Fjögurra vikna sumaráskorun Nanna Árnadóttir skrifar 5. júní 2015 11:00 Vísir/Getty Á sumrin á venjuleg rútína það til að breytast. Vinnutíminn breytist, þú ferð í sumarfrí, hættir fyrr að vinna, sinnir öðruvísi vinnu. Þegar rútínan breytist dettur maður oft í þá gildru að finna ekki tímann til þess að hreyfa sig. Að því sögðu hvet ég alla til þess að sjá til þess að hreyfingin haldist inni í rútínunni í sumar. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt með mér í 4 vikna sumaráskorun. Sumaráskorun þar sem við hreyfum okkur á hverjum degi og hugum að því að borða hollan og góðan mat. Ég mun taka viku fyrir í senn og byrja rólega svo allir geti verið með. Ég mæli með því að hengja greinina upp á ísskápinn svo þú gleymir þessu ekki!Dagur 1 Farðu í 30 mínútna göngutúr. Að því loknu skaltu teygja vel á öllum vöðvahópum og muna að draga djúpt inn andann að æfingu lokinni og festa í minnið hversu góð tilfinning það er að hafa hreyft sig og fengið blóðflæðið vel af stað.Dagur 2 Byrjaðu daginn á því að fá þér volgt sítrónuvatn, áður en þú borðar. Fjölmargir hafa dásamað þessa morgunhefð og því um að gera að prufa og sjá hvort það henti sér. Ef þér finnst sítrónan of súr settu þá örlítið af hunangi út í. Seinna í dag skaltu fara í 40 mínútna göngutúr á nýjum stað, í náttúrunni. Einhvers staðar þar sem þú gengur ekki oft og njóttu þess að upplifa náttúruna. Að göngutúrnum loknum skaltu gera planka í samtals 90 sekúndur. Þú ræður hvort þú gerir hann allan í einu eða skiptir honum niður í skemmri tíma í einu.Dagur 3 Farðu í sund og syntu 250 metra. Það gera 10 ferðir í 25 metra sundlaug. Eftir að þú hefur synt skaltu fara í heita pottinn og slaka vel á.Dagur 4 Í dag skaltu ákveða að borða 2 af þínum uppáhaldsávöxtum og markvisst reyna svo að koma því í rútínu að borða að minnsta kosti 2 heila ávexti á dag. Þegar það er orðið vani þá er hægt að bæta fleiri ávöxtum við. Hreyfing dagsins er 30 mínútna kröftugur göngutúr þar sem þú ætlar að gera eftirfarandi æfingar einhvers staðar á leiðinni: 10 armbeygjur, 10 hnébeygjur og planka í 1 mínútu.Dagur 5 Í dag ætlarðu að prófa að hlaupa örlítið ef þú hefur ekki gert það áður. Við höldum okkur við 30 mínútna tímarammann en á þeim tíma skaltu hlaupa í samtals 5 mínútur. Þú getur byrjað á því að hita þig upp í 5 mínútur með röskri göngu, hlaupið svo í 1 mínútu, gengið í 4 mínútur og svo koll af kolli þar til þú hefur hlaupið samtals í 5 mínútur.Dagur 6 Markmið dagsins er að drekka ekkert annað en vatn. Vatnið er langbesti svaladrykkurinn, er alveg ókeypis og inniheldur engar hitaeiningar. Gæti ekki verið betra. Hreyfing dagsins er að fara aftur í sund en að synda 300 metra í þetta skiptið.Dagur 7 Ef þú hefur fylgt planinu þá hefurðu staðið þig alveg ótrúlega vel. Haltu áfram að tileinka þér venjurnar og gefðu þér háa fimmu fyrir frammistöðu vikunnar. Til þess að verðlauna þig fyrir árangurinn skaltu fara í góðan 40 mínútna göngutúr þar sem þú ætlar að gera 20 armbeygjur, 20 hnébeygjur og planka í 1 mínútu á leiðinni. Ekki gleyma að teygja :) Heilsa Tengdar fréttir Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 Sumar freistingar Engin ástæða er til þess að leggjast í kör og hætta að hreyfa sig í sumar. 2. júní 2015 14:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið
