandstöðunnar við þessum fyrirætlunum. Forystumennirnir fjórir settu allir þann fyrirvara að þeir hefðu ekki séð tillögurnar.Árni Páll ÁrnasonNýta á skattkerfi til tekjujöfnunar „Við höfum lengi kallað eftir því að ríkisstjórnin beiti skattkerfinu til tekjujöfnunar, en það hefur hún ekki gert síðan hún tók við. Við höfum talið mikilvægt að hafa fjölþrepaskattkerfi í þeim tilgangi og verkalýðshreyfingin hefur deilt þeim meginsjónarmiðum með okkur,“ segir Árni Páll Árnason, fromaður Samfylkingarinnar. „Það á auðvitað eftir að sjá frekari útfærslu á þessu og við munum fyrst og fremst meta þetta eftir því hvort breytingin nær því markmiði að hafa áhrif til jöfnuðar. Við skulum skoða heildarmyndina, en við viljum að breytingin nýtist einnig lífeyrisþegum, jafnt öldruðum sem öryrkjum.“Katrín JakobsdóttirVilja leita í fyrirhrunsskattkerfið „Mér finnst kolröng stefna að fækka skattþrepunum og það hef ég sagt síðan fjármálaráðherra byrjaði að boða slíkt. Tilgangurinn með því er að fletja skattkerfið út aftur, enda var Sjálfstæðisflokkurinn á móti þrepaskiptakerfinu þegar því var komið á og hefur viljað leita aftur í flata fyrirhrunsskattkerfið. Afnám auðlegðarskattarins og þessi fyrirhugaða fækkun þrepa eru áfangar á þeirri leið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það í tengslum við kjarasamninga að endurskoða viðmiðunarfjárhæðir á hverju þrepi. Það að fækka þrepum er hins vegar fyrst og fremst aðgerð sem er hluti af pólitískri stefnu þessarar ríkisstjórnar.“Guðmundur SteingrímssonTekjujöfnunin skiptir máli „Ég fagna því að það sé komið eitthvert innlegg frá ríkisstjórninni í kjarasamninga,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar. „Við höfum auglýst eftir því og það hefur vakið undrun mína að viðbrögðin við því hafa verið þau að ríkisvaldið hafi enga þýðingu í þessu og þingið eigi enga aðkomu að samningum. En svo sjáum við hvað gerist nú þegar það kemur almennilegt útspil frá ríkisstjórninni, þetta skiptir miklu máli. Það skiptir máli ef tillögurnar fá góðar undirtektir á vinnumarkaði og verða til þess að leysa kjaradeilur.“ „Það eru hins vegar ákveðin rök fyrir þremur skattþrepum, ákveðin tekjujöfnunarrök, og ég þarf að sjá hvernig því er mætt, að þetta bitni ekki á þeim lægst launuðu. Útfærslan skiptir því máli og í samhengi við kjarasamninga, hvort því verði þá mætt þar,“ segir hann.Birgitta JónsdóttirÞarf að brúa tekjugapið „Það er ánægjulegt að komnar séu tillögur að því hvernig ríkið getur tekið sinn þátt í því að leysa kjaradeilur. Ég átta mig ekki alveg á því hvort þetta sé nóg til að fólki finnist að það mikla gap sem er á milli þeirra sem hafa minnst og þeirra sem hafa mest verði brúað. Við verðum að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. „Hvað kjarasamninga varðar finnst mér langbrýnast að gera eitthvað varðandi það neyðarástand sem ríkir á húsnæðismarkaðnum. Ég á erfitt með að fara í frí áður en komið er eitthvað sem tekur á því og það strax, ekki árið 2017.“ Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið fyrir árslok 2017. Kostar ríkissjóð 15 til 17 milljarða á næstu tveimur árum. 28. maí 2015 07:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið kynningu á tillögum ríkisstjórnarinnar um að fækka skattþrepum um eitt. Forystumenn flokkanna vara við því að með því minnki færi á að nýta skattkerfið til tekjujöfnunar. Þá er kallað eftir ítarlegri tillögum sem innlegg í lausn á kjaradeilum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hyggst ríkisstjórnin afnema millitekjuskattþrepið þannig að þrepin verði aðeins tvö. Mörkin þeirra á milli verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Þetta er hugsað sem innlegg í kjaraviðræður en með þessu á sérstaklega að koma til móts við millitekjuhópa. