Viðskiptafræðideild rannsakar tvö mál Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. júní 2015 09:15 Runólfur Smári Steinþórsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rannsakar nú meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma því Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að deildin útskrifaði háskólanema fyrr á árinu með lokaritgerð þar sem þrjú viðtöl virtust fölsuð. Nemandinn fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina. Tinna Dögg Kjartansdóttir markaðsfræðingur telur að deildin hafi útskrifað nemanda sem hafi stolið setningum úr lokaritgerð hennar frá árinu 2012. „Nú eru til rannsóknar tvö mál hjá deildinni,“ segir Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, sem staðfestir að umrædd ritgerð sé til rannsóknar. „Rannsóknin er langt á veg komin og ég vil ítreka að ábending um ritstuld er tekin mjög alvarlega.“ Athygli vekur á því að Þórður Sverrisson, aðjúnkt í Háskóla Íslands, var leiðbeinandi bæði Tinnu og þess sem grunaður er um ritstuldinn. Báðar ritgerðirnar, sem skrifaðar voru með eins árs millibili, eru lokaverkefni til BS-gráðu og fjalla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Tinna gerði viðskiptafræðideild viðvart í apríl en hefur enn ekki heyrt frá skólanum. „Ferlið sem fer af stað getur tekið tíma,“ segir Runólfur. Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rannsakar nú meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma því Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að deildin útskrifaði háskólanema fyrr á árinu með lokaritgerð þar sem þrjú viðtöl virtust fölsuð. Nemandinn fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina. Tinna Dögg Kjartansdóttir markaðsfræðingur telur að deildin hafi útskrifað nemanda sem hafi stolið setningum úr lokaritgerð hennar frá árinu 2012. „Nú eru til rannsóknar tvö mál hjá deildinni,“ segir Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, sem staðfestir að umrædd ritgerð sé til rannsóknar. „Rannsóknin er langt á veg komin og ég vil ítreka að ábending um ritstuld er tekin mjög alvarlega.“ Athygli vekur á því að Þórður Sverrisson, aðjúnkt í Háskóla Íslands, var leiðbeinandi bæði Tinnu og þess sem grunaður er um ritstuldinn. Báðar ritgerðirnar, sem skrifaðar voru með eins árs millibili, eru lokaverkefni til BS-gráðu og fjalla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Tinna gerði viðskiptafræðideild viðvart í apríl en hefur enn ekki heyrt frá skólanum. „Ferlið sem fer af stað getur tekið tíma,“ segir Runólfur.
Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00
Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23
Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00