Á sumrin á venjuleg rútína það til að breytast. Vinnutíminn breytist, þú ferð í sumarfrí, hættir fyrr að vinna, sinnir öðruvísi vinnu. Þegar rútínan breytist dettur maður oft í þá gildru að finna ekki tímann til þess að hreyfa sig. Að því sögðu hvet ég alla til þess að sjá til þess að hreyfingin haldist inni í rútínunni í sumar. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt með mér í 4 vikna sumaráskorun. Sumaráskorun þar sem við hreyfum okkur á hverjum degi og hugum að því að borða hollan og góðan mat. Ég mun taka viku fyrir í senn og byrja rólega svo allir geti verið með. Ég mæli með því að hengja greinina upp á ísskápinn svo þú gleymir þessu ekki!Dagur 1 Farðu í 30 mínútna göngutúr. Að því loknu skaltu teygja vel á öllum vöðvahópum og muna að draga djúpt inn andann að æfingu lokinni og festa í minnið hversu góð tilfinning það er að hafa hreyft sig og fengið blóðflæðið vel af stað.Dagur 2 Byrjaðu daginn á því að fá þér volgt sítrónuvatn, áður en þú borðar. Fjölmargir hafa dásamað þessa morgunhefð og því um að gera að prufa og sjá hvort það henti sér. Ef þér finnst sítrónan of súr settu þá örlítið af hunangi út í. Seinna í dag skaltu fara í 40 mínútna göngutúr á nýjum stað, í náttúrunni. Einhvers staðar þar sem þú gengur ekki oft og njóttu þess að upplifa náttúruna. Að göngutúrnum loknum skaltu gera planka í samtals 90 sekúndur. Þú ræður hvort þú gerir hann allan í einu eða skiptir honum niður í skemmri tíma í einu.Dagur 3 Farðu í sund og syntu 250 metra. Það gera 10 ferðir í 25 metra sundlaug. Eftir að þú hefur synt skaltu fara í heita pottinn og slaka vel á.Dagur 4 Í dag skaltu ákveða að borða 2 af þínum uppáhaldsávöxtum og markvisst reyna svo að koma því í rútínu að borða að minnsta kosti 2 heila ávexti á dag. Þegar það er orðið vani þá er hægt að bæta fleiri ávöxtum við. Hreyfing dagsins er 30 mínútna kröftugur göngutúr þar sem þú ætlar að gera eftirfarandi æfingar einhvers staðar á leiðinni: 10 armbeygjur, 10 hnébeygjur og planka í 1 mínútu.Dagur 5 Í dag ætlarðu að prófa að hlaupa örlítið ef þú hefur ekki gert það áður. Við höldum okkur við 30 mínútna tímarammann en á þeim tíma skaltu hlaupa í samtals 5 mínútur. Þú getur byrjað á því að hita þig upp í 5 mínútur með röskri göngu, hlaupið svo í 1 mínútu, gengið í 4 mínútur og svo koll af kolli þar til þú hefur hlaupið samtals í 5 mínútur.Dagur 6 Markmið dagsins er að drekka ekkert annað en vatn. Vatnið er langbesti svaladrykkurinn, er alveg ókeypis og inniheldur engar hitaeiningar. Gæti ekki verið betra. Hreyfing dagsins er að fara aftur í sund en að synda 300 metra í þetta skiptið.Dagur 7 Ef þú hefur fylgt planinu þá hefurðu staðið þig alveg ótrúlega vel. Haltu áfram að tileinka þér venjurnar og gefðu þér háa fimmu fyrir frammistöðu vikunnar. Til þess að verðlauna þig fyrir árangurinn skaltu fara í góðan 40 mínútna göngutúr þar sem þú ætlar að gera 20 armbeygjur, 20 hnébeygjur og planka í 1 mínútu á leiðinni. Ekki gleyma að teygja :)
Heilsa Tengdar fréttir Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 Sumar freistingar Engin ástæða er til þess að leggjast í kör og hætta að hreyfa sig í sumar. 2. júní 2015 14:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið
Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00
Sumar freistingar Engin ástæða er til þess að leggjast í kör og hætta að hreyfa sig í sumar. 2. júní 2015 14:00