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður á bilinu 15-17 milljarðar, en breytingin verður að fullu komin til framkvæmda í árslok 2017. Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum stjórnarandstöðunnar við þessum fyrirætlunum. Forystumennirnir fjórir settu allir þann fyrirvara að þeir hefðu ekki séð tillögurnar.Árni Páll ÁrnasonNýta á skattkerfi til tekjujöfnunar „Við höfum lengi kallað eftir því að ríkisstjórnin beiti skattkerfinu til tekjujöfnunar, en það hefur hún ekki gert síðan hún tók við. Við höfum talið mikilvægt að hafa fjölþrepaskattkerfi í þeim tilgangi og verkalýðshreyfingin hefur deilt þeim meginsjónarmiðum með okkur,“ segir Árni Páll Árnason, fromaður Samfylkingarinnar. „Það á auðvitað eftir að sjá frekari útfærslu á þessu og við munum fyrst og fremst meta þetta eftir því hvort breytingin nær því markmiði að hafa áhrif til jöfnuðar. Við skulum skoða heildarmyndina, en við viljum að breytingin nýtist einnig lífeyrisþegum, jafnt öldruðum sem öryrkjum.“Katrín JakobsdóttirVilja leita í fyrirhrunsskattkerfið „Mér finnst kolröng stefna að fækka skattþrepunum og það hef ég sagt síðan fjármálaráðherra byrjaði að boða slíkt. Tilgangurinn með því er að fletja skattkerfið út aftur, enda var Sjálfstæðisflokkurinn á móti þrepaskiptakerfinu þegar því var komið á og hefur viljað leita aftur í flata fyrirhrunsskattkerfið. Afnám auðlegðarskattarins og þessi fyrirhugaða fækkun þrepa eru áfangar á þeirri leið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það í tengslum við kjarasamninga að endurskoða viðmiðunarfjárhæðir á hverju þrepi. Það að fækka þrepum er hins vegar fyrst og fremst aðgerð sem er hluti af pólitískri stefnu þessarar ríkisstjórnar.“Guðmundur SteingrímssonTekjujöfnunin skiptir máli „Ég fagna því að það sé komið eitthvert innlegg frá ríkisstjórninni í kjarasamninga,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar. „Við höfum auglýst eftir því og það hefur vakið undrun mína að viðbrögðin við því hafa verið þau að ríkisvaldið hafi enga þýðingu í þessu og þingið eigi enga aðkomu að samningum. En svo sjáum við hvað gerist nú þegar það kemur almennilegt útspil frá ríkisstjórninni, þetta skiptir miklu máli. Það skiptir máli ef tillögurnar fá góðar undirtektir á vinnumarkaði og verða til þess að leysa kjaradeilur.“ „Það eru hins vegar ákveðin rök fyrir þremur skattþrepum, ákveðin tekjujöfnunarrök, og ég þarf að sjá hvernig því er mætt, að þetta bitni ekki á þeim lægst launuðu. Útfærslan skiptir því máli og í samhengi við kjarasamninga, hvort því verði þá mætt þar,“ segir hann.Birgitta JónsdóttirÞarf að brúa tekjugapið „Það er ánægjulegt að komnar séu tillögur að því hvernig ríkið getur tekið sinn þátt í því að leysa kjaradeilur. Ég átta mig ekki alveg á því hvort þetta sé nóg til að fólki finnist að það mikla gap sem er á milli þeirra sem hafa minnst og þeirra sem hafa mest verði brúað. Við verðum að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. „Hvað kjarasamninga varðar finnst mér langbrýnast að gera eitthvað varðandi það neyðarástand sem ríkir á húsnæðismarkaðnum. Ég á erfitt með að fara í frí áður en komið er eitthvað sem tekur á því og það strax, ekki árið 2017.“
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið fyrir árslok 2017. Kostar ríkissjóð 15 til 17 milljarða á næstu tveimur árum. 28. maí 2015 07:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið fyrir árslok 2017. Kostar ríkissjóð 15 til 17 milljarða á næstu tveimur árum. 28. maí 2015 07:00