Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:00 Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad á Spáni og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. Fréttablaðið/valli „Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
„Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira